Margrét Lára segir pressu FH vera unaðslega Jón Már Ferro skrifar 9. júní 2023 18:00 Kvennalið FH leggur mikið upp úr því að pressa andstæðinginn hátt á vellinum. Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að vera nýliði í Bestu deild kvenna þá er FH óhrætt við að pressa mjög hátt á móti andstæðingum sínum. „Það verður að hrósa FH. Þær voru gríðarlega vel undirbúnar og pressan þeirra í fyrri hálfleik var unaðsleg,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, einn sérfræðinga Bestu markanna. Þegar Margrét talar þá er best að hlusta enda er hún markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 79 mörk. Einnig skoraði hún yfir 200 mörk í efstu deild á Íslandi og tæplega 400 mörk í öllum keppnum. Ekki er verra þegar Helena Ólafsdóttir tjáir sig um fótbolta enda gríðarlega farsæl á sínum tíma með yfir hundrað mörk í efstu deild á Íslandi. Hún tók undir orð Margrétar. Klippa: Pressa FH-inga gegn Selfoss „Þær eru að leysa þetta virkilega vel og þetta er greinilega vel æft. Þær spiluði mikið svona í fyrra. Þær eru ekkert að finna upp hjólið á þessu ári,“ segir Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi. Bræðurnir Guðni og Hlynur Eiríkssynir leggja mikið upp úr því að leikmenn sínir vinni boltann ofarlega á vellinum til að vera sem næst markinu þegar sóknin byrjar. „Þetta var einmitt svo vel lesið hjá þjálfarateyminu, Guðna og Hlyn. Þær eru að mæta svolítið særðu liði Selfoss og þær keyrðu bara yfir þær. Sérstaklega í fyrri hálfleiknum,“ segir Margrét Lára. Elísa Lana Sigurjónsdóttir, Shaina Faiena og Esther Rós Arnarsdóttir voru frábærar inni á miðjunni fyrir FH. Valgerður Ósk Valsdóttir var öftust á miðjunni og stýrði þeim fyrrnefndu í pressunni. „Elísa Lana var gríðarlega öflug. Það sem hún hljóp og djöflaðist. Shaina og Esther. Þær koma á svo miklum ákafa,“ segir Margrét Lára að endingu. Næsta umferð Bestu deildar kvenna hefst á mánudag með Þórs/KA gegn Selfossi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Áttunda umferðin klárast svo á þriðjudaginn með fjórum leikjum. Að þeim loknum verða Bestu mörkin á sínum stað. Besta deild kvenna FH UMF Selfoss Bestu mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Selfoss 2-0 | Heimaliðið upp úr fallsæti en gestirnir í vondum málum FH tók á móti Selfossi í einni af fjórum viðureignum kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 2-0 sigri FH, sem skýtur sér með þessum sigri upp í 5. sæti deildarinnar en gestirnir sitja enn á botninum og hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Mörk liðsins skoruðu Valgerður Ósk Valsdóttir og Sara Montoro. 6. júní 2023 22:00 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Sjá meira
„Það verður að hrósa FH. Þær voru gríðarlega vel undirbúnar og pressan þeirra í fyrri hálfleik var unaðsleg,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, einn sérfræðinga Bestu markanna. Þegar Margrét talar þá er best að hlusta enda er hún markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 79 mörk. Einnig skoraði hún yfir 200 mörk í efstu deild á Íslandi og tæplega 400 mörk í öllum keppnum. Ekki er verra þegar Helena Ólafsdóttir tjáir sig um fótbolta enda gríðarlega farsæl á sínum tíma með yfir hundrað mörk í efstu deild á Íslandi. Hún tók undir orð Margrétar. Klippa: Pressa FH-inga gegn Selfoss „Þær eru að leysa þetta virkilega vel og þetta er greinilega vel æft. Þær spiluði mikið svona í fyrra. Þær eru ekkert að finna upp hjólið á þessu ári,“ segir Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi. Bræðurnir Guðni og Hlynur Eiríkssynir leggja mikið upp úr því að leikmenn sínir vinni boltann ofarlega á vellinum til að vera sem næst markinu þegar sóknin byrjar. „Þetta var einmitt svo vel lesið hjá þjálfarateyminu, Guðna og Hlyn. Þær eru að mæta svolítið særðu liði Selfoss og þær keyrðu bara yfir þær. Sérstaklega í fyrri hálfleiknum,“ segir Margrét Lára. Elísa Lana Sigurjónsdóttir, Shaina Faiena og Esther Rós Arnarsdóttir voru frábærar inni á miðjunni fyrir FH. Valgerður Ósk Valsdóttir var öftust á miðjunni og stýrði þeim fyrrnefndu í pressunni. „Elísa Lana var gríðarlega öflug. Það sem hún hljóp og djöflaðist. Shaina og Esther. Þær koma á svo miklum ákafa,“ segir Margrét Lára að endingu. Næsta umferð Bestu deildar kvenna hefst á mánudag með Þórs/KA gegn Selfossi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Áttunda umferðin klárast svo á þriðjudaginn með fjórum leikjum. Að þeim loknum verða Bestu mörkin á sínum stað.
Besta deild kvenna FH UMF Selfoss Bestu mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Selfoss 2-0 | Heimaliðið upp úr fallsæti en gestirnir í vondum málum FH tók á móti Selfossi í einni af fjórum viðureignum kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 2-0 sigri FH, sem skýtur sér með þessum sigri upp í 5. sæti deildarinnar en gestirnir sitja enn á botninum og hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Mörk liðsins skoruðu Valgerður Ósk Valsdóttir og Sara Montoro. 6. júní 2023 22:00 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Selfoss 2-0 | Heimaliðið upp úr fallsæti en gestirnir í vondum málum FH tók á móti Selfossi í einni af fjórum viðureignum kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 2-0 sigri FH, sem skýtur sér með þessum sigri upp í 5. sæti deildarinnar en gestirnir sitja enn á botninum og hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Mörk liðsins skoruðu Valgerður Ósk Valsdóttir og Sara Montoro. 6. júní 2023 22:00