Maður sem hljóp inn á völlinn kom í veg fyrir sæti í efstu deild Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júní 2023 12:01 Lucas Buades lenti illa í því þegar stuðningsmaður Bordeaux hljóp inn á völlinn. Vísir/Getty Franska knattspyrnuliðið Bordeaux missir af sæti í efstu deild eftir að stuðningsmaður liðsins hljóp inn á völlinn og hrinti markaskorara andstæðinga þeirra. Bordeaux tók á móti Rodez í lokaumferð frönsku B-deildarinnar þann 2. júní síðastliðinn. Bordeaux var í harðri baráttu við Metz um 2. sæti deildarinnar sem gefur sæti í efstu deild. Liðið þurfti að ná betri úrslitum úr leik sínum gegn Rodez en Metz gegn SC Bastia til að tryggja sér sæti í efstu deild. Á sama tíma þurfti Rodez á sigri að halda til að tryggja áframhaldandi veru í B-deildinni. Það voru gestirnir í Rodez sem tóku forystuna þegar Lucas Buades kom boltanum í netið á 22. mínútu leiksins. Eins og gefur að skilja tóku stuðningsmenn Bordeaux ekki sérlega vel í það og einhverjir virðast hafa gengið of langt í reiði sinni. Einn stuðningsmanna Bordeaux hljóp inn á völlinn og hrinti markasoraranum til jarðar. Buades var í kjölfarið borinn af velli á sjúkrabörum og dómari leiksins flautaði leikinn af og bar fyrir sig að leikmaðurinn hafi fengið heilahristing við árásina. Bordeaux have been denied promotion after a loss was awarded for this pitch invasion ❌The June 2 game was abandoned when Rodez scorer Lucas Buades was pushed over!The penalty means Bordeaux finish third, while Rodez avoid relegation.🎥: Stadito / TikTok#OptusSport pic.twitter.com/89S7yimY3i— Optus Sport (@OptusSport) June 13, 2023 Franska knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að dæma Rodez 1-0 sigur í leiknum og liðið heldur því sæti sínu í B-deildinni á kostnað FC Annecy sem fellur í C-deildina. Það sem meira er, Bordeaux missir af sæti í frönsku úrvalsdeildinni og stig verður dregið af þeim fyrir næsta tímabil. Þá þarf félagið einnig að loka hluta stúkunnar á velli sínum í næstu fjórum leikjum. Forráðamenn Bordeaux hafa þó sagst ætla að áfrýja ákvörðuninni til frönsku Ólympíunefndarinnar. Franski boltinn Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Bordeaux tók á móti Rodez í lokaumferð frönsku B-deildarinnar þann 2. júní síðastliðinn. Bordeaux var í harðri baráttu við Metz um 2. sæti deildarinnar sem gefur sæti í efstu deild. Liðið þurfti að ná betri úrslitum úr leik sínum gegn Rodez en Metz gegn SC Bastia til að tryggja sér sæti í efstu deild. Á sama tíma þurfti Rodez á sigri að halda til að tryggja áframhaldandi veru í B-deildinni. Það voru gestirnir í Rodez sem tóku forystuna þegar Lucas Buades kom boltanum í netið á 22. mínútu leiksins. Eins og gefur að skilja tóku stuðningsmenn Bordeaux ekki sérlega vel í það og einhverjir virðast hafa gengið of langt í reiði sinni. Einn stuðningsmanna Bordeaux hljóp inn á völlinn og hrinti markasoraranum til jarðar. Buades var í kjölfarið borinn af velli á sjúkrabörum og dómari leiksins flautaði leikinn af og bar fyrir sig að leikmaðurinn hafi fengið heilahristing við árásina. Bordeaux have been denied promotion after a loss was awarded for this pitch invasion ❌The June 2 game was abandoned when Rodez scorer Lucas Buades was pushed over!The penalty means Bordeaux finish third, while Rodez avoid relegation.🎥: Stadito / TikTok#OptusSport pic.twitter.com/89S7yimY3i— Optus Sport (@OptusSport) June 13, 2023 Franska knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að dæma Rodez 1-0 sigur í leiknum og liðið heldur því sæti sínu í B-deildinni á kostnað FC Annecy sem fellur í C-deildina. Það sem meira er, Bordeaux missir af sæti í frönsku úrvalsdeildinni og stig verður dregið af þeim fyrir næsta tímabil. Þá þarf félagið einnig að loka hluta stúkunnar á velli sínum í næstu fjórum leikjum. Forráðamenn Bordeaux hafa þó sagst ætla að áfrýja ákvörðuninni til frönsku Ólympíunefndarinnar.
Franski boltinn Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira