Körfubolti

Ægir aftur í Garðabæinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ægir Þór Steinarsson er kominn aftur í Garðabæinn.
Ægir Þór Steinarsson er kominn aftur í Garðabæinn. vísir/vilhelm

Ægir Þór Steinarsson, landsliðsmaður í körfubolta, er genginn í raðir Stjörnunnar á nýjan leik.

Undanfarin tvö ár hefur Ægir leikið í spænsku B-deildinni, fyrst með Gipuzkoa Basket og svo Lucentum Alicante.

Ægir þekkir vel til hjá Stjörnunni en hann lék með liðinu á árunum 2018-21. Hann varð tvisvar sinnum bikarmeistari með Garðbæingum (2019 og 2020).

Ægir er uppalinn hjá Fjölni en hefur einnig leikið með KR hér á landi. Hann varð bikarmeistari með liðinu 2016. Auk áðurnefndra liða á Spáni hefur hann leikið með Penas Huesca, Miraflores og Castelló þar í landi. Ægir hefur einnig leikið með Sundsvall Dragons í Svíþjóð og Regatas Corrientes í Argentínu.

Stjarnan endaði í 8. sæti í Subway deildinni á síðasta tímabili og tapaði fyrir Val, 3-1, í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×