Lumbraði á löggu í ölæði Árni Sæberg skrifar 16. júní 2023 12:14 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands þann 6. júní. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Austurlandi hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að kýla lögregluþjón. Í dómi Héraðsdóms Austurlands segir að maðurinn hafi verið handtekinn í september í fyrra nálægt heimili sínu á ótilgreindum stað á Austurlandi. Samkvæmt lögregluskýrslu var maðurinn mjög ölvaður og æstur í þokkabót. Í frumskýrslu fjögurra lögreglumanna, sem afskipti höfðu af manninum á lögreglustöð bæjarins, segir að maðurinn hafi verið í annarlegu ástandi og að hann hafi meðal annars viðhaft svigurmæli og ógnandi hegðun, þar á meðal eftir að hann hafði verið færður í fangaklefa. Fram kemur að fylgst hafi verið með manninum í klefanum af öryggisástæðum, en hljóð-og myndefni þar um eru á meðal rannsóknargagna. Samkvæmt gögnum var meðal annars haft tal af manninum í gegnum lúgu á klefahurð nokkru eftir miðnætti og má meðal annars heyra í upptökum að maðurinn óskar eftir því að fá að fara á salerni,en er neitað af öryggisástæðum. Piparúði olli vandræðum Vegna atgangs og aðgerða mannsins tókst lögreglumönnum ekki að loka fyrrnefndri lúgu og voru klefadyrnar því opnaðar. Maðurinn brást þá skjótt við og í framhaldinu af því urðu átök með honum og tveimur lögreglumönnum. Maðurinn var færður á gólfið með valdi og piparúða var úðað á hann. Ekki fór betur en svo að úðinn fór einnig yfir annan lögreglumanninn sem olli því að hinn var í stuttan tíma einn með manninum. Lögreglumaðurinn sat ofan á manninum og heldur um hendur hans þar sem hann liggur á bakinu. Við þessar aðstæður náði maðurinn að losa um hægri hönd sína og kýla í framhaldi af því á gagnauga og vinstri augabrún lögreglumannsins. Lögreglumaðurinn hlaut af þessu skurð á vinstri augabrún, mar á efra augnloki og mar á vinstra kinnbeini. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust og því var maðurinn sakfelldur án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn var dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar, sem var skilorðsbundin til þriggja ára. Þá var maðurinn dæmdur til þess að greiða allan sakarkostnað, alls 619 þúsund krónur. Dómsmál Lögreglan Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Austurlands segir að maðurinn hafi verið handtekinn í september í fyrra nálægt heimili sínu á ótilgreindum stað á Austurlandi. Samkvæmt lögregluskýrslu var maðurinn mjög ölvaður og æstur í þokkabót. Í frumskýrslu fjögurra lögreglumanna, sem afskipti höfðu af manninum á lögreglustöð bæjarins, segir að maðurinn hafi verið í annarlegu ástandi og að hann hafi meðal annars viðhaft svigurmæli og ógnandi hegðun, þar á meðal eftir að hann hafði verið færður í fangaklefa. Fram kemur að fylgst hafi verið með manninum í klefanum af öryggisástæðum, en hljóð-og myndefni þar um eru á meðal rannsóknargagna. Samkvæmt gögnum var meðal annars haft tal af manninum í gegnum lúgu á klefahurð nokkru eftir miðnætti og má meðal annars heyra í upptökum að maðurinn óskar eftir því að fá að fara á salerni,en er neitað af öryggisástæðum. Piparúði olli vandræðum Vegna atgangs og aðgerða mannsins tókst lögreglumönnum ekki að loka fyrrnefndri lúgu og voru klefadyrnar því opnaðar. Maðurinn brást þá skjótt við og í framhaldinu af því urðu átök með honum og tveimur lögreglumönnum. Maðurinn var færður á gólfið með valdi og piparúða var úðað á hann. Ekki fór betur en svo að úðinn fór einnig yfir annan lögreglumanninn sem olli því að hinn var í stuttan tíma einn með manninum. Lögreglumaðurinn sat ofan á manninum og heldur um hendur hans þar sem hann liggur á bakinu. Við þessar aðstæður náði maðurinn að losa um hægri hönd sína og kýla í framhaldi af því á gagnauga og vinstri augabrún lögreglumannsins. Lögreglumaðurinn hlaut af þessu skurð á vinstri augabrún, mar á efra augnloki og mar á vinstra kinnbeini. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust og því var maðurinn sakfelldur án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn var dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar, sem var skilorðsbundin til þriggja ára. Þá var maðurinn dæmdur til þess að greiða allan sakarkostnað, alls 619 þúsund krónur.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira