„Ekki eitthvað sem allir foreldrar myndu leyfa“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 13:01 Sædís Rún Heiðarsdóttir er fyrirliði U19-landsliðs Íslands og leikmaður Stjörnunnar sem ætlar að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Stöð 2 Sport Sædís Rún Heiðarsdóttir úr Stjörnunni og Hafrún Rakel Halldórsdóttir úr Breiðabliki settust niður með Helenu Ólafsdóttur til að hita upp fyrir 7. umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Helena nýtti tækifærið til að kynnast þeim betur og komst að því hversu ung Sædís var þegar hún neyddist til að flytja í Garðabæ til að geta spilað fótbolta. Stórleikur Stjörnunnar og Breiðabliks á morgun stendur upp úr í sjöundu umferðinni og ljóst er að öllu verður til tjaldað á Kópavogsvelli. Leikirnir í 7. umferð. Að vanda eru allir leikirnir sýndir í beinni útsendingu, ýmist á Stöð 2 Sport, Stöð 2 Sport 5 eða Stöð 2 Bestu deildar rásunum. Þrátt fyrir ungan aldur er Sædís komin með stóra rullu í liði Stjörnunnar en þessi 18 ára bakvörður er jafnframt fyrirliði U19-landsliðsins sem spilar í lokakeppni EM í sumar. „Ekki sjálfgefið að fá að flytja að heiman í tíunda bekk“ Sædís er úr Ólafsvík og hóf þar meistaraflokksferil sinn en segir liðið hafa verið lagt niður sama ár, og þar með lá leiðin í Garðabæinn þó að grunnskólagöngunni væri ekki lokið: „Sambandið við Stjörnuna var einhvern veginn komið áður en ég vissi af. Ég er mjög þakklát fyrir tækifærið þar og það er ekki sjálfgefið að fá að flytja að heiman í tíunda bekk. Það er ekki eitthvað sem allir foreldrar myndu leyfa, þannig að ég er mjög þakklát foreldrum mínum fyrir að hafa leyft mér að gera það,“ sagði Sædís í spjallinu við Helenu. Hún kom til Stjörnunnar vön öðrum aðstæðum í Ólafsvík: „Þetta er allt annað. Við æfðum inni á parketi allt árið en núna er komið þarna gervigras og flottur völlur. Ég veit að 3. og 4. flokkur spila þar saman, til að ná í lið, og það er mjög sterkur árgangur þar. Ég held að það hafi hjálpað mér mikið að búa þarna. Ég æfði líka með strákunum, sem hefur skilað sér,“ segir Sædís. Hafrún Rakel Halldórsdóttir hefur byrjað leiktíðina frábærlega með Breiðabliki.Stöð 2 Sport Heldur sig í Mosfellsbænum Hafrún er sömuleiðis uppalin annars staðar en hjá því liði sem hún spilar fyrir í dag en hún kom til Breiðabliks úr Aftureldingu, og býr enn í Mosfellsbæ: „Það var bara kominn tímapunktur fyrir mig til að breyta til. Ég var búin að vera í yngri landsliðum og þurfti stærri áskorun,“ segir Hafrún sem kom til Breiðabliks fyrir tímabilið 2020. Upphitunarþáttinn með þeim Sædísi og Hafrúnu má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir sjöundu umferð Krakkarnir fengu að kíkja með í klefann Búast má við góðri umgjörð fyrir leikinn á Kópavogsvelli á morgun, sem verður í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Leiknum var flýtt til klukkan 18 með barnafjölskyldur í huga, enda segja þær Sædís og Hafrún tenginguna við leikmenn í yngri flokkum góða. Leikmenn Breiðabliks buðu þannig krökkunum í félaginu að koma og fylgjast með æfingu: „Krakkarnir mættu og fengu að vera uppi í stúku síðasta hálftímann, og komu svo niður á völl að spjalla við okkur. Svo fengu þau áritaðar myndir frá okkur, og að kíkja svo inn í klefa með okkur og sjá allt þar. Það er geggjað fyrir þau að fá að sjá hvernig þetta er allt hjá okkur,“ segir Hafrún. „Við höfum verið að kíkja á æfingar hjá yngri flokkunum, sérstaklega í kringum leiki hjá okkur, og héldum líka fótboltanámskeið. Ég held að þetta muni alltaf skila sér,“ segir Sædís sem tekur undir að það sé nauðsynlegt fyrir Stjörnuna að vinna annað kvöld, varðandi möguleika liðsins í toppbaráttunni. Staðan eftir sex umferðir í Bestu deildinni. Breiðablik tekur á móti Stjörnunni í stórleik 7. umferðarinnar. Virkilega spennt fyrir EM í sumar Eins og fyrr segir er Sædís fyrirliði U19-landsliðsins og þó að fókusinn sé á Stjörnuna þessa dagana þá hlakkar hún óneitanlega til lokamóts EM sem fram fer seinni hlutann í júlí: „Ég er virkilega spennt og þetta er risatækifæri okkur til að sjá hvar við stöndum miðað við þessi lið. Það er ekki á hverjum degi sem við fáum að spila við til dæmis Frakkland og Spán. Við erum með gott lið og þurfum bara að halda út í gegnum erfiðu kaflana sem koma í öllum leikjum. Ef við höldum hreinu þá náum við alltaf að henda inn einu marki.“ Allt of margar stelpur dottið út Hafrún á að baki 31 leik fyrir Íslands hönd, þar af 5 A-landsleik og 2 leiki fyrir U23-landsliðið sem nýlega var stofnað. „Það er gríðarlega nauðsynlegt. Ég hefði viljað fá enn fleiri verkefni á þessu ári,“ segir Hafrún um U23-landsliðið sem hún telur nauðsynlegt milliskref á milli U19- og A-landsliðanna: „Þetta er svo reglulegt. U17, svo beint í U19, og regluleg verkefni alltaf til að horfa til. En svo kemur eitthvað bil þarna og mér finnst allt of margar stelpur detta út, jafnvel bara út úr fótbolta, eftir U19-landsliðið, því þær vantar eitthvað markmið til að hafa,“ segir Hafrún í þættinum sem sjá má hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Stjarnan Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Stórleikur Stjörnunnar og Breiðabliks á morgun stendur upp úr í sjöundu umferðinni og ljóst er að öllu verður til tjaldað á Kópavogsvelli. Leikirnir í 7. umferð. Að vanda eru allir leikirnir sýndir í beinni útsendingu, ýmist á Stöð 2 Sport, Stöð 2 Sport 5 eða Stöð 2 Bestu deildar rásunum. Þrátt fyrir ungan aldur er Sædís komin með stóra rullu í liði Stjörnunnar en þessi 18 ára bakvörður er jafnframt fyrirliði U19-landsliðsins sem spilar í lokakeppni EM í sumar. „Ekki sjálfgefið að fá að flytja að heiman í tíunda bekk“ Sædís er úr Ólafsvík og hóf þar meistaraflokksferil sinn en segir liðið hafa verið lagt niður sama ár, og þar með lá leiðin í Garðabæinn þó að grunnskólagöngunni væri ekki lokið: „Sambandið við Stjörnuna var einhvern veginn komið áður en ég vissi af. Ég er mjög þakklát fyrir tækifærið þar og það er ekki sjálfgefið að fá að flytja að heiman í tíunda bekk. Það er ekki eitthvað sem allir foreldrar myndu leyfa, þannig að ég er mjög þakklát foreldrum mínum fyrir að hafa leyft mér að gera það,“ sagði Sædís í spjallinu við Helenu. Hún kom til Stjörnunnar vön öðrum aðstæðum í Ólafsvík: „Þetta er allt annað. Við æfðum inni á parketi allt árið en núna er komið þarna gervigras og flottur völlur. Ég veit að 3. og 4. flokkur spila þar saman, til að ná í lið, og það er mjög sterkur árgangur þar. Ég held að það hafi hjálpað mér mikið að búa þarna. Ég æfði líka með strákunum, sem hefur skilað sér,“ segir Sædís. Hafrún Rakel Halldórsdóttir hefur byrjað leiktíðina frábærlega með Breiðabliki.Stöð 2 Sport Heldur sig í Mosfellsbænum Hafrún er sömuleiðis uppalin annars staðar en hjá því liði sem hún spilar fyrir í dag en hún kom til Breiðabliks úr Aftureldingu, og býr enn í Mosfellsbæ: „Það var bara kominn tímapunktur fyrir mig til að breyta til. Ég var búin að vera í yngri landsliðum og þurfti stærri áskorun,“ segir Hafrún sem kom til Breiðabliks fyrir tímabilið 2020. Upphitunarþáttinn með þeim Sædísi og Hafrúnu má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir sjöundu umferð Krakkarnir fengu að kíkja með í klefann Búast má við góðri umgjörð fyrir leikinn á Kópavogsvelli á morgun, sem verður í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Leiknum var flýtt til klukkan 18 með barnafjölskyldur í huga, enda segja þær Sædís og Hafrún tenginguna við leikmenn í yngri flokkum góða. Leikmenn Breiðabliks buðu þannig krökkunum í félaginu að koma og fylgjast með æfingu: „Krakkarnir mættu og fengu að vera uppi í stúku síðasta hálftímann, og komu svo niður á völl að spjalla við okkur. Svo fengu þau áritaðar myndir frá okkur, og að kíkja svo inn í klefa með okkur og sjá allt þar. Það er geggjað fyrir þau að fá að sjá hvernig þetta er allt hjá okkur,“ segir Hafrún. „Við höfum verið að kíkja á æfingar hjá yngri flokkunum, sérstaklega í kringum leiki hjá okkur, og héldum líka fótboltanámskeið. Ég held að þetta muni alltaf skila sér,“ segir Sædís sem tekur undir að það sé nauðsynlegt fyrir Stjörnuna að vinna annað kvöld, varðandi möguleika liðsins í toppbaráttunni. Staðan eftir sex umferðir í Bestu deildinni. Breiðablik tekur á móti Stjörnunni í stórleik 7. umferðarinnar. Virkilega spennt fyrir EM í sumar Eins og fyrr segir er Sædís fyrirliði U19-landsliðsins og þó að fókusinn sé á Stjörnuna þessa dagana þá hlakkar hún óneitanlega til lokamóts EM sem fram fer seinni hlutann í júlí: „Ég er virkilega spennt og þetta er risatækifæri okkur til að sjá hvar við stöndum miðað við þessi lið. Það er ekki á hverjum degi sem við fáum að spila við til dæmis Frakkland og Spán. Við erum með gott lið og þurfum bara að halda út í gegnum erfiðu kaflana sem koma í öllum leikjum. Ef við höldum hreinu þá náum við alltaf að henda inn einu marki.“ Allt of margar stelpur dottið út Hafrún á að baki 31 leik fyrir Íslands hönd, þar af 5 A-landsleik og 2 leiki fyrir U23-landsliðið sem nýlega var stofnað. „Það er gríðarlega nauðsynlegt. Ég hefði viljað fá enn fleiri verkefni á þessu ári,“ segir Hafrún um U23-landsliðið sem hún telur nauðsynlegt milliskref á milli U19- og A-landsliðanna: „Þetta er svo reglulegt. U17, svo beint í U19, og regluleg verkefni alltaf til að horfa til. En svo kemur eitthvað bil þarna og mér finnst allt of margar stelpur detta út, jafnvel bara út úr fótbolta, eftir U19-landsliðið, því þær vantar eitthvað markmið til að hafa,“ segir Hafrún í þættinum sem sjá má hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Stjarnan Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira