Meirihlutann skorti viljann en ekki lóðir Bjarki Sigurðsson skrifar 11. júní 2023 23:00 Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2/Arnar Byggingarfyrirtæki fær ekki úthlutaða lóð þrátt fyrir að áform þeirra gætu betrumbætt húsnæðismarkaðinn í Reykjavík. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir svör borgarinnar og segir fordæmalaus verkefni þurfa fordæmalausar lausnir. Ófremdarástand hefur ríkt á reykvískum húsnæðis- og leigumörkuðum síðustu ár. Þúsundir íbúða vantar til að uppfylla húsnæðisþörfina og hefur meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um rúmlega 250 þúsund krónur á fimm árum og stendur nú í 740 þúsund krónum. ÞG Verk sendi borginni erindi um að þeir gætu reist 900 hagstæðar íbúðir sem myndi slá verulega á húsnæðisskortinn í borginni. Þeir fengu hins vegar þau svör að lóðum yrði einungis úthlutað í útboði. Svar þetta barst ÞG Verk fjórum mánuðum eftir að beiðnin var send til borgarinnar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir það að borgin hafi ekki kallað ÞG Verk til samningaborðsins og reynt að finna lausnir sé óeðlilegt. „Sérstakar aðstæður kalla á sérstakar aðgerðir og það er bara þessi gríðarlega uppsafnaða húsnæðisþörf. Skorturinn hefur verið viðvarandi alveg svakalega lengi. Mér finnst það kalla á sérstök viðbrögð. Mér finnst líka svolítið ankannalegt að heyra borgina segja að lóðum sé alltaf úthlutað í útboði, því við höfum séð stór svæði fara í hendurnar á byggingaraðilum án útboðs. Það hefur gerst áður,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Einfaldi regluverkið til að forðast flótta Hún segir borgina þurfa að gera stjórnsýsluna sveigjanlegri svo verktakar hætti að sækjast frekar í önnur sveitarfélög en til Reykjavíkur við lóðaleit fyrir byggingu íbúðahúsnæðis. Hún vill meina að það eina sem þurfi að gera til að auka lóðaframboð sé að bæta viljann. „Það þarf ekkert nema viljann. Reykjavíkurborg er í ótrúlegri stöðu, að eiga mikið magn af landi, og við höfum bent á mörg svæði sem ekki eru í skipulagi og er ekki vilji til að skipuleggja hjá þessum meirihluta. Ég gæti nefnt Örfirisey, sem er hér vestarlega í borginni, og það er svæði sem mikil eftirspurn er eftir að búa á. Við höfum nefnt Kjalarnesið, Staðahverfi í Grafarvogi, stærri svæði í Úlfarsárdal. Staði þar sem innviðir eru tilbúnir nú þegar og eru vannýttir. En það hefur ekki reynst vilji til að byggja þarna, þannig að það skortir ekki land. Það skortir vilja,“ segir Hildur Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Fasteignamarkaður Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Ófremdarástand hefur ríkt á reykvískum húsnæðis- og leigumörkuðum síðustu ár. Þúsundir íbúða vantar til að uppfylla húsnæðisþörfina og hefur meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um rúmlega 250 þúsund krónur á fimm árum og stendur nú í 740 þúsund krónum. ÞG Verk sendi borginni erindi um að þeir gætu reist 900 hagstæðar íbúðir sem myndi slá verulega á húsnæðisskortinn í borginni. Þeir fengu hins vegar þau svör að lóðum yrði einungis úthlutað í útboði. Svar þetta barst ÞG Verk fjórum mánuðum eftir að beiðnin var send til borgarinnar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir það að borgin hafi ekki kallað ÞG Verk til samningaborðsins og reynt að finna lausnir sé óeðlilegt. „Sérstakar aðstæður kalla á sérstakar aðgerðir og það er bara þessi gríðarlega uppsafnaða húsnæðisþörf. Skorturinn hefur verið viðvarandi alveg svakalega lengi. Mér finnst það kalla á sérstök viðbrögð. Mér finnst líka svolítið ankannalegt að heyra borgina segja að lóðum sé alltaf úthlutað í útboði, því við höfum séð stór svæði fara í hendurnar á byggingaraðilum án útboðs. Það hefur gerst áður,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Einfaldi regluverkið til að forðast flótta Hún segir borgina þurfa að gera stjórnsýsluna sveigjanlegri svo verktakar hætti að sækjast frekar í önnur sveitarfélög en til Reykjavíkur við lóðaleit fyrir byggingu íbúðahúsnæðis. Hún vill meina að það eina sem þurfi að gera til að auka lóðaframboð sé að bæta viljann. „Það þarf ekkert nema viljann. Reykjavíkurborg er í ótrúlegri stöðu, að eiga mikið magn af landi, og við höfum bent á mörg svæði sem ekki eru í skipulagi og er ekki vilji til að skipuleggja hjá þessum meirihluta. Ég gæti nefnt Örfirisey, sem er hér vestarlega í borginni, og það er svæði sem mikil eftirspurn er eftir að búa á. Við höfum nefnt Kjalarnesið, Staðahverfi í Grafarvogi, stærri svæði í Úlfarsárdal. Staði þar sem innviðir eru tilbúnir nú þegar og eru vannýttir. En það hefur ekki reynst vilji til að byggja þarna, þannig að það skortir ekki land. Það skortir vilja,“ segir Hildur
Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Fasteignamarkaður Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira