Mikilvægt að finna leikhúsinu nýtt húsnæði Lovísa Arnardóttir skrifar 16. júní 2023 13:02 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði. segir bæjaryfirvöld öll af vilja gerð. Vísir/Arnar Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir nauðsynlegt að finna Gaflaraleikhúsinu nýtt húsnæði en að það hafi ekki legið á lausu. Rósa segir bæjaryfirvöld vinna að því í sameiningu við leikhúsið að finna framtíðarlausn fyrir leikhúsið. Björk Jakobsdóttir leikhússtjóri leikhússinn, segir málið afar sorglegt en að bæjaryfirvöld hafi verið jákvæð fyrir því að finna lausn á málinu. Hún hefur lagt til að leikhúsið verði fært í skemmu við höfnina í Hafnarfirði og þannig væri hætt að gefa gömlu húsi nýtt líf. Í teikningum er gert ráð fyrir 500 manna sýningum og ýmissi annarri menningarstarfsemi. Gerðar hafa verið teikningar og lögð fram rekstraráætlun en enn vantar fjármagnið. „Þetta kom frekar bratt upp að þau væru að missa leiguhúsnæðið sitt til margra og ára og við höfum síðan átt nokkur samtöl og fundi um þessi mál því að í mínum huga er Gaflaraleikhúsið mjög mikilvæg stoð í menningarlífi bæjarins. Það er mikið aðdráttarafl og við viljum alls ekki missa þau úr bænum,“ segir Rósa. Hvað varðar skemmuna segir Rósa að það sé einn valkostur sem sé til skoðunar en að það þurfi að greina kostnaðinn. Mikilvægt fyrir bæjarbúa og gesti „Okkur er mikið í mun um að halda þeim í bænum og að þau haldi áfram að skemmta okkur. Við munum leggja okkur alla fram um að finna framtíðarlausn,“ segir Rósa og að bærinn hafi stutt bæði menningarlíf og starfsemi leikhússins undanfarin ár. Gaflaraleikhúsið verður tæmt í dag en leikhúsið missti húsnæðið þegar það var selt. Vísir/Vilhelm „Núna snýst þetta um að hjálpast að við að finna nýtt húsnæði undir þessa starfsemi og við erum öll af vilja gerð,“ segir Rósa og heldur áfram: „Þetta er mjög mikilvægt til að laða fólk í miðbæinn og bara efla menningarlífið, auðga andann og geta skemmt sér í bænum. Fyrir okkur bæjarbúa og ekki síst gesti sem streyma í leikhúsið þeirra enda verið frábær verk og uppsetningar í allan þennan tíma sem er mikilvægt að við getum haldið áfram að vinna að.“ Menning Leikhús Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00 „Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. 15. júní 2023 21:00 „Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Rósa segir bæjaryfirvöld vinna að því í sameiningu við leikhúsið að finna framtíðarlausn fyrir leikhúsið. Björk Jakobsdóttir leikhússtjóri leikhússinn, segir málið afar sorglegt en að bæjaryfirvöld hafi verið jákvæð fyrir því að finna lausn á málinu. Hún hefur lagt til að leikhúsið verði fært í skemmu við höfnina í Hafnarfirði og þannig væri hætt að gefa gömlu húsi nýtt líf. Í teikningum er gert ráð fyrir 500 manna sýningum og ýmissi annarri menningarstarfsemi. Gerðar hafa verið teikningar og lögð fram rekstraráætlun en enn vantar fjármagnið. „Þetta kom frekar bratt upp að þau væru að missa leiguhúsnæðið sitt til margra og ára og við höfum síðan átt nokkur samtöl og fundi um þessi mál því að í mínum huga er Gaflaraleikhúsið mjög mikilvæg stoð í menningarlífi bæjarins. Það er mikið aðdráttarafl og við viljum alls ekki missa þau úr bænum,“ segir Rósa. Hvað varðar skemmuna segir Rósa að það sé einn valkostur sem sé til skoðunar en að það þurfi að greina kostnaðinn. Mikilvægt fyrir bæjarbúa og gesti „Okkur er mikið í mun um að halda þeim í bænum og að þau haldi áfram að skemmta okkur. Við munum leggja okkur alla fram um að finna framtíðarlausn,“ segir Rósa og að bærinn hafi stutt bæði menningarlíf og starfsemi leikhússins undanfarin ár. Gaflaraleikhúsið verður tæmt í dag en leikhúsið missti húsnæðið þegar það var selt. Vísir/Vilhelm „Núna snýst þetta um að hjálpast að við að finna nýtt húsnæði undir þessa starfsemi og við erum öll af vilja gerð,“ segir Rósa og heldur áfram: „Þetta er mjög mikilvægt til að laða fólk í miðbæinn og bara efla menningarlífið, auðga andann og geta skemmt sér í bænum. Fyrir okkur bæjarbúa og ekki síst gesti sem streyma í leikhúsið þeirra enda verið frábær verk og uppsetningar í allan þennan tíma sem er mikilvægt að við getum haldið áfram að vinna að.“
Menning Leikhús Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00 „Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. 15. júní 2023 21:00 „Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00
„Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. 15. júní 2023 21:00
„Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19