„Ég þurfti að gefa brjóst í hálfleik“ Jón Már Ferro skrifar 12. júní 2023 21:54 Fanndís segist stolt af sjálfri sér eftir að spila sinn fyrsta leik í tæp tvö ár. Vísir/Hulda Margrét Fanndís Friðriksdóttir spilaði sinn fyrsta leik, fyrir Val í kvöld, síðan 10. september 2021. Síðan þá hefur hún slitið krossbönd og eignast sitt annað barn. Hún gerði sér lítið fyrir og skoraði mark eftir að hafa komið inn á sem varamaður gegn Tindastól í Bestu deild kvenna. „Tilfinningarnar eru mjög góðar. Þetta var leikurinn sem ég var búinn að vera með í huga síðan fyrsta 1. mars þegar ég eignaðist annað barnið mitt. Þetta var mjög sætt og ég er virkilega stolt af sjálfri mér,“ segir Fanndís. Þrátt fyrir að það sé langur tími liðin frá síðasta leik Fanndísar hefur hún ekki setið aðgerðarlaus. „Tíminn er búinn að vera furðu fljótur að líða þannig lagað. Þetta gekk allt ótrúlega vel. Það hjálpaði mér að ég varð ólétt. Þá gat ég gleymt mér í öðru en ég var ekkert búinn að vera með hugann við það. Ég ætlaði mér bara aftur í fótbolta,“ segir Fanndís. Eftir að hún sleit krossbönd nýtti hún tímann vel og var alltaf staðráðin í að snúa til baka á völlinn. „Ég sleit krossband mjög stuttu eftir að ég eignaðist fyrra barnið mitt. Ég held ég hafi aldrei orðið jafn móðguð þegar fólk spurði mig hvort ég ætlaði aftur í fótbolta. Ég sagði alltaf já! Þannig nei. Það kom aldrei neitt annað til greina,“ segir Fanndís. Fanndís Friðriksdóttir skoraði á sínum tíma 17 mörk fyrir íslenska landsliðið. Hún á að baki 109 landsleiki en síðast spilaði hún gegn úkraínu 10. mars 2020 fyrir landsliðið.Vísir/Getty Eðlilega er hún þreytt eftir fyrsta leikinn en vonandi spilar Fanndís meira á tímabilinu því fáar knattspyrnukonur á Íslandi eru skemmtilegri á vellinum. „Ég er stíf hér og þar vegna þess að álagið er að verða meira. Það var langt síðan ég var í fótbolta. Ég er bara að njóta þess að vera í fótbolta. Svo sjáum við bara hvað gerist,“ segir Fanndís. Það er ekki auðvelt verkefni að púsla saman fótboltanum samhliða því að vera nýbökuð móðir. „Þetta er mjög mikil vinna og mjög erfitt. Svo gleymir maður þessu öllu núna. En já þetta er mjög mikil vinna og mikið púsluspil. Ég þurfti að gefa brjóst í hálfleik. Það er allskonar bras sem fylgir þessu. Þú mætir ekki bara í leik og hugsar um sjálfan þig,“ segir Fanndís. Besta deild kvenna Valur Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira
„Tilfinningarnar eru mjög góðar. Þetta var leikurinn sem ég var búinn að vera með í huga síðan fyrsta 1. mars þegar ég eignaðist annað barnið mitt. Þetta var mjög sætt og ég er virkilega stolt af sjálfri mér,“ segir Fanndís. Þrátt fyrir að það sé langur tími liðin frá síðasta leik Fanndísar hefur hún ekki setið aðgerðarlaus. „Tíminn er búinn að vera furðu fljótur að líða þannig lagað. Þetta gekk allt ótrúlega vel. Það hjálpaði mér að ég varð ólétt. Þá gat ég gleymt mér í öðru en ég var ekkert búinn að vera með hugann við það. Ég ætlaði mér bara aftur í fótbolta,“ segir Fanndís. Eftir að hún sleit krossbönd nýtti hún tímann vel og var alltaf staðráðin í að snúa til baka á völlinn. „Ég sleit krossband mjög stuttu eftir að ég eignaðist fyrra barnið mitt. Ég held ég hafi aldrei orðið jafn móðguð þegar fólk spurði mig hvort ég ætlaði aftur í fótbolta. Ég sagði alltaf já! Þannig nei. Það kom aldrei neitt annað til greina,“ segir Fanndís. Fanndís Friðriksdóttir skoraði á sínum tíma 17 mörk fyrir íslenska landsliðið. Hún á að baki 109 landsleiki en síðast spilaði hún gegn úkraínu 10. mars 2020 fyrir landsliðið.Vísir/Getty Eðlilega er hún þreytt eftir fyrsta leikinn en vonandi spilar Fanndís meira á tímabilinu því fáar knattspyrnukonur á Íslandi eru skemmtilegri á vellinum. „Ég er stíf hér og þar vegna þess að álagið er að verða meira. Það var langt síðan ég var í fótbolta. Ég er bara að njóta þess að vera í fótbolta. Svo sjáum við bara hvað gerist,“ segir Fanndís. Það er ekki auðvelt verkefni að púsla saman fótboltanum samhliða því að vera nýbökuð móðir. „Þetta er mjög mikil vinna og mjög erfitt. Svo gleymir maður þessu öllu núna. En já þetta er mjög mikil vinna og mikið púsluspil. Ég þurfti að gefa brjóst í hálfleik. Það er allskonar bras sem fylgir þessu. Þú mætir ekki bara í leik og hugsar um sjálfan þig,“ segir Fanndís.
Besta deild kvenna Valur Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira