Lefty þögull sem gröfin um samrunann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2023 13:00 Phil Mickelson er einn þeirra kylfinga sem þáði gylliboð Sádanna um að taka þátt á LIV-mótaröðinni. Hún heyrir núna væntanlega sögunni til. getty/Rob Carr Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur ekkert viljað tjá sig um samrunann stóra í golfheiminum. Um fátt annað hefur verið rætt í golfheiminum en samruna PGA-mótaraðarinnar og DP-heimsmótaraðarinnar við Þjóðarsjóð Sádi-Arabíu (PIF) sem setti á laggirnar sína eigin golfmótaröð til höfuðs PGA í fyrra og síðan þá hafa þær eldað grátt silfur saman. LIV-mótaröðin lokkaði til sín margar af skærustu stjörnum golfheimsins, þar á meðal Mickelson. Síðan hann gekk til liðs við LIV hefur hann verið ötull talsmaður mótaraðarinnar. Daginn sem tilkynnt var um samrunann birti Mickelson færslu á Twitter þar sem hann sagði daginn vera stórkostlegan. En síðan hefur ekkert heyrst í honum varðandi samrunann. Awesome day today https://t.co/qUwVJiydym— Phil Mickelson (@PhilMickelson) June 6, 2023 Mickelson hefur leik á sínu 32. Opna bandaríska meistaramóti í dag. Fyrir það var hann skiljanlega spurður út í samrunann en vildi lítið segja. „Ég tala glaður við ykkur síðar. Ég vil bara ekki eyða orku í þetta núna í byrjun vikunnar,“ sagði Mickelson. „Við höfðum talað um að gera eitthvað en ég vil helst ekki gera það í þessari viku. Ekkert er á döfinni á næstu dögum.“ Enn liggur ekki fyrir hvað verður um LIV-mótaröðina, hvort hún leggist af eða sameinist PGA-mótaröðinni. Mickelson er fyrirliði HyFlyers, eins af tólf liðum á LIV. Hann átti fjórðungshlut í því eins og aðrir fyrirliðar liðanna á LIV. Golf Opna bandaríska LIV-mótaröðin Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Um fátt annað hefur verið rætt í golfheiminum en samruna PGA-mótaraðarinnar og DP-heimsmótaraðarinnar við Þjóðarsjóð Sádi-Arabíu (PIF) sem setti á laggirnar sína eigin golfmótaröð til höfuðs PGA í fyrra og síðan þá hafa þær eldað grátt silfur saman. LIV-mótaröðin lokkaði til sín margar af skærustu stjörnum golfheimsins, þar á meðal Mickelson. Síðan hann gekk til liðs við LIV hefur hann verið ötull talsmaður mótaraðarinnar. Daginn sem tilkynnt var um samrunann birti Mickelson færslu á Twitter þar sem hann sagði daginn vera stórkostlegan. En síðan hefur ekkert heyrst í honum varðandi samrunann. Awesome day today https://t.co/qUwVJiydym— Phil Mickelson (@PhilMickelson) June 6, 2023 Mickelson hefur leik á sínu 32. Opna bandaríska meistaramóti í dag. Fyrir það var hann skiljanlega spurður út í samrunann en vildi lítið segja. „Ég tala glaður við ykkur síðar. Ég vil bara ekki eyða orku í þetta núna í byrjun vikunnar,“ sagði Mickelson. „Við höfðum talað um að gera eitthvað en ég vil helst ekki gera það í þessari viku. Ekkert er á döfinni á næstu dögum.“ Enn liggur ekki fyrir hvað verður um LIV-mótaröðina, hvort hún leggist af eða sameinist PGA-mótaröðinni. Mickelson er fyrirliði HyFlyers, eins af tólf liðum á LIV. Hann átti fjórðungshlut í því eins og aðrir fyrirliðar liðanna á LIV.
Golf Opna bandaríska LIV-mótaröðin Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira