„Þetta er að okkar mati möguleg eignaupptaka“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2023 11:52 Kolbrún Halldórsdóttir er formaður BHM. BHM Heildarsamtök launafólks skoða nú hvort tilefni sé til að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar sem tekur gildi hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins um næstu mánaðamót. Kolbrún Halldórsdóttir, sem er nýtekin við sem formaður BHM, sagði í viðtali um málið í Bítinu í morgun þetta mál hafi lengi verið til umræðu og að fólk hefði vitað að skerðingar á lífeyri væru yfirvofandi meðal annars vegna hækkandi lífaldurs íslensku þjóðarinnar. „Þetta er bara mjög þungt og erfitt mál og varðar svo ótrúlega stóran hóp fólks,“ sagði Kolbrún. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá Gísla B. Árnasyni, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanni og lífeyrisþega, sem ætlaði sér ekki að taka skerðingunum þegjandi og hljóðalaust og hefur ákveðið að höfða mál gegn ríkinu. Hann fór á eftirlaun í desember 2022 og er einn af þeim sem lífeyrisþegum sem sér nú fram á 4,1 prósenta skerðingu. Hlusta má á viðtalið við Kolbrúnu Halldórsdóttur, formann BHM í heild sinni að neðan. Um næstu mánaðamót kemur til framkvæmda skerðing á lífeyrisréttindum sjóðsfélaga LSR. Skerðingin nemur að meðaltali 9,9 prósentum. Sem dæmi þá nemur skerðingin rúmum 12 prósentum hjá sjóðsfélaga sem er 25 ára en 6,6 prósentum hjá sjóðsfélaga sem er sextugur. Með lagabreytingu 2017, sem þessi breyting hvílir á, var sett inn ríkisábyrgð fyrir allra elsta hópinn, þannig mun ekkert breytast hjá 83 prósent, það er að segja þeirra sem taka lífeyri í dag. Þrátt fyrir að lengi hafi verið vitað í hvað stefndi brá fólki þegar tilkynnt var um skerðingarnar sem verða að meðaltali 9,9 prósent. „Þetta er rosalegt. Þetta er alveg svakalegt og þetta er, að okkar mati, möguleg eignaupptaka,“ segir Kolbrún en allt frá því að LSR tilkynnti um að skerðingarnar kæmu til framkvæmda hafa fjölmargir velt fyrir sér hvort stéttarfélögin muni láta reyna á lögmæti fyrir dómstólum landsins. Höfðaði mál Kennarasamband Íslands höfðaði mál gegn ríkinu vegna lagabreytinga um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna árið 2017 en Landsréttur vísaði því frá vegna þess að ekki var hægt að sýna fram á skaða því skerðingarnar höfðu þá ekki tekið gildi. Staðan mun, eins og gefur að skilja, breytast um næstu mánaðamót. Kolbrún var spurð hvort reynt verði lá lögmæti skerðingarinnar í ljósi þessara vendinga. „Nú erum við […] heildarsamtökin í samráði um að hvað gert verði og það er eitt af því sem er til skoðunar og tekin verður ákvörðun um.“ Málið keyrt í gegn Kolbrún var spurð hvort nóg hafi verið gert til að reyna að sporna gegn skerðingunum en hún svaraði því til að málið hafi verið keyrt í gegn. „Þótt öll heildarsamtök launafólks hafi sett hælana niður frá fyrsta degi þá er bara skriðþunginn í málinu þannig að þetta hefur bara verið keyrt áfram,“ segir Kolbrún. Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum Lífeyrisþegi ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót. Formaður Kennarasambands Íslands segir nauðsynlegt að kanna hvort skerðingin standist lög. 5. júní 2023 21:31 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
„Þetta er bara mjög þungt og erfitt mál og varðar svo ótrúlega stóran hóp fólks,“ sagði Kolbrún. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá Gísla B. Árnasyni, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanni og lífeyrisþega, sem ætlaði sér ekki að taka skerðingunum þegjandi og hljóðalaust og hefur ákveðið að höfða mál gegn ríkinu. Hann fór á eftirlaun í desember 2022 og er einn af þeim sem lífeyrisþegum sem sér nú fram á 4,1 prósenta skerðingu. Hlusta má á viðtalið við Kolbrúnu Halldórsdóttur, formann BHM í heild sinni að neðan. Um næstu mánaðamót kemur til framkvæmda skerðing á lífeyrisréttindum sjóðsfélaga LSR. Skerðingin nemur að meðaltali 9,9 prósentum. Sem dæmi þá nemur skerðingin rúmum 12 prósentum hjá sjóðsfélaga sem er 25 ára en 6,6 prósentum hjá sjóðsfélaga sem er sextugur. Með lagabreytingu 2017, sem þessi breyting hvílir á, var sett inn ríkisábyrgð fyrir allra elsta hópinn, þannig mun ekkert breytast hjá 83 prósent, það er að segja þeirra sem taka lífeyri í dag. Þrátt fyrir að lengi hafi verið vitað í hvað stefndi brá fólki þegar tilkynnt var um skerðingarnar sem verða að meðaltali 9,9 prósent. „Þetta er rosalegt. Þetta er alveg svakalegt og þetta er, að okkar mati, möguleg eignaupptaka,“ segir Kolbrún en allt frá því að LSR tilkynnti um að skerðingarnar kæmu til framkvæmda hafa fjölmargir velt fyrir sér hvort stéttarfélögin muni láta reyna á lögmæti fyrir dómstólum landsins. Höfðaði mál Kennarasamband Íslands höfðaði mál gegn ríkinu vegna lagabreytinga um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna árið 2017 en Landsréttur vísaði því frá vegna þess að ekki var hægt að sýna fram á skaða því skerðingarnar höfðu þá ekki tekið gildi. Staðan mun, eins og gefur að skilja, breytast um næstu mánaðamót. Kolbrún var spurð hvort reynt verði lá lögmæti skerðingarinnar í ljósi þessara vendinga. „Nú erum við […] heildarsamtökin í samráði um að hvað gert verði og það er eitt af því sem er til skoðunar og tekin verður ákvörðun um.“ Málið keyrt í gegn Kolbrún var spurð hvort nóg hafi verið gert til að reyna að sporna gegn skerðingunum en hún svaraði því til að málið hafi verið keyrt í gegn. „Þótt öll heildarsamtök launafólks hafi sett hælana niður frá fyrsta degi þá er bara skriðþunginn í málinu þannig að þetta hefur bara verið keyrt áfram,“ segir Kolbrún.
Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum Lífeyrisþegi ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót. Formaður Kennarasambands Íslands segir nauðsynlegt að kanna hvort skerðingin standist lög. 5. júní 2023 21:31 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum Lífeyrisþegi ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót. Formaður Kennarasambands Íslands segir nauðsynlegt að kanna hvort skerðingin standist lög. 5. júní 2023 21:31