Eignaðist barn og skoraði rúmum hundrað dögum síðar í Bestu deildinni Jón Már Ferro skrifar 14. júní 2023 23:37 Fanndís Friðriksdóttir á ferðinni í leik með Val í sumarið 2021 áður en hún sleit krossband. VÍSIR/HAG Fanndís Friðriksdóttir átti sannkallaða draumabyrjun inn á knattspyrnuvöllinn á dögunum er hún lék sinn fyrsta leik síðan í september 2021. Fanndís sleit krossband á þar síðasta ári og við tók löng endurhæfing sem hún nýtti til barneigna. Fyrsta mars síðastliðin eignaðist hún sitt annað barn. Núna einungis 104 dögum síðar er þessi öfluga knattspyrnukona mætt aftur á völlinn. „Ég er búinn að vera með þessa dagsetningu í huga, 12. júní, í huga svolítið lengi. Þegar maður er búinn að vera frá svona lengi verður maður alltaf að hafa einhverja gulrót. Þannig ég setti mér þessa gulrót þegar ég var búinn að eiga. Að ég ætlaði að vera komin inn á völlinn þarna. Svo lengi sem allt myndi ganga vel. Ég er alveg raunsæ líka. Ég sagði við Pétur að ég gæti verið í hóp þarna og mætti spila tuttugu mínútur. Hann tók vel í það og fannst ég greinilega tilbúin til þess,“ segir Fanndís. Klippa: Fanndís Friðriksdóttir skoraði í fyrsta leiknum í tæp tvö ár Þrátt fyrir markið segir hún að sigur sé alltaf í forgangi. Mörkin hennar séu bónus. Hún viðurkennir þó að markið hafi verið léttir. „Það var mjög skemmtilegt en númer eitt, tvö og þrjú. Að skora er alltaf bónus. Þetta var ákveðinn léttir á alla vegu. Markið komið, fyrstu mínúturnar og nú er það bara áfram gakk. Líka vegna þess að ég fékk oft spurninguna hvort ég væri í alvöru að fara aftur í fótbolta. Sumu fólki finnst það mjög furðulegt. Ég get alveg ýmislegt ennþá,“ segir Fanndís. Fanndís var móðguð þegar fólk spurði hana hvort hún ætlaði virkilega að byrja aftur í fótbolta. „Ástæðan afhverju ég eignaðist annað barn var vegna þess að ég sleit krossband. Ég var að nýta tímann. Það tekur tólf mánuði að koma til baka eftir krossbandaslit og níu mánuði með barn. Þetta var fínt reiknisdæmi og það gekk svona vel upp. Ég var alveg móðguð. Mér finnst ég hafa fullt fram að færa sem góð knattspyrnukona,“ segir Fanndís. Hún segir að allt eftir fæðinguna hafi gengið frábærlega og það hafi verið forsenda þess að koma til baka svona snemma. „Þetta var svokölluð draumafæðing. Það gekk allt vel og allt í framhaldinu af því. Ég var fljót að jafna mig afþví það gekk vel. Hann er mjög góður og ég sef. Þetta skiptir allt máli. Ég lagði vinnuna á mig. Bæði á meðan ég var ólétt. Svo er ég búin að vera mjög dugleg á meðan ég var ólétt,“ segir Fanndís. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Valur Besta deild kvenna Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sjá meira
Fanndís sleit krossband á þar síðasta ári og við tók löng endurhæfing sem hún nýtti til barneigna. Fyrsta mars síðastliðin eignaðist hún sitt annað barn. Núna einungis 104 dögum síðar er þessi öfluga knattspyrnukona mætt aftur á völlinn. „Ég er búinn að vera með þessa dagsetningu í huga, 12. júní, í huga svolítið lengi. Þegar maður er búinn að vera frá svona lengi verður maður alltaf að hafa einhverja gulrót. Þannig ég setti mér þessa gulrót þegar ég var búinn að eiga. Að ég ætlaði að vera komin inn á völlinn þarna. Svo lengi sem allt myndi ganga vel. Ég er alveg raunsæ líka. Ég sagði við Pétur að ég gæti verið í hóp þarna og mætti spila tuttugu mínútur. Hann tók vel í það og fannst ég greinilega tilbúin til þess,“ segir Fanndís. Klippa: Fanndís Friðriksdóttir skoraði í fyrsta leiknum í tæp tvö ár Þrátt fyrir markið segir hún að sigur sé alltaf í forgangi. Mörkin hennar séu bónus. Hún viðurkennir þó að markið hafi verið léttir. „Það var mjög skemmtilegt en númer eitt, tvö og þrjú. Að skora er alltaf bónus. Þetta var ákveðinn léttir á alla vegu. Markið komið, fyrstu mínúturnar og nú er það bara áfram gakk. Líka vegna þess að ég fékk oft spurninguna hvort ég væri í alvöru að fara aftur í fótbolta. Sumu fólki finnst það mjög furðulegt. Ég get alveg ýmislegt ennþá,“ segir Fanndís. Fanndís var móðguð þegar fólk spurði hana hvort hún ætlaði virkilega að byrja aftur í fótbolta. „Ástæðan afhverju ég eignaðist annað barn var vegna þess að ég sleit krossband. Ég var að nýta tímann. Það tekur tólf mánuði að koma til baka eftir krossbandaslit og níu mánuði með barn. Þetta var fínt reiknisdæmi og það gekk svona vel upp. Ég var alveg móðguð. Mér finnst ég hafa fullt fram að færa sem góð knattspyrnukona,“ segir Fanndís. Hún segir að allt eftir fæðinguna hafi gengið frábærlega og það hafi verið forsenda þess að koma til baka svona snemma. „Þetta var svokölluð draumafæðing. Það gekk allt vel og allt í framhaldinu af því. Ég var fljót að jafna mig afþví það gekk vel. Hann er mjög góður og ég sef. Þetta skiptir allt máli. Ég lagði vinnuna á mig. Bæði á meðan ég var ólétt. Svo er ég búin að vera mjög dugleg á meðan ég var ólétt,“ segir Fanndís. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Valur Besta deild kvenna Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sjá meira