Kaupmáttur ráðstöfunartekna dregist saman Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júní 2023 09:57 Kaupmáttur ráðstöfunartekna dróst saman á fyrsta ársfjórðungi um 4,8 prósent. Vísir/Vilhelm Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hefur dregist saman um 4,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi að teknu tilliti til verðlagsþróunar. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um tíu prósent á sama tímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Eftir mikla kaupmáttaraukningu 2022 hefur kaupmáttur rýrnað mikið á þessu ári.Hagstofan Þar segir að áætlað sé að ráðstöfunartekjur heimilageirans hafi aukist um 8,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2023 í samanburði við sama tímabil fyrra árs. Ráðstöfunartekjur á mann numu rúmlega 1,26 milljónum króna á ársfjórðungnum og jukust um 4,7 prósent frá sama tímabili í fyrra. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hafi dregist saman um 4,8 prósent á tímabilinu. Hér má sjá hvernig ráðstofunartekjur á mann hafa þróast síðan 2016.Hagstofan Launatekjur vegi þyngst í heildartekjum heimilanna Einnig kemur fram í tilkynningunni að heildartekjur heimilanna hafi aukist um 11,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2023 samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Sá liður sem vegur hvað þyngst í aukningu heildartekna er launatekjur en þær jukust um 13,4 prósent frá sama ársfjórðungi á síðasta ári. Áætlað er að eignatekjur hafi aukist um 12 prósent frá sama ársfjórðungi í fyrra en áætlað er að vaxtatekjur hafi aukist um 61,8 prósent á tímabilinu. Lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur jukust um 6,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2023 samanborið við fyrsta ársfjórðung árið 2022. Hækkun lífeyristekna um 18,3 prósent er sá liður sem vegur hvað þyngst í hækkuninni. Heildargjöld heimilanna aukist meira en heildartekjur Áætlað er að heildargjöld heimilanna hafi aukist um 15,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2023 samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Skattgreiðslur jukust um 7,7 prósent frá sama ársfjórðungi í fyrra og er áætlað að tryggingagjöld hafi aukist um 14,3 prósent á tímabilinu. Eignagjöld jukust um 58 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2023 samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Þar af jukust vaxtagjöld um 60 prósent sem einkum skýrist af mikilli hækkun vaxta. Þessar niðurstöður Hagstofunnar eru einungis bráðabirgðaniðurstöður en það munu birtast endurskoðaðar þegar endanlegri upplýsingar, meðal annars úr skattframtölum fyrirtækja og einstaklinga, liggja fyrir. Íslenska krónan Kjaramál Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Eftir mikla kaupmáttaraukningu 2022 hefur kaupmáttur rýrnað mikið á þessu ári.Hagstofan Þar segir að áætlað sé að ráðstöfunartekjur heimilageirans hafi aukist um 8,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2023 í samanburði við sama tímabil fyrra árs. Ráðstöfunartekjur á mann numu rúmlega 1,26 milljónum króna á ársfjórðungnum og jukust um 4,7 prósent frá sama tímabili í fyrra. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hafi dregist saman um 4,8 prósent á tímabilinu. Hér má sjá hvernig ráðstofunartekjur á mann hafa þróast síðan 2016.Hagstofan Launatekjur vegi þyngst í heildartekjum heimilanna Einnig kemur fram í tilkynningunni að heildartekjur heimilanna hafi aukist um 11,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2023 samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Sá liður sem vegur hvað þyngst í aukningu heildartekna er launatekjur en þær jukust um 13,4 prósent frá sama ársfjórðungi á síðasta ári. Áætlað er að eignatekjur hafi aukist um 12 prósent frá sama ársfjórðungi í fyrra en áætlað er að vaxtatekjur hafi aukist um 61,8 prósent á tímabilinu. Lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur jukust um 6,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2023 samanborið við fyrsta ársfjórðung árið 2022. Hækkun lífeyristekna um 18,3 prósent er sá liður sem vegur hvað þyngst í hækkuninni. Heildargjöld heimilanna aukist meira en heildartekjur Áætlað er að heildargjöld heimilanna hafi aukist um 15,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2023 samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Skattgreiðslur jukust um 7,7 prósent frá sama ársfjórðungi í fyrra og er áætlað að tryggingagjöld hafi aukist um 14,3 prósent á tímabilinu. Eignagjöld jukust um 58 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2023 samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Þar af jukust vaxtagjöld um 60 prósent sem einkum skýrist af mikilli hækkun vaxta. Þessar niðurstöður Hagstofunnar eru einungis bráðabirgðaniðurstöður en það munu birtast endurskoðaðar þegar endanlegri upplýsingar, meðal annars úr skattframtölum fyrirtækja og einstaklinga, liggja fyrir.
Íslenska krónan Kjaramál Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira