Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júní 2023 20:20 Elfar Örn Friðriksson er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna. Einar Árnason Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. Í fréttum Stöðvar 2 fagnar talsmaður Verndarsjóðs villtra laxastofna niðurstöðunni og vonar að virkjunin sé núna úr sögunni. Landsvirkjun segir að virkjuninni gæti mögulega seinkað og það væru slæmar fréttir fyrir íslenskt samfélag. Hvammsvirkjun í neðri Þjórsá virtist vera komin með grænt ljós í gærkvöldi eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi með fjórum atkvæðum gegn einu og taldi oddvitinn í framhaldinu að áralöngum deilum um virkjunina væri núna lokið. Inntakslón myndast ofan við stíflu Hvammsvirkjunar.Landsvirkjun En það er öðru nær. Í dag felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar Evrópusambandsins. Fjöldi einstaklinga og náttúruverndarsamtaka höfðu kært virkjunarleyfið, þeirra á meðal Veiðifélag Þjórsár, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Verndarsjóður íslenskra laxa. „Við bara að sjálfsögðu fögnum þessum úrskurði,“ segir Elfar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna. „Við erum búin að vera í mörg ár að berjast gegn virkjunaráformum við Hvammsvirkjun. Þessi virkjun myndi hafa mjög alvarleg áhrif á stærsta laxastofn landsins. Þannig að við að sjálfsögðu fögnum þessum úrskurði.“ -Hvaða afleiðingar hefur þessi úrskurður að ykkar mati? „Ja, nú er erfitt að segja. Þetta allavegana væntanlega ógildir ákvörðun sem var tekin í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gær með að veita framkvæmdaleyfi. Nú verðum við bara að fá að kynna okkur úrskurðinn aðeins betur. Við vorum að frétta þetta.“ -Heldurðu að þessi virkjunaráform séu hugsanlega fyrir bí? „Ég vona það. Ég vona það,“ svarar Elfar. Frá fyrirhuguðu lónstæði Hvammsvirkjunar neðan við bæinn Haga.KMU Landsvirkjun lýsti nú undir kvöld vonbrigðum með að virkjunarleyfið skyldi fellt úr gildi. Fyrirtækið myndi leggja mat á það næstu daga hvað úrskurðurinn fæli í sér. „Mögulega seinkar þessi ákvörðun framkvæmdinni eitthvað. Það væru slæmar fréttir fyrir íslenskt samfélag sem stefnir að orkuskiptum en skortur á endurnýjanlegri orku er fyrirsjáanlegur á næstu árum," segir Landsvirkjun í fréttatilkynningu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir úrskurðinn koma eins og þrumu úr heiðskíru lofti og hann væri mikil vonbrigði. Strax yrði farið í það að greina stöðuna. Í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá stílfustæðinu í gærkvöldi taldi oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deilum um virkjunina væri lokið: Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Umhverfismál Lax Stangveiði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Orkustofnun hafi átt að fara í mun nánari athugun Úskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Í ítarlegum úrskurði nefndarinnar kemur meðal annars fram að Orkustofnun hafi, í ljósi umfangs framkvæmdanna, átt að fara í mun nánari athugun á leyfinu með hliðsjón af vatnaáætlun. 15. júní 2023 19:35 Vonbrigði og slæmar fréttir fyrir íslenskt samfélag Landsvirkjun segir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, þar sem virkjunarleyfi Hvammsvikjunar er fellt úr gildi, vonbrigði. Ákvörðunin komi á óvart. 15. júní 2023 17:49 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08 Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 fagnar talsmaður Verndarsjóðs villtra laxastofna niðurstöðunni og vonar að virkjunin sé núna úr sögunni. Landsvirkjun segir að virkjuninni gæti mögulega seinkað og það væru slæmar fréttir fyrir íslenskt samfélag. Hvammsvirkjun í neðri Þjórsá virtist vera komin með grænt ljós í gærkvöldi eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi með fjórum atkvæðum gegn einu og taldi oddvitinn í framhaldinu að áralöngum deilum um virkjunina væri núna lokið. Inntakslón myndast ofan við stíflu Hvammsvirkjunar.Landsvirkjun En það er öðru nær. Í dag felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar Evrópusambandsins. Fjöldi einstaklinga og náttúruverndarsamtaka höfðu kært virkjunarleyfið, þeirra á meðal Veiðifélag Þjórsár, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Verndarsjóður íslenskra laxa. „Við bara að sjálfsögðu fögnum þessum úrskurði,“ segir Elfar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna. „Við erum búin að vera í mörg ár að berjast gegn virkjunaráformum við Hvammsvirkjun. Þessi virkjun myndi hafa mjög alvarleg áhrif á stærsta laxastofn landsins. Þannig að við að sjálfsögðu fögnum þessum úrskurði.“ -Hvaða afleiðingar hefur þessi úrskurður að ykkar mati? „Ja, nú er erfitt að segja. Þetta allavegana væntanlega ógildir ákvörðun sem var tekin í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gær með að veita framkvæmdaleyfi. Nú verðum við bara að fá að kynna okkur úrskurðinn aðeins betur. Við vorum að frétta þetta.“ -Heldurðu að þessi virkjunaráform séu hugsanlega fyrir bí? „Ég vona það. Ég vona það,“ svarar Elfar. Frá fyrirhuguðu lónstæði Hvammsvirkjunar neðan við bæinn Haga.KMU Landsvirkjun lýsti nú undir kvöld vonbrigðum með að virkjunarleyfið skyldi fellt úr gildi. Fyrirtækið myndi leggja mat á það næstu daga hvað úrskurðurinn fæli í sér. „Mögulega seinkar þessi ákvörðun framkvæmdinni eitthvað. Það væru slæmar fréttir fyrir íslenskt samfélag sem stefnir að orkuskiptum en skortur á endurnýjanlegri orku er fyrirsjáanlegur á næstu árum," segir Landsvirkjun í fréttatilkynningu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir úrskurðinn koma eins og þrumu úr heiðskíru lofti og hann væri mikil vonbrigði. Strax yrði farið í það að greina stöðuna. Í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá stílfustæðinu í gærkvöldi taldi oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deilum um virkjunina væri lokið:
Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Umhverfismál Lax Stangveiði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Orkustofnun hafi átt að fara í mun nánari athugun Úskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Í ítarlegum úrskurði nefndarinnar kemur meðal annars fram að Orkustofnun hafi, í ljósi umfangs framkvæmdanna, átt að fara í mun nánari athugun á leyfinu með hliðsjón af vatnaáætlun. 15. júní 2023 19:35 Vonbrigði og slæmar fréttir fyrir íslenskt samfélag Landsvirkjun segir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, þar sem virkjunarleyfi Hvammsvikjunar er fellt úr gildi, vonbrigði. Ákvörðunin komi á óvart. 15. júní 2023 17:49 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08 Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Orkustofnun hafi átt að fara í mun nánari athugun Úskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Í ítarlegum úrskurði nefndarinnar kemur meðal annars fram að Orkustofnun hafi, í ljósi umfangs framkvæmdanna, átt að fara í mun nánari athugun á leyfinu með hliðsjón af vatnaáætlun. 15. júní 2023 19:35
Vonbrigði og slæmar fréttir fyrir íslenskt samfélag Landsvirkjun segir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, þar sem virkjunarleyfi Hvammsvikjunar er fellt úr gildi, vonbrigði. Ákvörðunin komi á óvart. 15. júní 2023 17:49
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10
Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08
Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55