„Þetta er að okkar mati möguleg eignaupptaka“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2023 11:52 Kolbrún Halldórsdóttir er formaður BHM. BHM Heildarsamtök launafólks skoða nú hvort tilefni sé til að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar sem tekur gildi hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins um næstu mánaðamót. Kolbrún Halldórsdóttir, sem er nýtekin við sem formaður BHM, sagði í viðtali um málið í Bítinu í morgun þetta mál hafi lengi verið til umræðu og að fólk hefði vitað að skerðingar á lífeyri væru yfirvofandi meðal annars vegna hækkandi lífaldurs íslensku þjóðarinnar. „Þetta er bara mjög þungt og erfitt mál og varðar svo ótrúlega stóran hóp fólks,“ sagði Kolbrún. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá Gísla B. Árnasyni, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanni og lífeyrisþega, sem ætlaði sér ekki að taka skerðingunum þegjandi og hljóðalaust og hefur ákveðið að höfða mál gegn ríkinu. Hann fór á eftirlaun í desember 2022 og er einn af þeim sem lífeyrisþegum sem sér nú fram á 4,1 prósenta skerðingu. Hlusta má á viðtalið við Kolbrúnu Halldórsdóttur, formann BHM í heild sinni að neðan. Um næstu mánaðamót kemur til framkvæmda skerðing á lífeyrisréttindum sjóðsfélaga LSR. Skerðingin nemur að meðaltali 9,9 prósentum. Sem dæmi þá nemur skerðingin rúmum 12 prósentum hjá sjóðsfélaga sem er 25 ára en 6,6 prósentum hjá sjóðsfélaga sem er sextugur. Með lagabreytingu 2017, sem þessi breyting hvílir á, var sett inn ríkisábyrgð fyrir allra elsta hópinn, þannig mun ekkert breytast hjá 83 prósent, það er að segja þeirra sem taka lífeyri í dag. Þrátt fyrir að lengi hafi verið vitað í hvað stefndi brá fólki þegar tilkynnt var um skerðingarnar sem verða að meðaltali 9,9 prósent. „Þetta er rosalegt. Þetta er alveg svakalegt og þetta er, að okkar mati, möguleg eignaupptaka,“ segir Kolbrún en allt frá því að LSR tilkynnti um að skerðingarnar kæmu til framkvæmda hafa fjölmargir velt fyrir sér hvort stéttarfélögin muni láta reyna á lögmæti fyrir dómstólum landsins. Höfðaði mál Kennarasamband Íslands höfðaði mál gegn ríkinu vegna lagabreytinga um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna árið 2017 en Landsréttur vísaði því frá vegna þess að ekki var hægt að sýna fram á skaða því skerðingarnar höfðu þá ekki tekið gildi. Staðan mun, eins og gefur að skilja, breytast um næstu mánaðamót. Kolbrún var spurð hvort reynt verði lá lögmæti skerðingarinnar í ljósi þessara vendinga. „Nú erum við […] heildarsamtökin í samráði um að hvað gert verði og það er eitt af því sem er til skoðunar og tekin verður ákvörðun um.“ Málið keyrt í gegn Kolbrún var spurð hvort nóg hafi verið gert til að reyna að sporna gegn skerðingunum en hún svaraði því til að málið hafi verið keyrt í gegn. „Þótt öll heildarsamtök launafólks hafi sett hælana niður frá fyrsta degi þá er bara skriðþunginn í málinu þannig að þetta hefur bara verið keyrt áfram,“ segir Kolbrún. Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum Lífeyrisþegi ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót. Formaður Kennarasambands Íslands segir nauðsynlegt að kanna hvort skerðingin standist lög. 5. júní 2023 21:31 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
„Þetta er bara mjög þungt og erfitt mál og varðar svo ótrúlega stóran hóp fólks,“ sagði Kolbrún. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá Gísla B. Árnasyni, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanni og lífeyrisþega, sem ætlaði sér ekki að taka skerðingunum þegjandi og hljóðalaust og hefur ákveðið að höfða mál gegn ríkinu. Hann fór á eftirlaun í desember 2022 og er einn af þeim sem lífeyrisþegum sem sér nú fram á 4,1 prósenta skerðingu. Hlusta má á viðtalið við Kolbrúnu Halldórsdóttur, formann BHM í heild sinni að neðan. Um næstu mánaðamót kemur til framkvæmda skerðing á lífeyrisréttindum sjóðsfélaga LSR. Skerðingin nemur að meðaltali 9,9 prósentum. Sem dæmi þá nemur skerðingin rúmum 12 prósentum hjá sjóðsfélaga sem er 25 ára en 6,6 prósentum hjá sjóðsfélaga sem er sextugur. Með lagabreytingu 2017, sem þessi breyting hvílir á, var sett inn ríkisábyrgð fyrir allra elsta hópinn, þannig mun ekkert breytast hjá 83 prósent, það er að segja þeirra sem taka lífeyri í dag. Þrátt fyrir að lengi hafi verið vitað í hvað stefndi brá fólki þegar tilkynnt var um skerðingarnar sem verða að meðaltali 9,9 prósent. „Þetta er rosalegt. Þetta er alveg svakalegt og þetta er, að okkar mati, möguleg eignaupptaka,“ segir Kolbrún en allt frá því að LSR tilkynnti um að skerðingarnar kæmu til framkvæmda hafa fjölmargir velt fyrir sér hvort stéttarfélögin muni láta reyna á lögmæti fyrir dómstólum landsins. Höfðaði mál Kennarasamband Íslands höfðaði mál gegn ríkinu vegna lagabreytinga um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna árið 2017 en Landsréttur vísaði því frá vegna þess að ekki var hægt að sýna fram á skaða því skerðingarnar höfðu þá ekki tekið gildi. Staðan mun, eins og gefur að skilja, breytast um næstu mánaðamót. Kolbrún var spurð hvort reynt verði lá lögmæti skerðingarinnar í ljósi þessara vendinga. „Nú erum við […] heildarsamtökin í samráði um að hvað gert verði og það er eitt af því sem er til skoðunar og tekin verður ákvörðun um.“ Málið keyrt í gegn Kolbrún var spurð hvort nóg hafi verið gert til að reyna að sporna gegn skerðingunum en hún svaraði því til að málið hafi verið keyrt í gegn. „Þótt öll heildarsamtök launafólks hafi sett hælana niður frá fyrsta degi þá er bara skriðþunginn í málinu þannig að þetta hefur bara verið keyrt áfram,“ segir Kolbrún.
Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum Lífeyrisþegi ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót. Formaður Kennarasambands Íslands segir nauðsynlegt að kanna hvort skerðingin standist lög. 5. júní 2023 21:31 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
Ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum Lífeyrisþegi ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót. Formaður Kennarasambands Íslands segir nauðsynlegt að kanna hvort skerðingin standist lög. 5. júní 2023 21:31