Í óundirbúnum fyrirspurnatíma í morgun sagði utanríkisráðherra ekki mikinn sóma af því að Alþingi hafi ekki framlengt niðurfellingu tolla á innflutningi landbúnaðarvöru frá Úkraínu.
Einnig verður rætt við fyrrverandi ríkissáttasemjara sem minnir seðlabankastjóra á að tala af virðingu um aðila vinnumarkaðarins, en viðtal við seðlabankastjóra í Morgunblaðinu í morgun hefur vakið athygli.
Einnig fjöllum við um gang mála í stríðinu í Úkraínu þar sem harðir bardagar geisa víða og björgunarsveitir eru að störfum á flóðasvæðunum í Kherson.