„Ekki eitthvað sem allir foreldrar myndu leyfa“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 13:01 Sædís Rún Heiðarsdóttir er fyrirliði U19-landsliðs Íslands og leikmaður Stjörnunnar sem ætlar að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Stöð 2 Sport Sædís Rún Heiðarsdóttir úr Stjörnunni og Hafrún Rakel Halldórsdóttir úr Breiðabliki settust niður með Helenu Ólafsdóttur til að hita upp fyrir 7. umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Helena nýtti tækifærið til að kynnast þeim betur og komst að því hversu ung Sædís var þegar hún neyddist til að flytja í Garðabæ til að geta spilað fótbolta. Stórleikur Stjörnunnar og Breiðabliks á morgun stendur upp úr í sjöundu umferðinni og ljóst er að öllu verður til tjaldað á Kópavogsvelli. Leikirnir í 7. umferð. Að vanda eru allir leikirnir sýndir í beinni útsendingu, ýmist á Stöð 2 Sport, Stöð 2 Sport 5 eða Stöð 2 Bestu deildar rásunum. Þrátt fyrir ungan aldur er Sædís komin með stóra rullu í liði Stjörnunnar en þessi 18 ára bakvörður er jafnframt fyrirliði U19-landsliðsins sem spilar í lokakeppni EM í sumar. „Ekki sjálfgefið að fá að flytja að heiman í tíunda bekk“ Sædís er úr Ólafsvík og hóf þar meistaraflokksferil sinn en segir liðið hafa verið lagt niður sama ár, og þar með lá leiðin í Garðabæinn þó að grunnskólagöngunni væri ekki lokið: „Sambandið við Stjörnuna var einhvern veginn komið áður en ég vissi af. Ég er mjög þakklát fyrir tækifærið þar og það er ekki sjálfgefið að fá að flytja að heiman í tíunda bekk. Það er ekki eitthvað sem allir foreldrar myndu leyfa, þannig að ég er mjög þakklát foreldrum mínum fyrir að hafa leyft mér að gera það,“ sagði Sædís í spjallinu við Helenu. Hún kom til Stjörnunnar vön öðrum aðstæðum í Ólafsvík: „Þetta er allt annað. Við æfðum inni á parketi allt árið en núna er komið þarna gervigras og flottur völlur. Ég veit að 3. og 4. flokkur spila þar saman, til að ná í lið, og það er mjög sterkur árgangur þar. Ég held að það hafi hjálpað mér mikið að búa þarna. Ég æfði líka með strákunum, sem hefur skilað sér,“ segir Sædís. Hafrún Rakel Halldórsdóttir hefur byrjað leiktíðina frábærlega með Breiðabliki.Stöð 2 Sport Heldur sig í Mosfellsbænum Hafrún er sömuleiðis uppalin annars staðar en hjá því liði sem hún spilar fyrir í dag en hún kom til Breiðabliks úr Aftureldingu, og býr enn í Mosfellsbæ: „Það var bara kominn tímapunktur fyrir mig til að breyta til. Ég var búin að vera í yngri landsliðum og þurfti stærri áskorun,“ segir Hafrún sem kom til Breiðabliks fyrir tímabilið 2020. Upphitunarþáttinn með þeim Sædísi og Hafrúnu má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir sjöundu umferð Krakkarnir fengu að kíkja með í klefann Búast má við góðri umgjörð fyrir leikinn á Kópavogsvelli á morgun, sem verður í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Leiknum var flýtt til klukkan 18 með barnafjölskyldur í huga, enda segja þær Sædís og Hafrún tenginguna við leikmenn í yngri flokkum góða. Leikmenn Breiðabliks buðu þannig krökkunum í félaginu að koma og fylgjast með æfingu: „Krakkarnir mættu og fengu að vera uppi í stúku síðasta hálftímann, og komu svo niður á völl að spjalla við okkur. Svo fengu þau áritaðar myndir frá okkur, og að kíkja svo inn í klefa með okkur og sjá allt þar. Það er geggjað fyrir þau að fá að sjá hvernig þetta er allt hjá okkur,“ segir Hafrún. „Við höfum verið að kíkja á æfingar hjá yngri flokkunum, sérstaklega í kringum leiki hjá okkur, og héldum líka fótboltanámskeið. Ég held að þetta muni alltaf skila sér,“ segir Sædís sem tekur undir að það sé nauðsynlegt fyrir Stjörnuna að vinna annað kvöld, varðandi möguleika liðsins í toppbaráttunni. Staðan eftir sex umferðir í Bestu deildinni. Breiðablik tekur á móti Stjörnunni í stórleik 7. umferðarinnar. Virkilega spennt fyrir EM í sumar Eins og fyrr segir er Sædís fyrirliði U19-landsliðsins og þó að fókusinn sé á Stjörnuna þessa dagana þá hlakkar hún óneitanlega til lokamóts EM sem fram fer seinni hlutann í júlí: „Ég er virkilega spennt og þetta er risatækifæri okkur til að sjá hvar við stöndum miðað við þessi lið. Það er ekki á hverjum degi sem við fáum að spila við til dæmis Frakkland og Spán. Við erum með gott lið og þurfum bara að halda út í gegnum erfiðu kaflana sem koma í öllum leikjum. Ef við höldum hreinu þá náum við alltaf að henda inn einu marki.“ Allt of margar stelpur dottið út Hafrún á að baki 31 leik fyrir Íslands hönd, þar af 5 A-landsleik og 2 leiki fyrir U23-landsliðið sem nýlega var stofnað. „Það er gríðarlega nauðsynlegt. Ég hefði viljað fá enn fleiri verkefni á þessu ári,“ segir Hafrún um U23-landsliðið sem hún telur nauðsynlegt milliskref á milli U19- og A-landsliðanna: „Þetta er svo reglulegt. U17, svo beint í U19, og regluleg verkefni alltaf til að horfa til. En svo kemur eitthvað bil þarna og mér finnst allt of margar stelpur detta út, jafnvel bara út úr fótbolta, eftir U19-landsliðið, því þær vantar eitthvað markmið til að hafa,“ segir Hafrún í þættinum sem sjá má hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Stjarnan Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Stórleikur Stjörnunnar og Breiðabliks á morgun stendur upp úr í sjöundu umferðinni og ljóst er að öllu verður til tjaldað á Kópavogsvelli. Leikirnir í 7. umferð. Að vanda eru allir leikirnir sýndir í beinni útsendingu, ýmist á Stöð 2 Sport, Stöð 2 Sport 5 eða Stöð 2 Bestu deildar rásunum. Þrátt fyrir ungan aldur er Sædís komin með stóra rullu í liði Stjörnunnar en þessi 18 ára bakvörður er jafnframt fyrirliði U19-landsliðsins sem spilar í lokakeppni EM í sumar. „Ekki sjálfgefið að fá að flytja að heiman í tíunda bekk“ Sædís er úr Ólafsvík og hóf þar meistaraflokksferil sinn en segir liðið hafa verið lagt niður sama ár, og þar með lá leiðin í Garðabæinn þó að grunnskólagöngunni væri ekki lokið: „Sambandið við Stjörnuna var einhvern veginn komið áður en ég vissi af. Ég er mjög þakklát fyrir tækifærið þar og það er ekki sjálfgefið að fá að flytja að heiman í tíunda bekk. Það er ekki eitthvað sem allir foreldrar myndu leyfa, þannig að ég er mjög þakklát foreldrum mínum fyrir að hafa leyft mér að gera það,“ sagði Sædís í spjallinu við Helenu. Hún kom til Stjörnunnar vön öðrum aðstæðum í Ólafsvík: „Þetta er allt annað. Við æfðum inni á parketi allt árið en núna er komið þarna gervigras og flottur völlur. Ég veit að 3. og 4. flokkur spila þar saman, til að ná í lið, og það er mjög sterkur árgangur þar. Ég held að það hafi hjálpað mér mikið að búa þarna. Ég æfði líka með strákunum, sem hefur skilað sér,“ segir Sædís. Hafrún Rakel Halldórsdóttir hefur byrjað leiktíðina frábærlega með Breiðabliki.Stöð 2 Sport Heldur sig í Mosfellsbænum Hafrún er sömuleiðis uppalin annars staðar en hjá því liði sem hún spilar fyrir í dag en hún kom til Breiðabliks úr Aftureldingu, og býr enn í Mosfellsbæ: „Það var bara kominn tímapunktur fyrir mig til að breyta til. Ég var búin að vera í yngri landsliðum og þurfti stærri áskorun,“ segir Hafrún sem kom til Breiðabliks fyrir tímabilið 2020. Upphitunarþáttinn með þeim Sædísi og Hafrúnu má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir sjöundu umferð Krakkarnir fengu að kíkja með í klefann Búast má við góðri umgjörð fyrir leikinn á Kópavogsvelli á morgun, sem verður í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Leiknum var flýtt til klukkan 18 með barnafjölskyldur í huga, enda segja þær Sædís og Hafrún tenginguna við leikmenn í yngri flokkum góða. Leikmenn Breiðabliks buðu þannig krökkunum í félaginu að koma og fylgjast með æfingu: „Krakkarnir mættu og fengu að vera uppi í stúku síðasta hálftímann, og komu svo niður á völl að spjalla við okkur. Svo fengu þau áritaðar myndir frá okkur, og að kíkja svo inn í klefa með okkur og sjá allt þar. Það er geggjað fyrir þau að fá að sjá hvernig þetta er allt hjá okkur,“ segir Hafrún. „Við höfum verið að kíkja á æfingar hjá yngri flokkunum, sérstaklega í kringum leiki hjá okkur, og héldum líka fótboltanámskeið. Ég held að þetta muni alltaf skila sér,“ segir Sædís sem tekur undir að það sé nauðsynlegt fyrir Stjörnuna að vinna annað kvöld, varðandi möguleika liðsins í toppbaráttunni. Staðan eftir sex umferðir í Bestu deildinni. Breiðablik tekur á móti Stjörnunni í stórleik 7. umferðarinnar. Virkilega spennt fyrir EM í sumar Eins og fyrr segir er Sædís fyrirliði U19-landsliðsins og þó að fókusinn sé á Stjörnuna þessa dagana þá hlakkar hún óneitanlega til lokamóts EM sem fram fer seinni hlutann í júlí: „Ég er virkilega spennt og þetta er risatækifæri okkur til að sjá hvar við stöndum miðað við þessi lið. Það er ekki á hverjum degi sem við fáum að spila við til dæmis Frakkland og Spán. Við erum með gott lið og þurfum bara að halda út í gegnum erfiðu kaflana sem koma í öllum leikjum. Ef við höldum hreinu þá náum við alltaf að henda inn einu marki.“ Allt of margar stelpur dottið út Hafrún á að baki 31 leik fyrir Íslands hönd, þar af 5 A-landsleik og 2 leiki fyrir U23-landsliðið sem nýlega var stofnað. „Það er gríðarlega nauðsynlegt. Ég hefði viljað fá enn fleiri verkefni á þessu ári,“ segir Hafrún um U23-landsliðið sem hún telur nauðsynlegt milliskref á milli U19- og A-landsliðanna: „Þetta er svo reglulegt. U17, svo beint í U19, og regluleg verkefni alltaf til að horfa til. En svo kemur eitthvað bil þarna og mér finnst allt of margar stelpur detta út, jafnvel bara út úr fótbolta, eftir U19-landsliðið, því þær vantar eitthvað markmið til að hafa,“ segir Hafrún í þættinum sem sjá má hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Stjarnan Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti