Sáttagreiðsla hafi ráðið úrslitum Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. júní 2023 21:30 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Stöð 2/Steingrímur Dúi Tillaga sáttasemjara um svokallaða sáttagreiðslu réði úrslitum í nótt og varð til þess að nýr kjarasamningur var undirritaður eftir tæplega sólarhrings samningalotu mili Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB, að sögn formannsins. Samningurinn var undirritaður um sjöleytið í morgun og hefur verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum nú verið aflýst. Formaður BSRB er ánægð að deilunni sé lokið. „Þegar við lögðum af stað í baráttuna og raunverulega fórum í atkvæðagreiðsluna um verkföll þá voru þrjú atriði sem stóðu út af það var þessi krafa um eingreiðslu upp á 128 þúsund, þetta var hækkun á lægstu laununum, sem að nær til um helmings okkar félagsfólks og síðan var það þá aukagreiðslur fyrir starfsfólk leikskóla og heimaþjónustu. Og við teljum okkur hafa náð ansi langt í áttina að þessum markmiðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Tillaga sáttasemjara landaði samningnum Mánaðarlaun félagsfólks hækka að lágmarki um 35 þúsund krónur og desemberuppbót þess árs verður 131 þúsund krónur. Auk þess var samið um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti. Þá náðist samkomulag um sáttagreiðslu að upphæð 105 þúsund krónur sem verður greidd út næstu mánaðarmót. „Það sem réðu raunverulega úrslitum í nótt var þessi tillaga sáttasemjaranna, svokölluð innanhúss tillaga um þá þessa sáttagreiðslu og hún er þá komin til vegna þess að við vildum leysa úr deilunni og fara í sáttina,“ segir Sonja Ýr. Samstaðan stendur upp úr Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði í hádegisfréttum í dag að það sem stæði upp úr væri að sátt hafi náðst og að verkföllum væri nú lokið. „Í grunninn það sem stendur upp úr í þessari baráttu er auðvitað bara gríðarleg samstaða milli okkar fólks og baráttu þrekið og líka stuðningurinn í samfélaginu öllu. Og ég held að það hafi leitt til þess að við höfum svona náð langleiðina í átt að okkar markmiðum,“ segir Sonja Ýr. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10. júní 2023 11:31 Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Samningurinn var undirritaður um sjöleytið í morgun og hefur verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum nú verið aflýst. Formaður BSRB er ánægð að deilunni sé lokið. „Þegar við lögðum af stað í baráttuna og raunverulega fórum í atkvæðagreiðsluna um verkföll þá voru þrjú atriði sem stóðu út af það var þessi krafa um eingreiðslu upp á 128 þúsund, þetta var hækkun á lægstu laununum, sem að nær til um helmings okkar félagsfólks og síðan var það þá aukagreiðslur fyrir starfsfólk leikskóla og heimaþjónustu. Og við teljum okkur hafa náð ansi langt í áttina að þessum markmiðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Tillaga sáttasemjara landaði samningnum Mánaðarlaun félagsfólks hækka að lágmarki um 35 þúsund krónur og desemberuppbót þess árs verður 131 þúsund krónur. Auk þess var samið um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti. Þá náðist samkomulag um sáttagreiðslu að upphæð 105 þúsund krónur sem verður greidd út næstu mánaðarmót. „Það sem réðu raunverulega úrslitum í nótt var þessi tillaga sáttasemjaranna, svokölluð innanhúss tillaga um þá þessa sáttagreiðslu og hún er þá komin til vegna þess að við vildum leysa úr deilunni og fara í sáttina,“ segir Sonja Ýr. Samstaðan stendur upp úr Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði í hádegisfréttum í dag að það sem stæði upp úr væri að sátt hafi náðst og að verkföllum væri nú lokið. „Í grunninn það sem stendur upp úr í þessari baráttu er auðvitað bara gríðarleg samstaða milli okkar fólks og baráttu þrekið og líka stuðningurinn í samfélaginu öllu. Og ég held að það hafi leitt til þess að við höfum svona náð langleiðina í átt að okkar markmiðum,“ segir Sonja Ýr.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10. júní 2023 11:31 Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10. júní 2023 11:31
Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54