„Að mínu viti rífur hann mig niður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júní 2023 21:43 Alfons Sampsted var eðlilega svekktur eftir tapið í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Alfons Sampsted, leikmaður íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Slóvakíu í kvöld. „Stemningin í klefanum er þung. Persónulega hefðum við getað nýtt fyrri hálfleikinn betur og fengið meira út úr honum en við gerðum,“ sagði Alfons í leikslok. „Við mættum með mikinn kraft, en síðan rennur það út í sandinn í seinni hálfleikinn þegar þessi orka og kraftur og færi sem við vorum að skapa í fyrri hálfleik voru ekki alveg að koma. Þannig að þetta var súrt því við teljum okkur hafa getað fengið meira út úr þessum leik. En heilt yfir var þetta kannski allt í lagi leikur.“ Íslenska liðið missti fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson úr liðinu stuttu fyrir leik, en hann meiddist í upphitun. „Það hefur alltaf einhver áhrif. Við erum búnir að undirbúa eitthvað upplegg en síðan breytist það. En miðað við þennan fyrri hálfleik þá vorum við kannski með þá orku sem til þurfti þannig það er kannski ekki hægt að kenna því um.“ En hvað veldur því að liðið heldur ekki sama orkustigi eftir hálfleikshléið? „Við hlaupum nú nokkuð mikið, en kannski hefði mátt nýta þá tímapunkta sem við höfðum til að stjórna leiknum og láta þá hlaupa. Við gerum kannski of lítið af því. En heilt yfir eru jákvæðir punktar þarna sem við getum tekið með okkur, en þetta er að sjálfsögðu svekkjandi.“ Sigurmark Slóvaka var skoðað í VAR-herberginu þar sem mögulega var brotið á Alfons í aðdraganda marksins. Hann segir að um klárt brot hafi verið að ræða, en ekkert var dæmt. „Ég ætla bara að taka mér mína stöðu og setja líkamann á milli manns og bolta, en að mínu viti þá rífur hann mig niður og það hefði mátt dæma aukaspyrnu. Ég hef reyndar ekki séð þetta aftur þannig ég veit ekki hvernig þetta lítur út frá dómaranum séð. Ég sé samt ekki hagnaðinn í því fyrir mig að vera að henda mér niður.“ „Það er það sem ég finn [að togað sé í hann] og eins og ég segi þá sé ég ekki alveg hagnaðinn í því að vera eitthvað að henda mér niður. Þannig að það er eitthvað sem fær mig til að detta.“ Þá segir Alfons að skilaboðin frá Åge Hareide, þjálfara liðsins, hafi verið skýr eftir leik. Ísland tekur á móti Portúgal eftir þrjá daga og „Skilaboðin voru skýr. Það eru jákvæðir hlutir og það er eitthvað sem við getum tekið með okkur. Nú er bara leikur eftir þrjá daga og við höfum engan tíma til að vera svekkja okkur og missa andann sem við vorum búnir að byggja upp fyrir þennan leik. Það er bara ekkert í boði. Nú fáum við tvo daga til að jafna okkur og svo er bara að mæta með orku í úrslitaleik á móti Portúgal,“ sagði Alfons að lokum. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00 Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00 Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-2 | Skrípamark gerði leiðina á EM torfæra Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide. 17. júní 2023 20:30 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Sjá meira
„Stemningin í klefanum er þung. Persónulega hefðum við getað nýtt fyrri hálfleikinn betur og fengið meira út úr honum en við gerðum,“ sagði Alfons í leikslok. „Við mættum með mikinn kraft, en síðan rennur það út í sandinn í seinni hálfleikinn þegar þessi orka og kraftur og færi sem við vorum að skapa í fyrri hálfleik voru ekki alveg að koma. Þannig að þetta var súrt því við teljum okkur hafa getað fengið meira út úr þessum leik. En heilt yfir var þetta kannski allt í lagi leikur.“ Íslenska liðið missti fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson úr liðinu stuttu fyrir leik, en hann meiddist í upphitun. „Það hefur alltaf einhver áhrif. Við erum búnir að undirbúa eitthvað upplegg en síðan breytist það. En miðað við þennan fyrri hálfleik þá vorum við kannski með þá orku sem til þurfti þannig það er kannski ekki hægt að kenna því um.“ En hvað veldur því að liðið heldur ekki sama orkustigi eftir hálfleikshléið? „Við hlaupum nú nokkuð mikið, en kannski hefði mátt nýta þá tímapunkta sem við höfðum til að stjórna leiknum og láta þá hlaupa. Við gerum kannski of lítið af því. En heilt yfir eru jákvæðir punktar þarna sem við getum tekið með okkur, en þetta er að sjálfsögðu svekkjandi.“ Sigurmark Slóvaka var skoðað í VAR-herberginu þar sem mögulega var brotið á Alfons í aðdraganda marksins. Hann segir að um klárt brot hafi verið að ræða, en ekkert var dæmt. „Ég ætla bara að taka mér mína stöðu og setja líkamann á milli manns og bolta, en að mínu viti þá rífur hann mig niður og það hefði mátt dæma aukaspyrnu. Ég hef reyndar ekki séð þetta aftur þannig ég veit ekki hvernig þetta lítur út frá dómaranum séð. Ég sé samt ekki hagnaðinn í því fyrir mig að vera að henda mér niður.“ „Það er það sem ég finn [að togað sé í hann] og eins og ég segi þá sé ég ekki alveg hagnaðinn í því að vera eitthvað að henda mér niður. Þannig að það er eitthvað sem fær mig til að detta.“ Þá segir Alfons að skilaboðin frá Åge Hareide, þjálfara liðsins, hafi verið skýr eftir leik. Ísland tekur á móti Portúgal eftir þrjá daga og „Skilaboðin voru skýr. Það eru jákvæðir hlutir og það er eitthvað sem við getum tekið með okkur. Nú er bara leikur eftir þrjá daga og við höfum engan tíma til að vera svekkja okkur og missa andann sem við vorum búnir að byggja upp fyrir þennan leik. Það er bara ekkert í boði. Nú fáum við tvo daga til að jafna okkur og svo er bara að mæta með orku í úrslitaleik á móti Portúgal,“ sagði Alfons að lokum.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00 Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00 Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-2 | Skrípamark gerði leiðina á EM torfæra Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide. 17. júní 2023 20:30 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Sjá meira
Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00
Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00
Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-2 | Skrípamark gerði leiðina á EM torfæra Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide. 17. júní 2023 20:30