Framkvæmdir hefjast við nýja flutningsæð við Hellisheiðarvirkjun Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2023 07:19 Núverandi flutningslagnir þar sem þær liggja til norðurs í steyptan stokk undir Suðurlandsveg. Nýja lögnin verður lögð vestan við þær í sama stokk (hvítskyggt svæði). ON/Mannvit Framkvæmdir eru að hefjast við nýja 4.450 metra langa flutningsæð fyrir gufu frá Hverahlíð til Hellisheiðarvirkjunar í Sveitarfélaginu Ölfusi. Markmiðið er að nýta fyrirliggjandi borholur við Hverahlíð til að afla uppbótargufu og skiljuvatns til rafmagns- og hitaveituframleiðslu fyrir Hellisheiðarvirkjun. Í tilkynningu segir að jafnframt sé gert ráð fyrir þeim möguleika til framtíðar að tengja borholur sem verða boraðar síðar. Þar segir ennfremur að Orka náttúrunnar hafi hefur samið við Héðinn hf. um þessar gerð framkvæmdanna, sem fela í sér alla nauðsynlega jarðvinnu, pípulagnavinnu, raflagnavinnu og byggingarvinnu. „Nýja veitulögnin, Hverahlíðarlögn II, mun liggja við hlið fyrirliggjandi skiljuvatns- og gufuaðveitulagna frá Hverahlíð til Hellisheiðarvirkjunar. Hún mun að mestu vera lögð ofanjarðar en einnig í fyrirliggjandi steypta stokka í gegnum ás sunnan þjóðvegar og undir Suðurlandsveg. Framkvæmdin verður að mestu á þegar röskuðum svæðum en heildarlengd nýrra vegslóða verður um 1,8 km. Áætlað flatarmál óraskaðra svæða sem munu raskast vegna framkvæmdarinnar er 10.800 fermetrar sunnan Suðurlandsvegar og 5.400 fermetrar norðan vegar. Áhersla verður lögð á góðan frágang og endurheimt raskaðra svæða. Hverahlíðarlögn II verður, líkt og núverandi gufuaðveituæð, einn metri að þvermáli og á steyptum undirstöðum,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Rögnvaldi Einarssyni, framkvæmdastjóra Héðins, að fimmtán metra löng rör verði notuð í lögnina, en það geri um þrjú hundruð stykki af þessum stóru rörum. „Hver samskeyti eru hringsoðin á staðnum sem þýðir að okkar fólk verður búið að sjóða um það bill einn kílómetra í verklok,“ segir Rögnvaldur. Ölfus Jarðhiti Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Í tilkynningu segir að jafnframt sé gert ráð fyrir þeim möguleika til framtíðar að tengja borholur sem verða boraðar síðar. Þar segir ennfremur að Orka náttúrunnar hafi hefur samið við Héðinn hf. um þessar gerð framkvæmdanna, sem fela í sér alla nauðsynlega jarðvinnu, pípulagnavinnu, raflagnavinnu og byggingarvinnu. „Nýja veitulögnin, Hverahlíðarlögn II, mun liggja við hlið fyrirliggjandi skiljuvatns- og gufuaðveitulagna frá Hverahlíð til Hellisheiðarvirkjunar. Hún mun að mestu vera lögð ofanjarðar en einnig í fyrirliggjandi steypta stokka í gegnum ás sunnan þjóðvegar og undir Suðurlandsveg. Framkvæmdin verður að mestu á þegar röskuðum svæðum en heildarlengd nýrra vegslóða verður um 1,8 km. Áætlað flatarmál óraskaðra svæða sem munu raskast vegna framkvæmdarinnar er 10.800 fermetrar sunnan Suðurlandsvegar og 5.400 fermetrar norðan vegar. Áhersla verður lögð á góðan frágang og endurheimt raskaðra svæða. Hverahlíðarlögn II verður, líkt og núverandi gufuaðveituæð, einn metri að þvermáli og á steyptum undirstöðum,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Rögnvaldi Einarssyni, framkvæmdastjóra Héðins, að fimmtán metra löng rör verði notuð í lögnina, en það geri um þrjú hundruð stykki af þessum stóru rörum. „Hver samskeyti eru hringsoðin á staðnum sem þýðir að okkar fólk verður búið að sjóða um það bill einn kílómetra í verklok,“ segir Rögnvaldur.
Ölfus Jarðhiti Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira