Foreldrar skulu gera ráðstafanir Margrét Björk Jónsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 4. júní 2023 19:30 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir stöðuna einfalda: Fólkið þeirra krefjist sömu launa fyrir sömu vinnu og í öðrum sveitarfélögum. Vísir/Vilhelm Freyja Steingrímsdóttir samskiptastjóri BSRB segir lítið hafi breyst í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Enn er fundað í karphúsinu en allsherjarverkfall hefst að óbreyttu á morgun. Foreldrar leikskólabarna ættu að gera ráðstafanir og gera ráð fyrir að til verkfalla komi á morgun hjá félagsmönnum. Um er að ræða verkfall sem nær yfir 2500 manns í 29 sveitafélögum. Starfsmenn 150 vinnustaða, þar af sjötíu leikskóla auk sundlauga og bæjarskrifstofa, munu þá leggja niður störf. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu BSRB. Rætt var við samningsaðila í kvöldfréttum Stöðvar 2, áður en þær gengu til fundar í dag: „Við erum komin til að reyna að ná sátt og til að semja,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga. „Við byrjum alla daga bjartsýn og jákvæð.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir stöðuna einfalda: Fólkið þeirra krefjist sömu launa fyrir sömu vinnu og í öðrum sveitarfélögum. „Miðað við þær vendingar sem hafa verið á síðustu dögum þá er það í raun það atriði sem stendur út af. Fólkið okkar hefur sagt mjög skýrt að það ætlar ekki að vera á lægri launum en fólk sem starfar þeim við hlið á ársgrundvelli,“ segir hún. Hvernig metur þú stöðuna. Stefnir í allsherjarverkfall? „Það er erfitt að segja til um það. Ef það kemur einhver afstöðubreyting frá sambandinu núna þá getum við gengið hratt og vel frá þessu,“ sagði Sonja Ýr í dag. Staðan nú í kvöld er hins vegar mjög viðkvæm, að sögn samskiptastjóra. Strandaði á kröfum um afturvirkni Inga Rún hjá Sambandi sveitarfélaga segir að skoðað hafi verið hækka lægstu laun verulega. „Samningstilboðið sem liggur á borðinu gefur öllum verulegar góðar hækkanir. Þetta er besti samningur sem hefur verið í boði á opinberum vinnumarkaði í þessum kjaraviðræðum. Þannig við teljum okkur vera að bjóða gríðarlega vel,“ segir Inga. Fyrir helgi sagði hún að viðræðurnar strönduðu á kröfu BSRB um afturvirkni. Hún segir að ekki verði orðið við þeim kröfum. „Við höfum hafnað því, því þarna er að ræða kjarasamning sem er að fullu efndur og útrunninn.“ Sonja segir hinsvegar að ekki sé verið að horfa til afturvirkni í lengri tíma heldur til þess að félagsfólk þeirra sé gríðarlega ósátt við að búa ekki við sömu kjör á ársgrundvelli og fólkið sem starfar þeim við hlið. „Í dag er það raunverulega þetta verkefni, að fólk verði ekki lengur óánægt. Þau eru sár og reið yfir því að þurfa að leggja niður störf til að knýja fram þessa kröfu um sömu laun fyrir sömu störf. Stóra verkefnið er að finna sáttina.“ Það er ljóst að mikið er undir og áhrif allsherjarverkfalls sem hefst að óbreyttu á morgun verða gífurleg. Inga segir yfirvofandi verkfall án vafa hafa áhrif á fundarhöld dagsins. „Já ég held að það hljóti að gera það og við tökum þetta öll mjög alvarlega. Ég efast ekki um það,“ segir Inga. Kjaramál Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Sjá meira
Foreldrar leikskólabarna ættu að gera ráðstafanir og gera ráð fyrir að til verkfalla komi á morgun hjá félagsmönnum. Um er að ræða verkfall sem nær yfir 2500 manns í 29 sveitafélögum. Starfsmenn 150 vinnustaða, þar af sjötíu leikskóla auk sundlauga og bæjarskrifstofa, munu þá leggja niður störf. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu BSRB. Rætt var við samningsaðila í kvöldfréttum Stöðvar 2, áður en þær gengu til fundar í dag: „Við erum komin til að reyna að ná sátt og til að semja,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga. „Við byrjum alla daga bjartsýn og jákvæð.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir stöðuna einfalda: Fólkið þeirra krefjist sömu launa fyrir sömu vinnu og í öðrum sveitarfélögum. „Miðað við þær vendingar sem hafa verið á síðustu dögum þá er það í raun það atriði sem stendur út af. Fólkið okkar hefur sagt mjög skýrt að það ætlar ekki að vera á lægri launum en fólk sem starfar þeim við hlið á ársgrundvelli,“ segir hún. Hvernig metur þú stöðuna. Stefnir í allsherjarverkfall? „Það er erfitt að segja til um það. Ef það kemur einhver afstöðubreyting frá sambandinu núna þá getum við gengið hratt og vel frá þessu,“ sagði Sonja Ýr í dag. Staðan nú í kvöld er hins vegar mjög viðkvæm, að sögn samskiptastjóra. Strandaði á kröfum um afturvirkni Inga Rún hjá Sambandi sveitarfélaga segir að skoðað hafi verið hækka lægstu laun verulega. „Samningstilboðið sem liggur á borðinu gefur öllum verulegar góðar hækkanir. Þetta er besti samningur sem hefur verið í boði á opinberum vinnumarkaði í þessum kjaraviðræðum. Þannig við teljum okkur vera að bjóða gríðarlega vel,“ segir Inga. Fyrir helgi sagði hún að viðræðurnar strönduðu á kröfu BSRB um afturvirkni. Hún segir að ekki verði orðið við þeim kröfum. „Við höfum hafnað því, því þarna er að ræða kjarasamning sem er að fullu efndur og útrunninn.“ Sonja segir hinsvegar að ekki sé verið að horfa til afturvirkni í lengri tíma heldur til þess að félagsfólk þeirra sé gríðarlega ósátt við að búa ekki við sömu kjör á ársgrundvelli og fólkið sem starfar þeim við hlið. „Í dag er það raunverulega þetta verkefni, að fólk verði ekki lengur óánægt. Þau eru sár og reið yfir því að þurfa að leggja niður störf til að knýja fram þessa kröfu um sömu laun fyrir sömu störf. Stóra verkefnið er að finna sáttina.“ Það er ljóst að mikið er undir og áhrif allsherjarverkfalls sem hefst að óbreyttu á morgun verða gífurleg. Inga segir yfirvofandi verkfall án vafa hafa áhrif á fundarhöld dagsins. „Já ég held að það hljóti að gera það og við tökum þetta öll mjög alvarlega. Ég efast ekki um það,“ segir Inga.
Kjaramál Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Sjá meira