Orkan úr Hvammsvirkjun fari ekki í rafmyntagröft Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júní 2023 14:41 Hörður segir stefnu Landsvirkjunar skýra þegar kemur að rafmyntagreftri. Egill Aðalsteinsson Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að aldrei verði byggð virkjun fyrir rafmyntagröft. Rafmyntafyrirtæki hafi aðeins fengið afgangsorku og engin ný séu að koma inn á markaðinn. „Það hefur aldrei verið byggð virkjun fyrir rafmyntagröft og Landsvirkjun mun aldrei byggja virkjun fyrir rafmyntagröft. Orkan úr Hvammsvirkjun verður nýtt í mikla eftirspurn sem við sjáum í samfélaginu,“ segir Hörður. Stefna Landsvirkjunar sé skýr hvað þetta varðar. Snæbjörn Guðmundsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða, hefur sagt málflutning Landsvirkjunar loðinn. Það er að Hörður hafi haldið því fram að Landsvirkjun byggi ekki virkjanir fyrir rafmyntagröft en síðan sagt að gagnaver muni fá orku úr óbyggðri Hvammsvirkjun. Samkvæmt norskri greiningu fari um 85 prósent orku gagnaveranna í að grafa eftir rafmyntinni bitcoin. Hörður staðfestir að orkan úr Hvammsvirkjun verði ekki nýtt til rafmyntagraftar. Rafmyntafyrirtækin hafi fengið að nota orku sem annars hefði gufað upp í kerfinu. „Rafmyntafyrirtæki fengu afgangsorku í kerfinu sem myndaðist þegar stórnotendur voru ekki að fullnýta samninga. Þau hafa aldrei verið hluti af framtíðarviðskiptavinum Landsvirkjunar,“ segir Hörður. Gröftur AtNorth fasaður út hratt Þá bendir hann á að hinar norsku tölur séu ekki alveg nýjar og verið sé að fasa út gröftinn. „Þessi þrjú gagnaver sem eru hérna eru smám saman að fara út úr þessum rafmyntagreftri og þau fá ekki framlengingu á forgangsorku frá okkur,“ segir hann. Besta dæmið um þetta sé hjá gagnaverinu Verne þar sem greftri hefur veri hætt. Gagnaver sem séu alfarið komin yfir í fjölþætta reiknifreka starfsemi séu eftirsóttir viðskiptavinir. Það taki hins vegar tíma að byggja upp fjölþætta erlenda viðskiptavini. Dæmi um þetta er nýopnað gagnaver AtNorth á Norðurlandi. Að sögn Harðar er það gagnaver með rafmyntagröft til þess að ná stórnotendaviðmiðum upp á flutningstaxta. En það verður fasað út hratt. „Fyrir norðan er orka laus. Það er eingöngu verið að nýta orku sem annars hefði verið ónotuð,“ segir Hörður. Dregur yfirlýsingu Bit Digital í efa Aðspurður um yfirlýst aukin umsvif rafmyntafyrirtækisins Bit Digital segist Hörður efast um að þau séu sönn. Fyrirtækið fái að minnsta kosti ekki orku frá Landsvirkjun. „Það eru engir nýir aðilar að koma inn á markaðinn,“ segir hann. Að sögn Harðar er skýr forgangsröðun orkusölu hjá Landsvirkjun. Númer eitt sé að styðja við orkuskiptin og almennan vöxt í hagkerfinu. Síðan að styðja við núverandi viðskiptavini og fjölbreyttan grænan iðnað, svo sem matvælaiðnað, laxeldi, gróðurhús og gagnaver sem eru ekki í rafmyntagreftri. Landsvirkjun selur ekki rafmyntagröft, nýja stóriðju eða til útlanda að svo komnu máli. Orkumál Umhverfismál Landsvirkjun Rafmyntir Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. 19. maí 2023 14:59 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Sjá meira
„Það hefur aldrei verið byggð virkjun fyrir rafmyntagröft og Landsvirkjun mun aldrei byggja virkjun fyrir rafmyntagröft. Orkan úr Hvammsvirkjun verður nýtt í mikla eftirspurn sem við sjáum í samfélaginu,“ segir Hörður. Stefna Landsvirkjunar sé skýr hvað þetta varðar. Snæbjörn Guðmundsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða, hefur sagt málflutning Landsvirkjunar loðinn. Það er að Hörður hafi haldið því fram að Landsvirkjun byggi ekki virkjanir fyrir rafmyntagröft en síðan sagt að gagnaver muni fá orku úr óbyggðri Hvammsvirkjun. Samkvæmt norskri greiningu fari um 85 prósent orku gagnaveranna í að grafa eftir rafmyntinni bitcoin. Hörður staðfestir að orkan úr Hvammsvirkjun verði ekki nýtt til rafmyntagraftar. Rafmyntafyrirtækin hafi fengið að nota orku sem annars hefði gufað upp í kerfinu. „Rafmyntafyrirtæki fengu afgangsorku í kerfinu sem myndaðist þegar stórnotendur voru ekki að fullnýta samninga. Þau hafa aldrei verið hluti af framtíðarviðskiptavinum Landsvirkjunar,“ segir Hörður. Gröftur AtNorth fasaður út hratt Þá bendir hann á að hinar norsku tölur séu ekki alveg nýjar og verið sé að fasa út gröftinn. „Þessi þrjú gagnaver sem eru hérna eru smám saman að fara út úr þessum rafmyntagreftri og þau fá ekki framlengingu á forgangsorku frá okkur,“ segir hann. Besta dæmið um þetta sé hjá gagnaverinu Verne þar sem greftri hefur veri hætt. Gagnaver sem séu alfarið komin yfir í fjölþætta reiknifreka starfsemi séu eftirsóttir viðskiptavinir. Það taki hins vegar tíma að byggja upp fjölþætta erlenda viðskiptavini. Dæmi um þetta er nýopnað gagnaver AtNorth á Norðurlandi. Að sögn Harðar er það gagnaver með rafmyntagröft til þess að ná stórnotendaviðmiðum upp á flutningstaxta. En það verður fasað út hratt. „Fyrir norðan er orka laus. Það er eingöngu verið að nýta orku sem annars hefði verið ónotuð,“ segir Hörður. Dregur yfirlýsingu Bit Digital í efa Aðspurður um yfirlýst aukin umsvif rafmyntafyrirtækisins Bit Digital segist Hörður efast um að þau séu sönn. Fyrirtækið fái að minnsta kosti ekki orku frá Landsvirkjun. „Það eru engir nýir aðilar að koma inn á markaðinn,“ segir hann. Að sögn Harðar er skýr forgangsröðun orkusölu hjá Landsvirkjun. Númer eitt sé að styðja við orkuskiptin og almennan vöxt í hagkerfinu. Síðan að styðja við núverandi viðskiptavini og fjölbreyttan grænan iðnað, svo sem matvælaiðnað, laxeldi, gróðurhús og gagnaver sem eru ekki í rafmyntagreftri. Landsvirkjun selur ekki rafmyntagröft, nýja stóriðju eða til útlanda að svo komnu máli.
Orkumál Umhverfismál Landsvirkjun Rafmyntir Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. 19. maí 2023 14:59 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Sjá meira
Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. 19. maí 2023 14:59