Ragnar telur seðlabankastjóra í ójafnvægi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júní 2023 12:30 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Aðalsteinn Leifsson fyrrverandi ríkissáttasemjari vísir/samett Fyrrverandi ríkissáttasemjari minnir seðlabankastjóra á að tala af virðingu um aðila vinnumarkaðarins og hafnar því að hafa reynt að hafa áhrif á ákvarðanir bankans. Formaður VR segir seðlabankastjóra í ójafnvægi og vísar orðum um meintan óstöðugleika sinn á samningafundum til föðurhúsanna Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir í viðtali við Morgunblaðið í morgun að ríkissáttasemjari, sem þá var Aðalsteinn Leifsson, hafi hringt í Seðlabankann til að hafa áhrif á aðgerðir hans þegar kjaraviðræður stóðu sem hæst. Hann sakar Aðalstein um meðvirkni með óskum um að vextir yrðu ekki hækkaðir og að vaxtaákvörðunarfundi yrði frestað. Aðalsteinn Leifsson segir þetta afbökun á þeirra samtali. „Úr því að seðlabankastjóri velur að vísa í tveggja manna tal okkar á milli, þá get ég upplýst að ég tók sérstaklega fram að ég virti sjálfstæði Seðlabankans og að ég væri ekki að reyna hafa áhrif á ákvarðanir hans. Hins vegar hef ég minnt seðlabankastjóra á það opinberlega að það sé mjög mikilvægt að hann tali af virðingu um og við aðila vinnumarkaðarins og mér sýnist ekki vera nein vanþörf á þeirri áminningu,“ segir Aðalsteinn. Finnst þér virðingarleysi fólgið í þessum orðum? „Ég er ekki bara að vísa í þessi orð, heldur ýmislegt fleira sem hefur komið frá seðlabankastjóra í tengslum við kynningu á vaxtaákvörðun og líka í þessu viðtali. Nú eru aðilar vinnumarkaðarins í mjög mikilvægu og erfiðu hlutverki og það er mikilvægt að allir vinni saman og tali af virðingu um og við hvert annað.“ Frá undirritun kjarasamninga í haust.Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir ríkissáttasemjara einnig hafa sagt að bankinn ætti helst ekki að tjá sig þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, væri óstöðugur í skapi og hlypi út af fundum ef hann sæi eitthvað úr seðlabankanum, eins og það er orðað. Ragnar Þór kannast ekki við þessar lýsingar. „Ég er búinn að vera lengi í þessu og búinn að klára stóra kjarasamninga og auðvitað er þetta vinna sem tekur mikið á. En ég kannast ekki við það. Og ég held að fólk sem sem hefur verið með okkur á þessum vettvangi geri það ekki. Þannig ég vísa þessu nú bara til föðurhúsanna og held að seðlabankastjóri sé einfaldlega ekki í góðu jafnvægi. Ég hef bara áhyggjur af honum,“ segir Ragnar Þór. Líkt og oft áður höfðar seðlabankastjóri til ábyrgðar vinnumarkaðarins í baráttuni við verðbólguna og segir að þær launahækkanir, sem samið var um í haust, hafi verið umfram það sem innistæða hafi verið fyrir. Tekið afstöðu með fjármálakerfinu Verkalýðsforingjar sem boði til útifunda, líkt og Ragnar Þór hefur gert, séu í raun að mótmæla afleiðingum sinna eigin gjörða. „Það sem hefur algjörlega vantað í málflutning seðlabankastjóra er þessi hagnaðardrifna verðbólga, þar sem fyrirtækin hafa verið að skila metafkomu; alveg sama hvort það sé smávara, dagvara, tryggingarfélög, olíufélög, svo ég tali nú ekki um fjármálakerfið sem hefur hagnast meira en útgerðin og allur iðnaður. Þannig að það er fyrst og fremst með húsnæðismarkaðnum ástæða þess að hér hefur verðbólgan verið mjög há. Og hann minnist varla einu orði á þetta. Það er alltaf verkalýðshreyfingin eða fólkið í landinu,“ segir Ragnar. Ragnar minnir á að verkalýðsforrystan sé lýðræðislega kjörin af félagsfólki. „Ef það væri mikil óánægja með okkar framgöngu og vinnu væri ég ekki í mínu starfi. En hins vegar getum við voða lítið gert þegar seðlabankastjóri tekur svona afgerandi afstöðu með fjármálakerfinu,“ segir Ragnar Þór. Hér má finna samantekt mbl.is úr viðtalinu við Ásgeir og hlekk á viðtalið í Morgunblaðinu. Vinnumarkaður Stéttarfélög Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir í viðtali við Morgunblaðið í morgun að ríkissáttasemjari, sem þá var Aðalsteinn Leifsson, hafi hringt í Seðlabankann til að hafa áhrif á aðgerðir hans þegar kjaraviðræður stóðu sem hæst. Hann sakar Aðalstein um meðvirkni með óskum um að vextir yrðu ekki hækkaðir og að vaxtaákvörðunarfundi yrði frestað. Aðalsteinn Leifsson segir þetta afbökun á þeirra samtali. „Úr því að seðlabankastjóri velur að vísa í tveggja manna tal okkar á milli, þá get ég upplýst að ég tók sérstaklega fram að ég virti sjálfstæði Seðlabankans og að ég væri ekki að reyna hafa áhrif á ákvarðanir hans. Hins vegar hef ég minnt seðlabankastjóra á það opinberlega að það sé mjög mikilvægt að hann tali af virðingu um og við aðila vinnumarkaðarins og mér sýnist ekki vera nein vanþörf á þeirri áminningu,“ segir Aðalsteinn. Finnst þér virðingarleysi fólgið í þessum orðum? „Ég er ekki bara að vísa í þessi orð, heldur ýmislegt fleira sem hefur komið frá seðlabankastjóra í tengslum við kynningu á vaxtaákvörðun og líka í þessu viðtali. Nú eru aðilar vinnumarkaðarins í mjög mikilvægu og erfiðu hlutverki og það er mikilvægt að allir vinni saman og tali af virðingu um og við hvert annað.“ Frá undirritun kjarasamninga í haust.Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir ríkissáttasemjara einnig hafa sagt að bankinn ætti helst ekki að tjá sig þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, væri óstöðugur í skapi og hlypi út af fundum ef hann sæi eitthvað úr seðlabankanum, eins og það er orðað. Ragnar Þór kannast ekki við þessar lýsingar. „Ég er búinn að vera lengi í þessu og búinn að klára stóra kjarasamninga og auðvitað er þetta vinna sem tekur mikið á. En ég kannast ekki við það. Og ég held að fólk sem sem hefur verið með okkur á þessum vettvangi geri það ekki. Þannig ég vísa þessu nú bara til föðurhúsanna og held að seðlabankastjóri sé einfaldlega ekki í góðu jafnvægi. Ég hef bara áhyggjur af honum,“ segir Ragnar Þór. Líkt og oft áður höfðar seðlabankastjóri til ábyrgðar vinnumarkaðarins í baráttuni við verðbólguna og segir að þær launahækkanir, sem samið var um í haust, hafi verið umfram það sem innistæða hafi verið fyrir. Tekið afstöðu með fjármálakerfinu Verkalýðsforingjar sem boði til útifunda, líkt og Ragnar Þór hefur gert, séu í raun að mótmæla afleiðingum sinna eigin gjörða. „Það sem hefur algjörlega vantað í málflutning seðlabankastjóra er þessi hagnaðardrifna verðbólga, þar sem fyrirtækin hafa verið að skila metafkomu; alveg sama hvort það sé smávara, dagvara, tryggingarfélög, olíufélög, svo ég tali nú ekki um fjármálakerfið sem hefur hagnast meira en útgerðin og allur iðnaður. Þannig að það er fyrst og fremst með húsnæðismarkaðnum ástæða þess að hér hefur verðbólgan verið mjög há. Og hann minnist varla einu orði á þetta. Það er alltaf verkalýðshreyfingin eða fólkið í landinu,“ segir Ragnar. Ragnar minnir á að verkalýðsforrystan sé lýðræðislega kjörin af félagsfólki. „Ef það væri mikil óánægja með okkar framgöngu og vinnu væri ég ekki í mínu starfi. En hins vegar getum við voða lítið gert þegar seðlabankastjóri tekur svona afgerandi afstöðu með fjármálakerfinu,“ segir Ragnar Þór. Hér má finna samantekt mbl.is úr viðtalinu við Ásgeir og hlekk á viðtalið í Morgunblaðinu.
Vinnumarkaður Stéttarfélög Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira