Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum” Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. júní 2023 12:04 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægi rannsóknardeild segir að lögregla hafi lengi haft áhyggjur af auknum vopnaburði, ekki síst þegar kemur að hnífum. Maður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið félaga sínum að bana með hníf á laugardaginn. Vísir/Arnar Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns. Lögreglu barst tilkynning um meðvitundarlaus mann á bílaplani í iðnaðarhverfi í Drangahrauni í Hafnarfirði snemma á laugardagsmorgun. Þegar lögreglu bar að var maðurinn úrskurðaður látinn og í kjölfarið voru tveir menn handteknir. Öðrum var sleppt úr haldi fljótlega en hinn hefur verið úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Sá er grunaður um að hafa orðið manninum að bana með hníf. Að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns í miðlægri rannsóknardeild lögreglu hafa yfirheyrslur yfir manninum gengið vel. „Hann var yfirheyrður á laugardaginn og hefur ekki verið yfirheyrður síðan. Í gær vorum við svo að vinna með þau gögn sem við öfluðum á laugardaginn og svona til að reyna skýra myndina. Við teljum að þrátt fyrir að ekki sé langt um liðið séum við komnir með nokkuð góða mynd af því hvernig þessi atburður varð.“ Mennirnir bjuggu saman í húsnæðinu við Drangarhraun. Hinn látni er á fimmtugsaldri en sá sem grunaður er um verknaðinn er á fertugsaldri. Þeir eru báðir pólskir ríkisborgarar. Að sögn Gríms er sá grunaði ekki með sakaferil að baki. Þetta er þriðja morðmálið hér á landi á rúmum tveimur mánuðum. Grímur vill ekki tjá sig um það hvort morðvopnið hafi fundist en segir að lögregla hafi miklar áhyggjur af auknum vopnaburði. „Þá sérstaklega hvað varðar hnífa. Það er stutt hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum.” Hvað varðar fjölda manndrápsmála segir Grímur að ekki sé hægt að draga miklar ályktanir af því þó málin séu nú þrjú á tiltölulega skömmum tíma. Maðurinn fannst látinn á bílaplani í iðnaðarhverfi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Sá látni og hinn grunaði bjuggu saman í húsnæðinu. Skjáskot/Já.is Hafnarfjörður Lögreglumál Manndráp í Drangahrauni Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um meðvitundarlaus mann á bílaplani í iðnaðarhverfi í Drangahrauni í Hafnarfirði snemma á laugardagsmorgun. Þegar lögreglu bar að var maðurinn úrskurðaður látinn og í kjölfarið voru tveir menn handteknir. Öðrum var sleppt úr haldi fljótlega en hinn hefur verið úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Sá er grunaður um að hafa orðið manninum að bana með hníf. Að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns í miðlægri rannsóknardeild lögreglu hafa yfirheyrslur yfir manninum gengið vel. „Hann var yfirheyrður á laugardaginn og hefur ekki verið yfirheyrður síðan. Í gær vorum við svo að vinna með þau gögn sem við öfluðum á laugardaginn og svona til að reyna skýra myndina. Við teljum að þrátt fyrir að ekki sé langt um liðið séum við komnir með nokkuð góða mynd af því hvernig þessi atburður varð.“ Mennirnir bjuggu saman í húsnæðinu við Drangarhraun. Hinn látni er á fimmtugsaldri en sá sem grunaður er um verknaðinn er á fertugsaldri. Þeir eru báðir pólskir ríkisborgarar. Að sögn Gríms er sá grunaði ekki með sakaferil að baki. Þetta er þriðja morðmálið hér á landi á rúmum tveimur mánuðum. Grímur vill ekki tjá sig um það hvort morðvopnið hafi fundist en segir að lögregla hafi miklar áhyggjur af auknum vopnaburði. „Þá sérstaklega hvað varðar hnífa. Það er stutt hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum.” Hvað varðar fjölda manndrápsmála segir Grímur að ekki sé hægt að draga miklar ályktanir af því þó málin séu nú þrjú á tiltölulega skömmum tíma. Maðurinn fannst látinn á bílaplani í iðnaðarhverfi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Sá látni og hinn grunaði bjuggu saman í húsnæðinu. Skjáskot/Já.is
Hafnarfjörður Lögreglumál Manndráp í Drangahrauni Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira