Lögmaður beinir spjótum að Páleyju í kjölfar sýknudóms Kristinn Haukur Guðnason skrifar 8. júní 2023 23:13 Hólmgeir segist efast um að sams konar ákæra hefði litið dagsins ljós hjá lögreglustjórum annars staðar á landinu. Lögmaður konu sem sýknuð var fyrir umsáturseinelti gegn Örnu McClure, lögfræðingi Samherja, segist efast um að slík ákæra hefði birst annars staðar á landinu. Málið sé dapurt í alla staði. Hólmgeir Elías Flosason, lögmaður konu sem var ákærð fyrir umsáturseinelti gagnvart Örnu McClure, segir Héraðsdóm Norðurlands eystra hafa staðið í fæturna og komist að því augljósa í dómi sem féll um miðjan maí. Vísir greindi frá dóminum fyrr í kvöld. Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, var sýknuð í öllum kæruliðum. En hún var meðal annars sökuð um að hafa hringt í Örnu og sakað hana um framhjáhald með Páli, hringt dyrasíma á heimili Örnu en ekki gert vart við sig þegar svarað var og að hafa sett útprentaðar fjölmiðlaumfjallanir um samskipti Örnu og fleiri við Pál í póstkassa hjá fólki tengdu Örnu. Var konan sökuð um að hafa brotið 232. grein hegningarlaga, lið a, sem fjallar um umsáturseinelti. Dapurt mál í alla staði „Ákvæði 232. gr. a. almennra hegningarlaga um umsáturseinelti er ekki ætlað að vernda fólk fyrir einhverju sem er leiðinlegt og óþægilegt, óháð því hver á í hlut,“ segir Hólmgeir Elías á Facebook síðu sinni í kvöld. Beinir hann spjótum sínum að Páleyju Bergþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra. „Einstaklega dapurt mál í alla staði, en ég efa það að samskonar ákæra hefði litið dagsins ljós hjá lögreglustjórum annars staðar á landinu,“ segir Hólmgeir Elías. Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Sýknuð af því að beita Örnu McClure umsáturseinelti Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja var í síðasta mánuði sýknuð af því að hafa beitt Örnu McClure, lögfræðingi Samherja, umsáturseinelti. Einkaréttarkröfu Örnu gegn henni var vísað frá dómi. 8. júní 2023 18:27 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Hólmgeir Elías Flosason, lögmaður konu sem var ákærð fyrir umsáturseinelti gagnvart Örnu McClure, segir Héraðsdóm Norðurlands eystra hafa staðið í fæturna og komist að því augljósa í dómi sem féll um miðjan maí. Vísir greindi frá dóminum fyrr í kvöld. Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, var sýknuð í öllum kæruliðum. En hún var meðal annars sökuð um að hafa hringt í Örnu og sakað hana um framhjáhald með Páli, hringt dyrasíma á heimili Örnu en ekki gert vart við sig þegar svarað var og að hafa sett útprentaðar fjölmiðlaumfjallanir um samskipti Örnu og fleiri við Pál í póstkassa hjá fólki tengdu Örnu. Var konan sökuð um að hafa brotið 232. grein hegningarlaga, lið a, sem fjallar um umsáturseinelti. Dapurt mál í alla staði „Ákvæði 232. gr. a. almennra hegningarlaga um umsáturseinelti er ekki ætlað að vernda fólk fyrir einhverju sem er leiðinlegt og óþægilegt, óháð því hver á í hlut,“ segir Hólmgeir Elías á Facebook síðu sinni í kvöld. Beinir hann spjótum sínum að Páleyju Bergþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra. „Einstaklega dapurt mál í alla staði, en ég efa það að samskonar ákæra hefði litið dagsins ljós hjá lögreglustjórum annars staðar á landinu,“ segir Hólmgeir Elías.
Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Sýknuð af því að beita Örnu McClure umsáturseinelti Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja var í síðasta mánuði sýknuð af því að hafa beitt Örnu McClure, lögfræðingi Samherja, umsáturseinelti. Einkaréttarkröfu Örnu gegn henni var vísað frá dómi. 8. júní 2023 18:27 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Sýknuð af því að beita Örnu McClure umsáturseinelti Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja var í síðasta mánuði sýknuð af því að hafa beitt Örnu McClure, lögfræðingi Samherja, umsáturseinelti. Einkaréttarkröfu Örnu gegn henni var vísað frá dómi. 8. júní 2023 18:27