Lokun rækjuvinnslunnar högg af stærri gerðinni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2023 15:40 Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri Strandabyggðar. Vísir/Sigurjón Sveitarstjóri Strandabyggðar segir lokun rækjuvinnslunnar Hólmadrangs á Hólmavík högg af stærri gerðinni. Tuttugu starfsmönnum verður sagt upp. „En við erum vön ýmsu hér á Hólmavík og Strandabyggð og munum reyna að vinna úr þessari stöðu eins og hægt er með fulltrúum eigenda. En núna snýst þetta núna um að huga að starfsfólki og þeirra framtíð. Það er vert að þakka því starfsfólki fyrir góða vinnu og mikla hollustu í þeirra starfi,“ segir Þorgeir Pálsson sveitastjóri. Greint var frá lokuninni í tilkynningu frá Samherja en vinnslan var rekin af Snæfelli, dótturfélagi þess. Snæfell tók yfir rekstur rækjuvinnslunnar árið 2019 og kemur fram að rekstur Hólmadrangs hafi frá þeim tíma verið erfiður. Nam tap síðasta árs 205 milljónum samkvæmt ársreikningi en skortur á frystigeymslum og flutningskostnaður eru sögð hafa haft áhrif á reksturinn. Spurður hvort lokunin hafi verið viðbúin segir Þorgeir: „Nei, í rauninni ekki. Hitt er annað mál að markaðir hafa verið erfiðir, við sjáum það bara á vinnsludögum. En nei, ég átti ekki von á þessu, þó það séu auðvitað sveiflur í öllum rekstri,“ segir hann. Ekkert sé uppi á borði með nýtingu húss rækjuvinnslunnar í náinni framtíð. „Við erum bara að melta þessar fréttir núna,“ segir Þorgeir sem kveðst þó bjartsýnn á framhaldið. Að hans sögn lítur sumarið á Hólmavík lítur einnig mjög vel út. „Við gerum ráð fyrir verulegri traffík á tjaldsvæði sem tekur við fullt af fólki. Hér er alls konar afþreying og veitingahús, hvalaskoðun og svo framvegis. Þannig við búumst bara við mjög massívu sumri,“ segir Þorgeir að lokum. Strandabyggð Vinnumarkaður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tuttugu missa vinnuna þegar rækjuvinnsla Hólmadrangs verður stöðvuð Snæfell, sem er dótturfélag Samherja, hefur ákveðið að stöðva rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík um næstu mánaðarmót. Tuttugu starfsmönnum verður sagt upp. 14. júní 2023 14:05 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„En við erum vön ýmsu hér á Hólmavík og Strandabyggð og munum reyna að vinna úr þessari stöðu eins og hægt er með fulltrúum eigenda. En núna snýst þetta núna um að huga að starfsfólki og þeirra framtíð. Það er vert að þakka því starfsfólki fyrir góða vinnu og mikla hollustu í þeirra starfi,“ segir Þorgeir Pálsson sveitastjóri. Greint var frá lokuninni í tilkynningu frá Samherja en vinnslan var rekin af Snæfelli, dótturfélagi þess. Snæfell tók yfir rekstur rækjuvinnslunnar árið 2019 og kemur fram að rekstur Hólmadrangs hafi frá þeim tíma verið erfiður. Nam tap síðasta árs 205 milljónum samkvæmt ársreikningi en skortur á frystigeymslum og flutningskostnaður eru sögð hafa haft áhrif á reksturinn. Spurður hvort lokunin hafi verið viðbúin segir Þorgeir: „Nei, í rauninni ekki. Hitt er annað mál að markaðir hafa verið erfiðir, við sjáum það bara á vinnsludögum. En nei, ég átti ekki von á þessu, þó það séu auðvitað sveiflur í öllum rekstri,“ segir hann. Ekkert sé uppi á borði með nýtingu húss rækjuvinnslunnar í náinni framtíð. „Við erum bara að melta þessar fréttir núna,“ segir Þorgeir sem kveðst þó bjartsýnn á framhaldið. Að hans sögn lítur sumarið á Hólmavík lítur einnig mjög vel út. „Við gerum ráð fyrir verulegri traffík á tjaldsvæði sem tekur við fullt af fólki. Hér er alls konar afþreying og veitingahús, hvalaskoðun og svo framvegis. Þannig við búumst bara við mjög massívu sumri,“ segir Þorgeir að lokum.
Strandabyggð Vinnumarkaður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tuttugu missa vinnuna þegar rækjuvinnsla Hólmadrangs verður stöðvuð Snæfell, sem er dótturfélag Samherja, hefur ákveðið að stöðva rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík um næstu mánaðarmót. Tuttugu starfsmönnum verður sagt upp. 14. júní 2023 14:05 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Tuttugu missa vinnuna þegar rækjuvinnsla Hólmadrangs verður stöðvuð Snæfell, sem er dótturfélag Samherja, hefur ákveðið að stöðva rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík um næstu mánaðarmót. Tuttugu starfsmönnum verður sagt upp. 14. júní 2023 14:05