„Ég á erfitt með að setja það í orð hvað þetta var sætt“ Jón Már Ferro skrifar 11. júní 2023 08:34 Bjarki Már Elísson er ungverskur meistari í handbolta. Twitter@telekomveszprem „Þetta var ekkert risastórt fyrir Veszprem því liðið hefur orðið 27 sinnum ungverskur meistari. En fyrir liðið sem er núna var þetta mjög stórt því það var ekki búið að vinna þetta í þrjú ár," segir Bjarki Már Elísson. Bjarki Már og félagar í Veszprem unnu bikarkeppnina líka og eru því tvöfaldir meistarar í fyrsta skipti í sex ár. Mikið gekk á hjá Bjarka á þessu tímabili. Hann var ekki alltaf í byrjunarliðinu í stórum leikjum en var að lokum mikilvægur í að vinna titilinn. „Ég á erfitt með að setja það í orð hvað þetta var sætt. Ég spilaði sextíu mínútur síðustu tvo leikina og átti góða leiki þannig þetta var extra sætt,“ segir Bjarki. Lokaleikur úrslitakeppninar fór fram í höll erkifjendanna í Szeged. „Það var baulað á okkur allan leikinn. Þetta eru erkifjendur og í raun tveir risar í sama landinu sem berjast um titilinn á hverju einasta ári. Þetta var fyrsta tímabilið mitt hjá Veszprem en ég held þetta hafi verið áttundi leikurinn minn á móti Szeged,“ segir Bjarki. View this post on Instagram A post shared by Telekom Veszprém (@handballveszprem) Liðin mættust tvisvar í deildarkeppninni, spiluðu tvisvar í Meistaradeild Evrópu, spiluðu einu sinni í bikar og þrjá í úrslitakeppninni. „Veszprem tapaði titlinum í fyrra á svekkjandi hátt og við klúðruðum heimaleikjaréttinum í deildinni alveg sjálfir þannig þetta var svolítið sætara en bara ungverskur titill fyrir Veszprem,“ segir Bjarki. Bjarki var ekki alltaf í byrjunarliðinu og barðist við hinn króatíska Manuel Strlek. „Frá byrjun skiptum við þessu helming og helming. Svo þegar þetta fóru að vera mikilvægari leikir eins og úrslitin í bikarnum og átta liða úrslit á móti Kielce í meistaradeildinni þá spilaði hann bara á hinum. Það var ekkert persónulegt gagnvart mér,“ segir Bjarki. View this post on Instagram A post shared by Telekom Veszprém (@handballveszprem) Þjálfari liðsins er serbneska goðsögnin Momir Ilic. Hann varð á sínum tíma fyrstur til að skora hundrað mörk í meistaradeildinni þrjú ár í röð. „Þetta er annað tímabilið hans sem þjálfari og var eðlilega stressaður líka. Þá fór hann í leikmennina sem hann þekkti og treysti. Ég og hinn hornarmaðurinn sem vorum að spila lítið vorum að koma síðasta sumar,“ segir Bjarki. Þrátt fyrir að vera ekki alltaf i byrjunarliðinu þá var Bjarki næst markahæstur af leikmönnum Veszprem í deildarkeppninni. View this post on Instagram A post shared by Telekom Veszprém (@handballveszprem) „Svo kemur þessi leikur í úrslitunum og við erum að skíttapa. Ég fæ síðustu tíu mínúturnar og skoraði þrjú. Það gekk mjög vel og þá fékk ég að byrja næsta leik. Eftir allt sem undan hafði gengi þá var það mjög óvænt. Það gekk fáranlega vel og ég skoraði níu mörk í öðrum leik. Það borgaði sig að breyta aðeins út af vananum fyrir þjálfarann. Það gerir þetta líka extra sætt að ég var virkilega hluti af þessu og skilaði mínu,“ segir Bjarki. Handboltatímabilinu er lokið og nú segist Bjarki ætla heim til Íslands að njóta þess að vera í fríi. Njóta verðbólgunnar og góða veðursins eins og hann orðaði það. „Svo hefst bara nýtt tímabil. Þótt manni líði eins og maður sé ungur þá var þetta tíunda árið mitt í atvinnumennsku. Maður er orðinn mjög vanur þessu. Þetta verður um fimm vikna frí og svo er bara aftur af stað,“ segir Bjarki. Bjarki verður 34 ára næsta sumar og á eitt ár eftir á samningi hjá Veszprem. Hann segist vilja vera áfram í fremstu röð og kveðst spenntur fyrir ráðningu Snorra Steins Guðjónssonar sem landsliðsþjálfara. „Það eru spennandi tímar framundan hjá landsliðinu og mér líst vel á þjálfarateymið. Ég hlakka til að vinna með þeim, ef maður verður valinn það er að segja. Ég er spenntur fyrir næsta stórmóti,“ segir Bjarki. Landslið karla í handbolta Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Ungverski handboltinn Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
Bjarki Már og félagar í Veszprem unnu bikarkeppnina líka og eru því tvöfaldir meistarar í fyrsta skipti í sex ár. Mikið gekk á hjá Bjarka á þessu tímabili. Hann var ekki alltaf í byrjunarliðinu í stórum leikjum en var að lokum mikilvægur í að vinna titilinn. „Ég á erfitt með að setja það í orð hvað þetta var sætt. Ég spilaði sextíu mínútur síðustu tvo leikina og átti góða leiki þannig þetta var extra sætt,“ segir Bjarki. Lokaleikur úrslitakeppninar fór fram í höll erkifjendanna í Szeged. „Það var baulað á okkur allan leikinn. Þetta eru erkifjendur og í raun tveir risar í sama landinu sem berjast um titilinn á hverju einasta ári. Þetta var fyrsta tímabilið mitt hjá Veszprem en ég held þetta hafi verið áttundi leikurinn minn á móti Szeged,“ segir Bjarki. View this post on Instagram A post shared by Telekom Veszprém (@handballveszprem) Liðin mættust tvisvar í deildarkeppninni, spiluðu tvisvar í Meistaradeild Evrópu, spiluðu einu sinni í bikar og þrjá í úrslitakeppninni. „Veszprem tapaði titlinum í fyrra á svekkjandi hátt og við klúðruðum heimaleikjaréttinum í deildinni alveg sjálfir þannig þetta var svolítið sætara en bara ungverskur titill fyrir Veszprem,“ segir Bjarki. Bjarki var ekki alltaf í byrjunarliðinu og barðist við hinn króatíska Manuel Strlek. „Frá byrjun skiptum við þessu helming og helming. Svo þegar þetta fóru að vera mikilvægari leikir eins og úrslitin í bikarnum og átta liða úrslit á móti Kielce í meistaradeildinni þá spilaði hann bara á hinum. Það var ekkert persónulegt gagnvart mér,“ segir Bjarki. View this post on Instagram A post shared by Telekom Veszprém (@handballveszprem) Þjálfari liðsins er serbneska goðsögnin Momir Ilic. Hann varð á sínum tíma fyrstur til að skora hundrað mörk í meistaradeildinni þrjú ár í röð. „Þetta er annað tímabilið hans sem þjálfari og var eðlilega stressaður líka. Þá fór hann í leikmennina sem hann þekkti og treysti. Ég og hinn hornarmaðurinn sem vorum að spila lítið vorum að koma síðasta sumar,“ segir Bjarki. Þrátt fyrir að vera ekki alltaf i byrjunarliðinu þá var Bjarki næst markahæstur af leikmönnum Veszprem í deildarkeppninni. View this post on Instagram A post shared by Telekom Veszprém (@handballveszprem) „Svo kemur þessi leikur í úrslitunum og við erum að skíttapa. Ég fæ síðustu tíu mínúturnar og skoraði þrjú. Það gekk mjög vel og þá fékk ég að byrja næsta leik. Eftir allt sem undan hafði gengi þá var það mjög óvænt. Það gekk fáranlega vel og ég skoraði níu mörk í öðrum leik. Það borgaði sig að breyta aðeins út af vananum fyrir þjálfarann. Það gerir þetta líka extra sætt að ég var virkilega hluti af þessu og skilaði mínu,“ segir Bjarki. Handboltatímabilinu er lokið og nú segist Bjarki ætla heim til Íslands að njóta þess að vera í fríi. Njóta verðbólgunnar og góða veðursins eins og hann orðaði það. „Svo hefst bara nýtt tímabil. Þótt manni líði eins og maður sé ungur þá var þetta tíunda árið mitt í atvinnumennsku. Maður er orðinn mjög vanur þessu. Þetta verður um fimm vikna frí og svo er bara aftur af stað,“ segir Bjarki. Bjarki verður 34 ára næsta sumar og á eitt ár eftir á samningi hjá Veszprem. Hann segist vilja vera áfram í fremstu röð og kveðst spenntur fyrir ráðningu Snorra Steins Guðjónssonar sem landsliðsþjálfara. „Það eru spennandi tímar framundan hjá landsliðinu og mér líst vel á þjálfarateymið. Ég hlakka til að vinna með þeim, ef maður verður valinn það er að segja. Ég er spenntur fyrir næsta stórmóti,“ segir Bjarki.
Landslið karla í handbolta Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Ungverski handboltinn Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira