Undraverður bati Gísla sem afsannaði orð Magdeburg Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2023 16:49 Gísli Þorgeir Kristjánsson er búinn að jafna sig af meiðslum, á afar skömmum tíma. Getty/Eroll Popova Þvert á það sem að þýska handknattleiksfélagið Magdeburg hafði sagt fyrir mánuði síðan er tímabilinu ekki lokið hjá landsliðsmanninum Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. Hann getur því verið með um Final Four helgina í Köln, þegar úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu. Gísli er í leikmannahópi Magdeburgar sem mætir Stuttgart í dag í næstsíðasta leik sínum í þýsku 1. deildinni. Gísli fór sárþjáður af velli í leik gegn Wisla Plock 10. maí, í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og á miðlum Magdeburgar var greint frá því að tímabilinu væri lokið hjá Gísla. Skoðun hefði nefnilega leitt í ljós að bein í ökkla hefði brotnað. Í dag bárust hins vegar mun betri fréttir af Gísla sem er byrjaður að æfa með Magdeburg á nýjan leik, og þurfti aðeins fjórar vikur til þess að jafna sig. Hann mun hafa notið mikillar sjúkrameðferðar í nokkrar klukkustundir á dag til að ná bata, og hefur nú fengið grænt ljós á að æfa og spila. View this post on Instagram A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg) Meiðsli hafa leikið lið Magdeburgar grátt og er Ómar Ingi Magnússon eftir sem áður á meiðslalistanum. Ef Magdeburg vinnur í dag og gegn Wetzlar í lokaumferðinni á sunnudag á liðið veika von um að verða Þýskalandsmeistari en þarf þá að treysta á að Kiel tapi gegn Göppingen í lokaumferðinni. Magdeburg mætir svo Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 17. júní, og dæma þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson leikinn. Sigurliðið mætir svo PSG eða Kielce í úrslitaleik degi síðar, en tapliðin spila um brons. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Sjá meira
Gísli er í leikmannahópi Magdeburgar sem mætir Stuttgart í dag í næstsíðasta leik sínum í þýsku 1. deildinni. Gísli fór sárþjáður af velli í leik gegn Wisla Plock 10. maí, í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og á miðlum Magdeburgar var greint frá því að tímabilinu væri lokið hjá Gísla. Skoðun hefði nefnilega leitt í ljós að bein í ökkla hefði brotnað. Í dag bárust hins vegar mun betri fréttir af Gísla sem er byrjaður að æfa með Magdeburg á nýjan leik, og þurfti aðeins fjórar vikur til þess að jafna sig. Hann mun hafa notið mikillar sjúkrameðferðar í nokkrar klukkustundir á dag til að ná bata, og hefur nú fengið grænt ljós á að æfa og spila. View this post on Instagram A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg) Meiðsli hafa leikið lið Magdeburgar grátt og er Ómar Ingi Magnússon eftir sem áður á meiðslalistanum. Ef Magdeburg vinnur í dag og gegn Wetzlar í lokaumferðinni á sunnudag á liðið veika von um að verða Þýskalandsmeistari en þarf þá að treysta á að Kiel tapi gegn Göppingen í lokaumferðinni. Magdeburg mætir svo Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 17. júní, og dæma þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson leikinn. Sigurliðið mætir svo PSG eða Kielce í úrslitaleik degi síðar, en tapliðin spila um brons.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik