Syrgja Gaflaraleikhúsið: „Ævistarfinu fargað“ Lovísa Arnardóttir skrifar 16. júní 2023 21:01 Björk Jakobsdóttur og Gunnar Helgason hafa séð um rekstur Gaflaraleikhússins, ásamt öðrum, frá 2011. Vísir/Einar Leikhússtjóri Gaflaraleikhússins, Björk Jakobsdóttir, segir daginn hafa verið afar erfiðan en í dag var leikhúsið tæmt. Húsnæði leikhússins var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í næsta húsi. Aðstandendur leikhússins fréttu það eftir að salan var staðfest og segja það miður að hafa ekki fengið tækifæri til að bjóða í húsið. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag nauðsynlegt finna Gaflaraleikhúsinu nýtt húsnæði en að það hafi ekki legið á lausu. Hún segir bæjaryfirvöld vinna að því í sameiningu við leikhúsið að finna framtíðarlausn fyrir leikhúsið. Sjá einnig: Mikilvægt að finna leikhúsinu nýtt húsnæði Björk segir að hún finni fyrir miklum velvilja en að hann sé meira í orði en á borði. Í dag var leikhúsið tæmt og „ævistarfinu fargað“. „Svo bara helltist þetta yfir mig í dag. Eins og þið finnið er ég svolítið meyr,“segir Björk sem minnist þess að leikhúsið sjálft hafi opnast 1994 en hún ásamt öðrum tók við því 2011. „Við erum búin að byggja upp frábært starf. Hér hafa verið börn leikandi á sumrin, unglingar leikandi á veturna, hér hafa menntaskólar haft aðstöðu og hér höfum við sett upp frábærar sýningar.“ Búnaði fargað og gefinn Mikið af búnaði og leikmunum leikhússins var hent í gáma fyrir utan leikhúsið í dag og þar til í gær sá Björk fram á að farga fjögurra milljóna króna áhorfendapöllum leikhússins, en fann þeim svo nýtt heimili í leikhúsinu á Hvammstanga. Aðeins lítill hluti dýrari búnaðar leikhússins fer nú í geymslu þar til þau vita næstu skref. „Með þá von í brjósti að leikhús í Hafnarfirði sé ekki alveg að loka. Við erum komin með tillögu. Það er vöruhús sem væri gaman að breyta í menningarhús. Það væri hægt að hafa tvo sali. Það er gott að fá velvilja en nú þarf að hoppa en ekki hika. Þetta væri svo svakalega vona að missa þetta.“ Húsnæði leikhússins var tæmt í dag. Áhorfendapallarnir á myndinni voru teknir í sundur og fara á Hvammstanga en vegna þess að ekkert geymslupláss fannst fyrir þá þurfi Gaflaraleikhúsið að gefa þá. Vísir/Einar Björk biðlar til bæði sviðslistasenunnar og annarra að bregðast við þessari alvarlegu stöðu. Hún gagnrýnir að hvert húsið af fætur öðrum sem hýsi sviðslistir hafi horfið af sjónarsviðinu og spyr hvar unga leikhúsfólkið okkar eigi að vera. „Hér þurfa að rísa hótel og eldfjallasafn eða hvað sem það er sem Austurbæjarbíó varð. Ég græt þessi hús. Austurbær, Gamla bíó, Iðnó. Hvar eiga krakkarnir okkar að stunda list. Hvar á framtíðin að vera. Bara plís, wake up“. Björk bendir á að þetta sé ekki aðeins slæmt fyrir leikhúsið og sviðslistir því afleiddar tekjur séu einnig verulegar. „Hér á high season erum við að taka þúsund inn á viku og það þurfa allir að fara út að borða. Veitingahúsin í bænum eiga eftir að finna fyrir þessu og allur miðbærinn.“ Viðtal við Björk úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan. Leikhús Menning Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mikilvægt að finna leikhúsinu nýtt húsnæði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir nauðsynlegt að finna Gaflaraleikhúsinu nýtt húsnæði en að það hafi ekki legið á lausu. 16. júní 2023 13:02 „Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. 15. júní 2023 21:00 „Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira
Húsnæði leikhússins var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í næsta húsi. Aðstandendur leikhússins fréttu það eftir að salan var staðfest og segja það miður að hafa ekki fengið tækifæri til að bjóða í húsið. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag nauðsynlegt finna Gaflaraleikhúsinu nýtt húsnæði en að það hafi ekki legið á lausu. Hún segir bæjaryfirvöld vinna að því í sameiningu við leikhúsið að finna framtíðarlausn fyrir leikhúsið. Sjá einnig: Mikilvægt að finna leikhúsinu nýtt húsnæði Björk segir að hún finni fyrir miklum velvilja en að hann sé meira í orði en á borði. Í dag var leikhúsið tæmt og „ævistarfinu fargað“. „Svo bara helltist þetta yfir mig í dag. Eins og þið finnið er ég svolítið meyr,“segir Björk sem minnist þess að leikhúsið sjálft hafi opnast 1994 en hún ásamt öðrum tók við því 2011. „Við erum búin að byggja upp frábært starf. Hér hafa verið börn leikandi á sumrin, unglingar leikandi á veturna, hér hafa menntaskólar haft aðstöðu og hér höfum við sett upp frábærar sýningar.“ Búnaði fargað og gefinn Mikið af búnaði og leikmunum leikhússins var hent í gáma fyrir utan leikhúsið í dag og þar til í gær sá Björk fram á að farga fjögurra milljóna króna áhorfendapöllum leikhússins, en fann þeim svo nýtt heimili í leikhúsinu á Hvammstanga. Aðeins lítill hluti dýrari búnaðar leikhússins fer nú í geymslu þar til þau vita næstu skref. „Með þá von í brjósti að leikhús í Hafnarfirði sé ekki alveg að loka. Við erum komin með tillögu. Það er vöruhús sem væri gaman að breyta í menningarhús. Það væri hægt að hafa tvo sali. Það er gott að fá velvilja en nú þarf að hoppa en ekki hika. Þetta væri svo svakalega vona að missa þetta.“ Húsnæði leikhússins var tæmt í dag. Áhorfendapallarnir á myndinni voru teknir í sundur og fara á Hvammstanga en vegna þess að ekkert geymslupláss fannst fyrir þá þurfi Gaflaraleikhúsið að gefa þá. Vísir/Einar Björk biðlar til bæði sviðslistasenunnar og annarra að bregðast við þessari alvarlegu stöðu. Hún gagnrýnir að hvert húsið af fætur öðrum sem hýsi sviðslistir hafi horfið af sjónarsviðinu og spyr hvar unga leikhúsfólkið okkar eigi að vera. „Hér þurfa að rísa hótel og eldfjallasafn eða hvað sem það er sem Austurbæjarbíó varð. Ég græt þessi hús. Austurbær, Gamla bíó, Iðnó. Hvar eiga krakkarnir okkar að stunda list. Hvar á framtíðin að vera. Bara plís, wake up“. Björk bendir á að þetta sé ekki aðeins slæmt fyrir leikhúsið og sviðslistir því afleiddar tekjur séu einnig verulegar. „Hér á high season erum við að taka þúsund inn á viku og það þurfa allir að fara út að borða. Veitingahúsin í bænum eiga eftir að finna fyrir þessu og allur miðbærinn.“ Viðtal við Björk úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.
Leikhús Menning Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mikilvægt að finna leikhúsinu nýtt húsnæði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir nauðsynlegt að finna Gaflaraleikhúsinu nýtt húsnæði en að það hafi ekki legið á lausu. 16. júní 2023 13:02 „Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. 15. júní 2023 21:00 „Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira
Mikilvægt að finna leikhúsinu nýtt húsnæði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir nauðsynlegt að finna Gaflaraleikhúsinu nýtt húsnæði en að það hafi ekki legið á lausu. 16. júní 2023 13:02
„Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. 15. júní 2023 21:00
„Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19