Fjársvikasíða nýnasista rakin til Kalkofnsvegar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. júní 2023 08:01 Withheld for Privacy hefur aðsetur á Kalkofnsvegi 2, það er Hafnartorgi. Vísir/Vilhelm Fyrirtækið Withheld for Privacy á Kalkofnsvegi felur upplýsingar nýnasista sem sviku fé út úr transfólki í Bandaríkjunum. Þóttust svikararnir selja hormónalyf án lyfseðils. „Það er alveg nóg að þú vitir bara fyrra nafnið. Ég svara í símann hérna,“ segir Ása sem starfar fyrir fyrirtækið Withheld for Privacy. Það er skráð til húsa á Kalkofnsvegi 2 í miðborg Reykjavíkur, eins og reyndar ótal aðrar síður. Sumar mjög vafasamar. Ása segir að Withheld for Privacy sé ekki hýsingarfyrirtæki. „Við bjóðum upp á þannig þjónustu að fólk geti notað okkar upplýsingar í staðinn fyrir þeirra sem eiga heimasíðuna. Contact upplýsingarnar eru faldar,“ segir Ása. Aðspurð um hvort að fyrirtækið veiti netglæpamönnum skálkaskjól bendir hún blaðamanni á að beina spurningum á netfang lögfræðideildar NameCheap.com, sem er skráningarfyrirtæki í Arisóna fylki í Bandaríkjunum. Indversk ber og svartur pipar Nýlega var vefsíðan estrolabs.com rakin til Withheld for Privacy. Í vefritinu Vice er greint frá því að þetta fyrirtæki EstroLabs hafi boðið transkonum upp á hormónalyf án lyfseðils frá lækni. Var það Twitter notandinn QueerQuirk sem auglýsti síðuna stíft. Hann á sína eigin vefsíðu, queerquirk.com, sem einnig er hægt að rekja til Kalkofnsvegar, en liggur nú niðri vegna „tröllaárása.“ EstroLabs síðan liggur einnig niðri þegar þetta er skrifað. Um leið og þessar auglýsingar birtust á Twitter skapaðist mikil umræða um þær og fólk var varað við því að kaupa vörur af EstroLabs. Það gæti skapað fólki hættu að kaupa hormónalyf fram hjá lækni. Þá var innihaldslýsingin einnig talin nokkuð vafasöm. Í lyfinu átti að vera ber af runnanum ashwagandha, sem vex í Indlandi. Runninn hefur enga virkni til þess að auka estrógen hormón líkamans. Þá sagði einnig að svartur pipar væri í lyfinu. Á samkomum nýnasista Þegar fólk keypti lyfið var því vísað á PayPal reikning ákveðins manns sem kom í ljós að hafði tengsl við nýnasistasamtökin Patriot Front. Samtökin voru stofnuð eftir klofning í nýnasistasamtökunum Vanguard árið 2017, þegar meðlimur þeirra keyrði inn í hóp af fólki sem mótmælti samkomu þeirra í Charlottesville í Virginíu. Einn dó og 35 særðust í þeirri árás. Patriot Front hafa sjálf staðið fyrir ýmsum óeirðum. Meðlimir Patriot Front í fullum skrúða.Getty Viðkomandi maður hefur hafnað því að vera meðlimur í samtökunum þrátt fyrir að hafa sést á samkomum þeirra oftar en einu sinni. Aðspurður um samkomu þar sem hann sást í mynd sagðist hann hafa verið þar fyrir tilviljun og ekki vitað hvers lags samkoma þetta væri. Bent á Mexíkóa í Bandaríkjunum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vafasöm starfsemi er rakin til Kalkofnsvegar. Fréttablaðið, sem hafði aðsetur í sama húsi og Withheld for Privacy, greindi frá því í ágúst árið 2022 að hópur rússneskra netglæpamanna sem kölluðu sig DarkSide feldu slóð sína hjá fyrirtækinu. Greint var frá því í áströlsku útgáfunni af Financial Review að nokkrar svikasíður, svo sem AusBonTrust, Au-Investor og Millennium Bonds væru með heimilisfang á Kalkofnsvegi 2 hjá Withheld for Privacy. Greint var frá því að þessar síður hefðu verið notaðar til þess að reyna að hafa fé af Áströlum sem vildu geyma sparifé sitt í skuldabréfum. Þegar Fréttablaðið hafði samband við nágranna sína var þeim bent á að hafa samband við stjórnarformanninn sem væri mexíkóskur maður búsettur í Bandaríkjunum. Starfsfólk hér myndi ekki svara neinum spurningum. Þrjú ráðuneyti í málinu Þetta er langt frá því að vera einu dæmin um að ólöglegar eða vafasamar síður séu hýstar hér á landi. Withheld for Privacy er heldur ekki eina fyrirtækið sem gerir þetta. Þekktasta dæmið er þegar Orange Website, skráð til heimilis að Klapparstíg, hýsti íslömsku hryðjuverkasamtökin ISIS. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er einn þriggja ráðherra sem málið er hjá.Vísir/Vilhelm Einnig hafa fjársvikamenn og haturssamtök fengið hér skálkaskjól. Í október síðastliðnum var greint frá því að þrjú ráðuneyti ynnu að því að koma í veg fyrir að netglæpamenn geti falið slóð sína á Íslandi. Þetta voru dómsmálaráðuneytið, menningar- og viðskiptaráðuneytið og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Afraksturinn á enn þá eftir að koma í ljós. Netglæpir Bandaríkin Málefni trans fólks Kynþáttafordómar Tengdar fréttir „Ef Guð leyfir, mun þessi vefsíða snúa fljótt aftur“ Samtökin Íslamskt ríki boða endurkomu fréttasíðunnar khilafah.is sem lokað var fyrir í kvöld. 11. október 2014 23:16 Íslenska IS-síðan komin aftur í gang Khilafah.is, fréttasíða hryðjuverkasamtakanna Íslamskt ríki, er aftur orðin nothæf þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir hana í gær. 12. október 2014 09:30 Gyðingasamtök vilja lögbann á síðu sem hýst er á Íslandi Samtök sem berjast gegn gyðingahatri í Bandaríkjunum krefjast þess að lögbann verði lagt á vefsíðu sem hýst er á Íslandi. Lögmaður samtakanna segir síðuna hafa vakið mikinn óhug í ljósi fjölgun skotárása á almenna borgara. Framkvæmdastjóri hýsingaraðila segir ekkert ólöglegt á ferðinni. 22. maí 2023 15:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
„Það er alveg nóg að þú vitir bara fyrra nafnið. Ég svara í símann hérna,“ segir Ása sem starfar fyrir fyrirtækið Withheld for Privacy. Það er skráð til húsa á Kalkofnsvegi 2 í miðborg Reykjavíkur, eins og reyndar ótal aðrar síður. Sumar mjög vafasamar. Ása segir að Withheld for Privacy sé ekki hýsingarfyrirtæki. „Við bjóðum upp á þannig þjónustu að fólk geti notað okkar upplýsingar í staðinn fyrir þeirra sem eiga heimasíðuna. Contact upplýsingarnar eru faldar,“ segir Ása. Aðspurð um hvort að fyrirtækið veiti netglæpamönnum skálkaskjól bendir hún blaðamanni á að beina spurningum á netfang lögfræðideildar NameCheap.com, sem er skráningarfyrirtæki í Arisóna fylki í Bandaríkjunum. Indversk ber og svartur pipar Nýlega var vefsíðan estrolabs.com rakin til Withheld for Privacy. Í vefritinu Vice er greint frá því að þetta fyrirtæki EstroLabs hafi boðið transkonum upp á hormónalyf án lyfseðils frá lækni. Var það Twitter notandinn QueerQuirk sem auglýsti síðuna stíft. Hann á sína eigin vefsíðu, queerquirk.com, sem einnig er hægt að rekja til Kalkofnsvegar, en liggur nú niðri vegna „tröllaárása.“ EstroLabs síðan liggur einnig niðri þegar þetta er skrifað. Um leið og þessar auglýsingar birtust á Twitter skapaðist mikil umræða um þær og fólk var varað við því að kaupa vörur af EstroLabs. Það gæti skapað fólki hættu að kaupa hormónalyf fram hjá lækni. Þá var innihaldslýsingin einnig talin nokkuð vafasöm. Í lyfinu átti að vera ber af runnanum ashwagandha, sem vex í Indlandi. Runninn hefur enga virkni til þess að auka estrógen hormón líkamans. Þá sagði einnig að svartur pipar væri í lyfinu. Á samkomum nýnasista Þegar fólk keypti lyfið var því vísað á PayPal reikning ákveðins manns sem kom í ljós að hafði tengsl við nýnasistasamtökin Patriot Front. Samtökin voru stofnuð eftir klofning í nýnasistasamtökunum Vanguard árið 2017, þegar meðlimur þeirra keyrði inn í hóp af fólki sem mótmælti samkomu þeirra í Charlottesville í Virginíu. Einn dó og 35 særðust í þeirri árás. Patriot Front hafa sjálf staðið fyrir ýmsum óeirðum. Meðlimir Patriot Front í fullum skrúða.Getty Viðkomandi maður hefur hafnað því að vera meðlimur í samtökunum þrátt fyrir að hafa sést á samkomum þeirra oftar en einu sinni. Aðspurður um samkomu þar sem hann sást í mynd sagðist hann hafa verið þar fyrir tilviljun og ekki vitað hvers lags samkoma þetta væri. Bent á Mexíkóa í Bandaríkjunum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vafasöm starfsemi er rakin til Kalkofnsvegar. Fréttablaðið, sem hafði aðsetur í sama húsi og Withheld for Privacy, greindi frá því í ágúst árið 2022 að hópur rússneskra netglæpamanna sem kölluðu sig DarkSide feldu slóð sína hjá fyrirtækinu. Greint var frá því í áströlsku útgáfunni af Financial Review að nokkrar svikasíður, svo sem AusBonTrust, Au-Investor og Millennium Bonds væru með heimilisfang á Kalkofnsvegi 2 hjá Withheld for Privacy. Greint var frá því að þessar síður hefðu verið notaðar til þess að reyna að hafa fé af Áströlum sem vildu geyma sparifé sitt í skuldabréfum. Þegar Fréttablaðið hafði samband við nágranna sína var þeim bent á að hafa samband við stjórnarformanninn sem væri mexíkóskur maður búsettur í Bandaríkjunum. Starfsfólk hér myndi ekki svara neinum spurningum. Þrjú ráðuneyti í málinu Þetta er langt frá því að vera einu dæmin um að ólöglegar eða vafasamar síður séu hýstar hér á landi. Withheld for Privacy er heldur ekki eina fyrirtækið sem gerir þetta. Þekktasta dæmið er þegar Orange Website, skráð til heimilis að Klapparstíg, hýsti íslömsku hryðjuverkasamtökin ISIS. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er einn þriggja ráðherra sem málið er hjá.Vísir/Vilhelm Einnig hafa fjársvikamenn og haturssamtök fengið hér skálkaskjól. Í október síðastliðnum var greint frá því að þrjú ráðuneyti ynnu að því að koma í veg fyrir að netglæpamenn geti falið slóð sína á Íslandi. Þetta voru dómsmálaráðuneytið, menningar- og viðskiptaráðuneytið og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Afraksturinn á enn þá eftir að koma í ljós.
Netglæpir Bandaríkin Málefni trans fólks Kynþáttafordómar Tengdar fréttir „Ef Guð leyfir, mun þessi vefsíða snúa fljótt aftur“ Samtökin Íslamskt ríki boða endurkomu fréttasíðunnar khilafah.is sem lokað var fyrir í kvöld. 11. október 2014 23:16 Íslenska IS-síðan komin aftur í gang Khilafah.is, fréttasíða hryðjuverkasamtakanna Íslamskt ríki, er aftur orðin nothæf þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir hana í gær. 12. október 2014 09:30 Gyðingasamtök vilja lögbann á síðu sem hýst er á Íslandi Samtök sem berjast gegn gyðingahatri í Bandaríkjunum krefjast þess að lögbann verði lagt á vefsíðu sem hýst er á Íslandi. Lögmaður samtakanna segir síðuna hafa vakið mikinn óhug í ljósi fjölgun skotárása á almenna borgara. Framkvæmdastjóri hýsingaraðila segir ekkert ólöglegt á ferðinni. 22. maí 2023 15:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
„Ef Guð leyfir, mun þessi vefsíða snúa fljótt aftur“ Samtökin Íslamskt ríki boða endurkomu fréttasíðunnar khilafah.is sem lokað var fyrir í kvöld. 11. október 2014 23:16
Íslenska IS-síðan komin aftur í gang Khilafah.is, fréttasíða hryðjuverkasamtakanna Íslamskt ríki, er aftur orðin nothæf þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir hana í gær. 12. október 2014 09:30
Gyðingasamtök vilja lögbann á síðu sem hýst er á Íslandi Samtök sem berjast gegn gyðingahatri í Bandaríkjunum krefjast þess að lögbann verði lagt á vefsíðu sem hýst er á Íslandi. Lögmaður samtakanna segir síðuna hafa vakið mikinn óhug í ljósi fjölgun skotárása á almenna borgara. Framkvæmdastjóri hýsingaraðila segir ekkert ólöglegt á ferðinni. 22. maí 2023 15:00