Flutt inn í smáhýsin í Laugardal á næstu dögum Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júní 2023 11:49 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að mörg handtök þurfi til að koma hýsunum í gagnið. Vísir/Arnar/Vilhelm Búið er að úthluta fimm smáhýsum í Laugardal til heimilislausra í Reykjavík. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir þann langa tíma sem húsin stóðu auð en formaður velferðarráðs segir það hafa tekið eðlilegan tíma að úthluta hýsunum. Smáhýsi sem reist voru fyrr á árinu við Suðurlandsbraut í Reykjavík hafa staðið auð síðan undir lok febrúar. Fyrir helgi var þeim úthlutað til fimm heimilislausra einstaklinga sem fá tilkynningu um nýja húsnæðið þeirra seinna í vikunni. Smáhýsin hafa verið í deiglunni síðustu daga þar sem heimilislausum fannst tíminn sem leið frá því að þau voru reist og þar til þau voru orðin íbúðarhæf ansi langur. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir það vera ansi ánægjulegt að geta afhent fólki hýsin og segist skilja það að fólk hafi verið orðið ansi óþreyjufullt þrátt fyrir að hún telji að þetta hafi allt tekið ansi eðlilegan tíma. „Ég skil vel að fólk sé óþreyjufullt, það erum við öll. Það verður ótrúlega gaman að sjá einhvern flytja þarna inn og vonandi eignast nýtt tækifæri til að eiga heimili,“ segir Heiða Björg. Fimm einstaklingar munu flytja inn í hýsin og fækkar þá á fimmtíu manna biðlista borgarinnar yfir fólk án heimilis. Heiða segir áhugann á hýsunum í Laugardal hafa verið frekar mikinn. „Við höfum ekki oft fundið fyrir svona miklum áhuga á ákveðinni staðsetningu sem sannfærir okkur um að þessi staðsetning er góð og hugnast fólki sem er í þessari stöðu. Þannig við erum mjög spennt að sjá hvernig þetta gengur. Frá áramótum höfum við úthlutað fjórtán manns. Þannig núna bætast þessir fimm við. Það hefur aðeins fækkað á biðlistanum og við sjáum það líka sem ákveðinn árangur. En auðvitað er fimmtíu mikið. Fimmtíu manns sem bíða eftir húsnæði er fimmtíu manns of mikið,“ segir Heiða Björg. Á dagskrá borgarinnar er að reisa enn fleiri hýsi. „Það er komin staðsetning fyrir öll húsin og vel yfir helmingur þeirra er nú þegar risin og verið flutt inn í þau. Það gengur bara býsna vel. Þau eru dreifð um borgina. Kannski á minna áberandi stöðum en akkúrat þessi hús sem eru á frekar fjölförnum stað. En það er mismunandi sem hentar hverjum. Það eru hús bæði í austurhluta borgarinnar, vesturhluta og í kringum Laugardalinn. Önnur hús sem hafa gengið bara prýðilega,“ segir Heiða Björg. Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Þjónusta við íbúa félagslegs húsnæðis í borginni „eitthvað sem þarf að laga algjörlega“ Borgarfulltrúi Sósíalista segir ljóst að þjónusta við íbúa í húsnæðisúrræðum á vegum Reykjavíkurborgar sé langt frá því að vera viðunandi. Hún undrast hátt leiguverð sem þjónustunotendur eru rukkaðir um og hyggst knýja á um úrbætur. 15. febrúar 2023 08:00 Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Smáhýsi sem reist voru fyrr á árinu við Suðurlandsbraut í Reykjavík hafa staðið auð síðan undir lok febrúar. Fyrir helgi var þeim úthlutað til fimm heimilislausra einstaklinga sem fá tilkynningu um nýja húsnæðið þeirra seinna í vikunni. Smáhýsin hafa verið í deiglunni síðustu daga þar sem heimilislausum fannst tíminn sem leið frá því að þau voru reist og þar til þau voru orðin íbúðarhæf ansi langur. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir það vera ansi ánægjulegt að geta afhent fólki hýsin og segist skilja það að fólk hafi verið orðið ansi óþreyjufullt þrátt fyrir að hún telji að þetta hafi allt tekið ansi eðlilegan tíma. „Ég skil vel að fólk sé óþreyjufullt, það erum við öll. Það verður ótrúlega gaman að sjá einhvern flytja þarna inn og vonandi eignast nýtt tækifæri til að eiga heimili,“ segir Heiða Björg. Fimm einstaklingar munu flytja inn í hýsin og fækkar þá á fimmtíu manna biðlista borgarinnar yfir fólk án heimilis. Heiða segir áhugann á hýsunum í Laugardal hafa verið frekar mikinn. „Við höfum ekki oft fundið fyrir svona miklum áhuga á ákveðinni staðsetningu sem sannfærir okkur um að þessi staðsetning er góð og hugnast fólki sem er í þessari stöðu. Þannig við erum mjög spennt að sjá hvernig þetta gengur. Frá áramótum höfum við úthlutað fjórtán manns. Þannig núna bætast þessir fimm við. Það hefur aðeins fækkað á biðlistanum og við sjáum það líka sem ákveðinn árangur. En auðvitað er fimmtíu mikið. Fimmtíu manns sem bíða eftir húsnæði er fimmtíu manns of mikið,“ segir Heiða Björg. Á dagskrá borgarinnar er að reisa enn fleiri hýsi. „Það er komin staðsetning fyrir öll húsin og vel yfir helmingur þeirra er nú þegar risin og verið flutt inn í þau. Það gengur bara býsna vel. Þau eru dreifð um borgina. Kannski á minna áberandi stöðum en akkúrat þessi hús sem eru á frekar fjölförnum stað. En það er mismunandi sem hentar hverjum. Það eru hús bæði í austurhluta borgarinnar, vesturhluta og í kringum Laugardalinn. Önnur hús sem hafa gengið bara prýðilega,“ segir Heiða Björg.
Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Þjónusta við íbúa félagslegs húsnæðis í borginni „eitthvað sem þarf að laga algjörlega“ Borgarfulltrúi Sósíalista segir ljóst að þjónusta við íbúa í húsnæðisúrræðum á vegum Reykjavíkurborgar sé langt frá því að vera viðunandi. Hún undrast hátt leiguverð sem þjónustunotendur eru rukkaðir um og hyggst knýja á um úrbætur. 15. febrúar 2023 08:00 Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Þjónusta við íbúa félagslegs húsnæðis í borginni „eitthvað sem þarf að laga algjörlega“ Borgarfulltrúi Sósíalista segir ljóst að þjónusta við íbúa í húsnæðisúrræðum á vegum Reykjavíkurborgar sé langt frá því að vera viðunandi. Hún undrast hátt leiguverð sem þjónustunotendur eru rukkaðir um og hyggst knýja á um úrbætur. 15. febrúar 2023 08:00
Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels