Fullur völlur í fyrsta sinn í fjögur ár Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 15:30 Örfáum áhorfendum var leyft að mæta á stórleiki Íslands á Laugardalsvelli þegar strangar takmarkanir giltu vegna kórónuveirufaraldursins. VÍSIR/VILHELM Þrátt fyrir að stórþjóðir í knattspyrnuheiminum hafi lagt leið sína á Laugardalsvöll síðustu ár þá hefur ekki verið uppselt á leik þar síðan árið 2019. Kórónuveirufaraldurinn ræður þar eflaust mestu. Í hádeginu seldist strax upp á leik Íslands og Portúgals sem fram fer á Laugardalsvelli 20. júní, í undankeppni EM. Enn er hins vegar fjöldi miða í boði á leikinn við Slóvakíu þremur dögum fyrr, á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Það er því ljóst að stjörnurnar í portúgalska landsliðinu hafa ráðið úrslitum um það að strax yrði uppselt á seinni leikinn, enda mætir Portúgal með sitt sterkasta lið og þar á meðal kappa á borð við Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Rafael Leao, Bernardo Silva og Diogo Jota. Síðast varð uppselt á leik á Laugardalsvelli haustið 2019, þegar ríkjandi heimsmeistarar Frakklands mættu Íslandi í undankeppni EM. Olivier Giroud skoraði þá eina mark leiksins úr vítaspyrnu, og í franska liðinu voru einnig stjörnur á borð við Antoine Griezmann, Kingsley Coman og Raphaël Varane, en Kylian Mbappé og Paul Pogba misstu af leiknum vegna meiðsla. Eftir leikinn við Frakka hafa íslensku A-landsliðin, karla og kvenna, spilað samtals tuttugu leiki á Laugardalsvelli án þess að það sé uppselt. Stór hluti þessara leikja var hins vegar spilaður á meðan að samkomutakmarkanir voru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Til að mynda voru áhorfendur bannaðir þegar England mætti í Dalinn 2020, í Þjóðadeild karla, og aðeins 3.600 miðar voru í boði á leikinn við Þýskaland í undankeppni HM, í september 2021. Ísland tapaði 1-0 gegn Englandi og 4-0 gegn Þýskalandi. Mikilvægasti leikurinn á þessum tíma var þó leikurinn við Rúmeníu, í undanúrslitum umspils um sæti á EM karla, sem fram fór í október 2020. Aðeins sextíu vel valdir Tólfuliðar fengu að mæta á þann leik sem þó vannst, 2-1. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Í hádeginu seldist strax upp á leik Íslands og Portúgals sem fram fer á Laugardalsvelli 20. júní, í undankeppni EM. Enn er hins vegar fjöldi miða í boði á leikinn við Slóvakíu þremur dögum fyrr, á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Það er því ljóst að stjörnurnar í portúgalska landsliðinu hafa ráðið úrslitum um það að strax yrði uppselt á seinni leikinn, enda mætir Portúgal með sitt sterkasta lið og þar á meðal kappa á borð við Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Rafael Leao, Bernardo Silva og Diogo Jota. Síðast varð uppselt á leik á Laugardalsvelli haustið 2019, þegar ríkjandi heimsmeistarar Frakklands mættu Íslandi í undankeppni EM. Olivier Giroud skoraði þá eina mark leiksins úr vítaspyrnu, og í franska liðinu voru einnig stjörnur á borð við Antoine Griezmann, Kingsley Coman og Raphaël Varane, en Kylian Mbappé og Paul Pogba misstu af leiknum vegna meiðsla. Eftir leikinn við Frakka hafa íslensku A-landsliðin, karla og kvenna, spilað samtals tuttugu leiki á Laugardalsvelli án þess að það sé uppselt. Stór hluti þessara leikja var hins vegar spilaður á meðan að samkomutakmarkanir voru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Til að mynda voru áhorfendur bannaðir þegar England mætti í Dalinn 2020, í Þjóðadeild karla, og aðeins 3.600 miðar voru í boði á leikinn við Þýskaland í undankeppni HM, í september 2021. Ísland tapaði 1-0 gegn Englandi og 4-0 gegn Þýskalandi. Mikilvægasti leikurinn á þessum tíma var þó leikurinn við Rúmeníu, í undanúrslitum umspils um sæti á EM karla, sem fram fór í október 2020. Aðeins sextíu vel valdir Tólfuliðar fengu að mæta á þann leik sem þó vannst, 2-1.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira