Grótta náði jafntefli gegn toppliðinu | Víkingskonur töpuðu sínum fyrstu stigum Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júní 2023 21:12 Pétur Theodór Árnason skoraði fyrir Gróttu. Jafntefli varð í báðum leikjum kvöldsins í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Þá vann Afturelding góðan sigur á Víkingi í Lengjudeild kvenna en Víkingar voru með fullt hús stiga fyrir leiki kvöldsins. Fyrir leik Fjölnis og Gróttu í dag var Fjölnir í efsta sæti Lengjudeildar karla en Grótta í sjötta sæti eftir fimm umferðir. Liðin mættust á heimavelli Fjölnis í Grafarvogi og það voru gestirnir sem gerðu fyrsta markið þegar Pétur Theodór Árnason skoraði á 10. mínútu. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks tókst Fjölni að jafna, þar var að verki Axel Freyr Harðarson fyrrum leikmaður Gróttu. Staðan í hálfleik 1-1. Tómas Jóhannessen kom Gróttu í forystu á ný á 54. mínútu en Máni Austmann Hilmarsson jafnaði fyrir Fjölni þremur mínútum síðar. Lokatölur 1-1 og Fjölnir nú eitt í efsta sæti deildarinnar. Í Njarðvík tóku heimamenn á móti Selfyssingum. Guðmundur Tyrfingsson kom gestunum yfir á 17. mínútu en Luqman Shamsudin jafnaði fyrir Njarðvík sex mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 1-1 og Selfoss jafnar því Grindavík að stigum í 3. - 4. sæti deildarinnar en Njarðvík lyftir sér upp um eitt sæti og í það sjöunda. Afturelding fyrstar til að vinna Víkinga Í Lengjudeild kvenna tapaði Víkingur sínum fyrstu stigum þegar liðið beið lægri hlut gegn Aftureldingu á heimavelli. Sigdís Eva Bárðardóttir kom Aftueldingu yfir í fyrri hálfleik en Hlín Heiðarsdóttir jafnaði skömmu síðar. Hildur Karítas Gunnarsdóttir skoraði svo tvö mörk fyrir Mosfellinga sitt hvoru megin við hálfleikinn en Bergdís Sveinsdóttir klóraði í bakkann fyrir Víkinga. Lokatölur 3-2 og fyrsta tap Víkinga staðreynd sem voru með fullt hús stiga fyrir leikinn í kvöld. HK rótburstaði KR á heimavelli sínum í Kópavogi. Arna Sól Sævarsdóttir skoraði þrennu fyrir HK og þær Eva Stefánsdóttir, Eva Sól Aradóttir og Ísabella Eva Aradóttir bættu mörkum í sarpinn fyrir Kópavogsliðið. Lokatölur 6-1 eftir að Jewel Boland minnkaði muninn fyrir KR í uppbótartíma. Þá vann Fylkir 5-0 sigur á Augnablik. Þórhildur Þórhallsdóttir, Guðrún Karítas Sigurðardóttir og Helga Guðrún Kristinsdóttir komu Fylki í 5-0 í fyrri hálfleik og Helga Guðrún bætti öðru marki við á 61. mínútu leiksins. Tijana Krstic setti svo punktinn yfir i-ið á 87. mínútu og tryggði HK 5-0 sigur. Lengjudeild karla Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Fyrir leik Fjölnis og Gróttu í dag var Fjölnir í efsta sæti Lengjudeildar karla en Grótta í sjötta sæti eftir fimm umferðir. Liðin mættust á heimavelli Fjölnis í Grafarvogi og það voru gestirnir sem gerðu fyrsta markið þegar Pétur Theodór Árnason skoraði á 10. mínútu. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks tókst Fjölni að jafna, þar var að verki Axel Freyr Harðarson fyrrum leikmaður Gróttu. Staðan í hálfleik 1-1. Tómas Jóhannessen kom Gróttu í forystu á ný á 54. mínútu en Máni Austmann Hilmarsson jafnaði fyrir Fjölni þremur mínútum síðar. Lokatölur 1-1 og Fjölnir nú eitt í efsta sæti deildarinnar. Í Njarðvík tóku heimamenn á móti Selfyssingum. Guðmundur Tyrfingsson kom gestunum yfir á 17. mínútu en Luqman Shamsudin jafnaði fyrir Njarðvík sex mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 1-1 og Selfoss jafnar því Grindavík að stigum í 3. - 4. sæti deildarinnar en Njarðvík lyftir sér upp um eitt sæti og í það sjöunda. Afturelding fyrstar til að vinna Víkinga Í Lengjudeild kvenna tapaði Víkingur sínum fyrstu stigum þegar liðið beið lægri hlut gegn Aftureldingu á heimavelli. Sigdís Eva Bárðardóttir kom Aftueldingu yfir í fyrri hálfleik en Hlín Heiðarsdóttir jafnaði skömmu síðar. Hildur Karítas Gunnarsdóttir skoraði svo tvö mörk fyrir Mosfellinga sitt hvoru megin við hálfleikinn en Bergdís Sveinsdóttir klóraði í bakkann fyrir Víkinga. Lokatölur 3-2 og fyrsta tap Víkinga staðreynd sem voru með fullt hús stiga fyrir leikinn í kvöld. HK rótburstaði KR á heimavelli sínum í Kópavogi. Arna Sól Sævarsdóttir skoraði þrennu fyrir HK og þær Eva Stefánsdóttir, Eva Sól Aradóttir og Ísabella Eva Aradóttir bættu mörkum í sarpinn fyrir Kópavogsliðið. Lokatölur 6-1 eftir að Jewel Boland minnkaði muninn fyrir KR í uppbótartíma. Þá vann Fylkir 5-0 sigur á Augnablik. Þórhildur Þórhallsdóttir, Guðrún Karítas Sigurðardóttir og Helga Guðrún Kristinsdóttir komu Fylki í 5-0 í fyrri hálfleik og Helga Guðrún bætti öðru marki við á 61. mínútu leiksins. Tijana Krstic setti svo punktinn yfir i-ið á 87. mínútu og tryggði HK 5-0 sigur.
Lengjudeild karla Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira