Fox hótar Carlson lögsókn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. júní 2023 23:02 Tucker Carlson var sagt upp hjá Fox News í apríl. AP Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. Í frétt AP kemur fram að Tucker Carlson hafi verið sagt upp hjá Fox í lok apríl síðastliðins, nokkrum dögum eftir að fréttamiðillinn samþykkti að greiða fyrirtækinu Dominion, sem framleiðir kosningavélar, 107 milljarða króna í skaðabætur vegna meiðyrða. Fox hafði haldið því fram að kosningavélar Dominion væru stilltar til þess að vinna gegn Trump í forsetakosningunum 2020. Dominion beið mikinn skaða af, að sögn forsvarsmanna. Í dómsskjölum kom fram að Carlson hafi talað illa um Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í skilaboðum og tölvupóstum til vina og samstarfsmanna. Til að mynda sagðist hann á tímapunkti hata hann út af lífinu. Eftir brotthvarf hans frá Fox hóf Carlson að birta þætti á samfélagsmiðlinum Twitter sem heita Tucker on Twitter. Þar viðrar hann þá skoðun að honum finnist Twitter eini eftirstandandi vefmiðillinn þar sem tjáningarfrelsi er við lýði auk þess sem hann fordæmir fréttamiðla. Í kjölfar birtingar þáttanna hafa lögmenn Fox News sakað Carlson um brot á samningi hans við miðilinn, sem rennur út árið 2025. Í samningnum eru strangar reglur um framkomu Carlson í öðrum fjölmiðlum. Fox News hefur nú hótað að lögsækja Carlson vegna Twitter-þáttanna. Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þáttastjórnandi sem Fox losaði sig við færir sig yfir á Twitter Fjarhægrisinnaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson sem Fox News-sjónvarpsstöðin rak nýlega tilkynnti að hann ætlaði að byrja með nýjan þátt á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Carlson lýsir Twitter sem síðasta vígi málfrelsisins. 9. maí 2023 21:38 Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. 27. apríl 2023 07:19 Sagðir hafa ráðið sama lögmanninn Fjölmiðlamennirnir Tucker Carlson og Don Lemon eiga það sameiginlegt að hafa báðir misst vinnuna í gær. Carlson hætti hjá Fox News og Lemon var rekinn frá CNN. Það er þó ekki það eina sem þeir eiga sameiginlegt því þeir eru sagðir hafa báðir ráðið sama stjörnulögmanninn til að hjálpa sér vegna starfslokanna. 25. apríl 2023 18:27 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Í frétt AP kemur fram að Tucker Carlson hafi verið sagt upp hjá Fox í lok apríl síðastliðins, nokkrum dögum eftir að fréttamiðillinn samþykkti að greiða fyrirtækinu Dominion, sem framleiðir kosningavélar, 107 milljarða króna í skaðabætur vegna meiðyrða. Fox hafði haldið því fram að kosningavélar Dominion væru stilltar til þess að vinna gegn Trump í forsetakosningunum 2020. Dominion beið mikinn skaða af, að sögn forsvarsmanna. Í dómsskjölum kom fram að Carlson hafi talað illa um Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í skilaboðum og tölvupóstum til vina og samstarfsmanna. Til að mynda sagðist hann á tímapunkti hata hann út af lífinu. Eftir brotthvarf hans frá Fox hóf Carlson að birta þætti á samfélagsmiðlinum Twitter sem heita Tucker on Twitter. Þar viðrar hann þá skoðun að honum finnist Twitter eini eftirstandandi vefmiðillinn þar sem tjáningarfrelsi er við lýði auk þess sem hann fordæmir fréttamiðla. Í kjölfar birtingar þáttanna hafa lögmenn Fox News sakað Carlson um brot á samningi hans við miðilinn, sem rennur út árið 2025. Í samningnum eru strangar reglur um framkomu Carlson í öðrum fjölmiðlum. Fox News hefur nú hótað að lögsækja Carlson vegna Twitter-þáttanna.
Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þáttastjórnandi sem Fox losaði sig við færir sig yfir á Twitter Fjarhægrisinnaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson sem Fox News-sjónvarpsstöðin rak nýlega tilkynnti að hann ætlaði að byrja með nýjan þátt á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Carlson lýsir Twitter sem síðasta vígi málfrelsisins. 9. maí 2023 21:38 Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. 27. apríl 2023 07:19 Sagðir hafa ráðið sama lögmanninn Fjölmiðlamennirnir Tucker Carlson og Don Lemon eiga það sameiginlegt að hafa báðir misst vinnuna í gær. Carlson hætti hjá Fox News og Lemon var rekinn frá CNN. Það er þó ekki það eina sem þeir eiga sameiginlegt því þeir eru sagðir hafa báðir ráðið sama stjörnulögmanninn til að hjálpa sér vegna starfslokanna. 25. apríl 2023 18:27 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Þáttastjórnandi sem Fox losaði sig við færir sig yfir á Twitter Fjarhægrisinnaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson sem Fox News-sjónvarpsstöðin rak nýlega tilkynnti að hann ætlaði að byrja með nýjan þátt á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Carlson lýsir Twitter sem síðasta vígi málfrelsisins. 9. maí 2023 21:38
Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. 27. apríl 2023 07:19
Sagðir hafa ráðið sama lögmanninn Fjölmiðlamennirnir Tucker Carlson og Don Lemon eiga það sameiginlegt að hafa báðir misst vinnuna í gær. Carlson hætti hjá Fox News og Lemon var rekinn frá CNN. Það er þó ekki það eina sem þeir eiga sameiginlegt því þeir eru sagðir hafa báðir ráðið sama stjörnulögmanninn til að hjálpa sér vegna starfslokanna. 25. apríl 2023 18:27