„Fínt að deila þessu með honum í smástund“ Sindri Sverrisson skrifar 5. júní 2023 12:31 Kolbeinn Höður Gunnarsson hefur verið að gera góða hluti á mótum í Danmörku og Noregi undanfarna daga. FRÍ/Marta María „Það er ágætis afrek,“ segir Kolbeinn Höður Gunnarsson sem nú getur státað sig af því að enginn Íslendingur hafi nokkru sinni hlaupið hraðar en hann – að minnsta kosti frá því að tímatökur í frjálsum íþróttum hófust. Þessi 27 ára gamli FH-ingur, og áður Akureyringur, jafnaði um helgina sex ára gamalt Íslandsmet Ara Braga Kárasonar í 100 metra hlaupi, á býsna sterku móti í Bergen í Noregi. Metið er 10,51 sekúndur og Kolbeinn hefur fulla trú á að sér takist að slá metið í sumar. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) „Það er fínt að deila þessu með honum [Ara Braga] í smástund. Leyfa honum að hafa þetta aðeins lengur,“ segir Kolbeinn léttur í samtali við Vísi. Kolbeinn er í miðri mótatörn á Norðurlöndum sem lýkur með Kaupmannahafnarleikunum á miðvikudag. Hann sló Íslandsmet sitt í 200 metra hlaupi í Danmörku fyrir rúmri viku, eins og sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Á mótinu í Danmörku hljóp hann einnig á besta tíma Íslendings í 100 metra hlaupi, eða 10,29 sekúndum, en meðvindur (2,4 m/s) var of mikill til að það teldist Íslandsmet. „Veit að ég á mikið meira inni“ Kolbeinn jafnaði svo hins vegar metið í 100 metra hlaupinu á Trond Mohn Games í Bergen á laugardag, þar sem hann varð í 4. sæti. „Ég mætti þarna til Bergen á frekar sterkt mót, það er rankað sem „silfurmót“, og í ágætar aðstæður þó að það væri frekar kalt. Ég hljóp mig inn í úrslit og endaði í 4. sæti þar en vildi nú að minnsta kosti ná topp þremur þar, og tel mig alveg geta náð því. En ég sætti mig við þetta, og að hafa jafnað Íslandsmetið. Ég stefndi á að slá það en veit að ég á mikið meira inni og það kemur þegar það kemur,“ segir Kolbeinn. Hann var því auðvitað vel meðvitaður um hvert Íslandsmetið væri og ætlar sér að slá það í sumar. „Já, maður er alltaf með þetta á bakvið eyrað. Ég er nú þegar búinn að hlaupa vel undir því, í síðustu viku, en það var bara aðeins of mikill vindur til þess að það væri tekið löglegt. Ef tíminn væri aðlagaður miðað við löglegan vind þá væri hann samt vel undir núverandi Íslandsmeti. Þetta er bara spurning um að hitta á fínar aðstæður og góða keppni, þá ætti metið að falla nokkuð örugglega,“ segir Kolbeinn, sem eftir Kaupmannahafnarleikana fer til Tenerife í vikulangar æfingabúðir og keppir svo fyrir Íslands hönd í Evrópubikar landsliða í Póllandi. Frjálsar íþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Þessi 27 ára gamli FH-ingur, og áður Akureyringur, jafnaði um helgina sex ára gamalt Íslandsmet Ara Braga Kárasonar í 100 metra hlaupi, á býsna sterku móti í Bergen í Noregi. Metið er 10,51 sekúndur og Kolbeinn hefur fulla trú á að sér takist að slá metið í sumar. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) „Það er fínt að deila þessu með honum [Ara Braga] í smástund. Leyfa honum að hafa þetta aðeins lengur,“ segir Kolbeinn léttur í samtali við Vísi. Kolbeinn er í miðri mótatörn á Norðurlöndum sem lýkur með Kaupmannahafnarleikunum á miðvikudag. Hann sló Íslandsmet sitt í 200 metra hlaupi í Danmörku fyrir rúmri viku, eins og sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Á mótinu í Danmörku hljóp hann einnig á besta tíma Íslendings í 100 metra hlaupi, eða 10,29 sekúndum, en meðvindur (2,4 m/s) var of mikill til að það teldist Íslandsmet. „Veit að ég á mikið meira inni“ Kolbeinn jafnaði svo hins vegar metið í 100 metra hlaupinu á Trond Mohn Games í Bergen á laugardag, þar sem hann varð í 4. sæti. „Ég mætti þarna til Bergen á frekar sterkt mót, það er rankað sem „silfurmót“, og í ágætar aðstæður þó að það væri frekar kalt. Ég hljóp mig inn í úrslit og endaði í 4. sæti þar en vildi nú að minnsta kosti ná topp þremur þar, og tel mig alveg geta náð því. En ég sætti mig við þetta, og að hafa jafnað Íslandsmetið. Ég stefndi á að slá það en veit að ég á mikið meira inni og það kemur þegar það kemur,“ segir Kolbeinn. Hann var því auðvitað vel meðvitaður um hvert Íslandsmetið væri og ætlar sér að slá það í sumar. „Já, maður er alltaf með þetta á bakvið eyrað. Ég er nú þegar búinn að hlaupa vel undir því, í síðustu viku, en það var bara aðeins of mikill vindur til þess að það væri tekið löglegt. Ef tíminn væri aðlagaður miðað við löglegan vind þá væri hann samt vel undir núverandi Íslandsmeti. Þetta er bara spurning um að hitta á fínar aðstæður og góða keppni, þá ætti metið að falla nokkuð örugglega,“ segir Kolbeinn, sem eftir Kaupmannahafnarleikana fer til Tenerife í vikulangar æfingabúðir og keppir svo fyrir Íslands hönd í Evrópubikar landsliða í Póllandi.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum