Mikilvægt að finna leikhúsinu nýtt húsnæði Lovísa Arnardóttir skrifar 16. júní 2023 13:02 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði. segir bæjaryfirvöld öll af vilja gerð. Vísir/Arnar Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir nauðsynlegt að finna Gaflaraleikhúsinu nýtt húsnæði en að það hafi ekki legið á lausu. Rósa segir bæjaryfirvöld vinna að því í sameiningu við leikhúsið að finna framtíðarlausn fyrir leikhúsið. Björk Jakobsdóttir leikhússtjóri leikhússinn, segir málið afar sorglegt en að bæjaryfirvöld hafi verið jákvæð fyrir því að finna lausn á málinu. Hún hefur lagt til að leikhúsið verði fært í skemmu við höfnina í Hafnarfirði og þannig væri hætt að gefa gömlu húsi nýtt líf. Í teikningum er gert ráð fyrir 500 manna sýningum og ýmissi annarri menningarstarfsemi. Gerðar hafa verið teikningar og lögð fram rekstraráætlun en enn vantar fjármagnið. „Þetta kom frekar bratt upp að þau væru að missa leiguhúsnæðið sitt til margra og ára og við höfum síðan átt nokkur samtöl og fundi um þessi mál því að í mínum huga er Gaflaraleikhúsið mjög mikilvæg stoð í menningarlífi bæjarins. Það er mikið aðdráttarafl og við viljum alls ekki missa þau úr bænum,“ segir Rósa. Hvað varðar skemmuna segir Rósa að það sé einn valkostur sem sé til skoðunar en að það þurfi að greina kostnaðinn. Mikilvægt fyrir bæjarbúa og gesti „Okkur er mikið í mun um að halda þeim í bænum og að þau haldi áfram að skemmta okkur. Við munum leggja okkur alla fram um að finna framtíðarlausn,“ segir Rósa og að bærinn hafi stutt bæði menningarlíf og starfsemi leikhússins undanfarin ár. Gaflaraleikhúsið verður tæmt í dag en leikhúsið missti húsnæðið þegar það var selt. Vísir/Vilhelm „Núna snýst þetta um að hjálpast að við að finna nýtt húsnæði undir þessa starfsemi og við erum öll af vilja gerð,“ segir Rósa og heldur áfram: „Þetta er mjög mikilvægt til að laða fólk í miðbæinn og bara efla menningarlífið, auðga andann og geta skemmt sér í bænum. Fyrir okkur bæjarbúa og ekki síst gesti sem streyma í leikhúsið þeirra enda verið frábær verk og uppsetningar í allan þennan tíma sem er mikilvægt að við getum haldið áfram að vinna að.“ Menning Leikhús Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00 „Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. 15. júní 2023 21:00 „Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Rósa segir bæjaryfirvöld vinna að því í sameiningu við leikhúsið að finna framtíðarlausn fyrir leikhúsið. Björk Jakobsdóttir leikhússtjóri leikhússinn, segir málið afar sorglegt en að bæjaryfirvöld hafi verið jákvæð fyrir því að finna lausn á málinu. Hún hefur lagt til að leikhúsið verði fært í skemmu við höfnina í Hafnarfirði og þannig væri hætt að gefa gömlu húsi nýtt líf. Í teikningum er gert ráð fyrir 500 manna sýningum og ýmissi annarri menningarstarfsemi. Gerðar hafa verið teikningar og lögð fram rekstraráætlun en enn vantar fjármagnið. „Þetta kom frekar bratt upp að þau væru að missa leiguhúsnæðið sitt til margra og ára og við höfum síðan átt nokkur samtöl og fundi um þessi mál því að í mínum huga er Gaflaraleikhúsið mjög mikilvæg stoð í menningarlífi bæjarins. Það er mikið aðdráttarafl og við viljum alls ekki missa þau úr bænum,“ segir Rósa. Hvað varðar skemmuna segir Rósa að það sé einn valkostur sem sé til skoðunar en að það þurfi að greina kostnaðinn. Mikilvægt fyrir bæjarbúa og gesti „Okkur er mikið í mun um að halda þeim í bænum og að þau haldi áfram að skemmta okkur. Við munum leggja okkur alla fram um að finna framtíðarlausn,“ segir Rósa og að bærinn hafi stutt bæði menningarlíf og starfsemi leikhússins undanfarin ár. Gaflaraleikhúsið verður tæmt í dag en leikhúsið missti húsnæðið þegar það var selt. Vísir/Vilhelm „Núna snýst þetta um að hjálpast að við að finna nýtt húsnæði undir þessa starfsemi og við erum öll af vilja gerð,“ segir Rósa og heldur áfram: „Þetta er mjög mikilvægt til að laða fólk í miðbæinn og bara efla menningarlífið, auðga andann og geta skemmt sér í bænum. Fyrir okkur bæjarbúa og ekki síst gesti sem streyma í leikhúsið þeirra enda verið frábær verk og uppsetningar í allan þennan tíma sem er mikilvægt að við getum haldið áfram að vinna að.“
Menning Leikhús Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00 „Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. 15. júní 2023 21:00 „Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00
„Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. 15. júní 2023 21:00
„Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19