Silver Cross barnavagnar til sýnis á Skagaströnd Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júní 2023 12:31 Helena segist alltaf geta bætt á sig Silver Cross vögnum ef einhverjum vantar að losa sig við slíkan vagn. Þá er bara að setja sig í samband við hana. Aðsend Þrettán Silver Cross barnavagnar eru nú til sýnis á Skagaströnd en kona á staðnum hefur safnað vögnunum saman og skrifað sögu hvers og eins. Hún segir glæsileikann verða merkilegast við Silver Cross vagna. Það hefur verið heilmikil dagskrá í tengslum við sjómannadaginn á Skagströnd en dagskráin hófst á fimmtudaginn og líkur síðdegis í dag. Hluti af dagskránni er sýning á Silver Cross barnavögnum, sem fer fram í kjallaranum í Bjarmanesi. Þar eru 13 glæsilegir vagnar, sem Helena Mara Velemir á eða hefur fengið að láni hjá fólki á staðnum. „Ég hef bara lengi haft áhuga á Silver Cross barnavögnum og vissi að það væri til mikið af þeim í geymslum hér á Skagaströnd. Ég byrjaði bara að hafa samband við þær konur, sem ég vissi að voru að geyma sína vagna og svo setti ég bara á Facebook síðu, sem við íbúar eigum hérna og óskaði eftir restinni. Flestir vagnanna eru bara ofboðslega vel með farnir því þetta er náttúrulega bara gull hjá þeim, sem geyma en eðlilega er farið að sjá á einhverjum líka. Margir þeirra orðnir 50 til 60 ára,“ segir Helena. Vagnarnir eru mjög flottir og vel með farnir.Aðsend En hvað er svona merkilegast við Silver Cross barnavagna að mati hennar? „Það er glæsileikinn, það er svo mikill stíll að vera með svona vagn. Þetta voru vagnar, sem voru mikið í notkun, gríðarlega mikið, það þekkja það allir.“ Hverjum barnavagni fylgir saga hans, sem Helena hefur tekið saman. „Já, ég fékk að hitta vagnaeigendur og fara aðeins yfir af hverju þær keyptu sér Silver Cross til að byrja með. Þeir eru allir rosalega flottir á litinn, rauðir, grænir, bláir og brúnir svo dæmi séu tekin,“ segir Helena. Íbúum á Skagaströnd og þar í nágrenninu, ásamt gestum sem eru á ferðinni geta barð vagnanna augum í dag á milli 16:00 og 18:00, sjómannadaginn. Og að lokum hvetur Helena eigendur Silver Cross barnavagna sem eru með vagna sína inn í geymslu að safna ryki að hafa samband við sig, hún geti alltaf bættum vögnum við í safnið sitt. Helena segist alltaf geta bætt á sig Silver Cross vögnum ef einhverjum vantar að losa sig við slíkan vagn. Þá er bara að setja sig í samband við hana.Aðsend Skagaströnd Börn og uppeldi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sjá meira
Það hefur verið heilmikil dagskrá í tengslum við sjómannadaginn á Skagströnd en dagskráin hófst á fimmtudaginn og líkur síðdegis í dag. Hluti af dagskránni er sýning á Silver Cross barnavögnum, sem fer fram í kjallaranum í Bjarmanesi. Þar eru 13 glæsilegir vagnar, sem Helena Mara Velemir á eða hefur fengið að láni hjá fólki á staðnum. „Ég hef bara lengi haft áhuga á Silver Cross barnavögnum og vissi að það væri til mikið af þeim í geymslum hér á Skagaströnd. Ég byrjaði bara að hafa samband við þær konur, sem ég vissi að voru að geyma sína vagna og svo setti ég bara á Facebook síðu, sem við íbúar eigum hérna og óskaði eftir restinni. Flestir vagnanna eru bara ofboðslega vel með farnir því þetta er náttúrulega bara gull hjá þeim, sem geyma en eðlilega er farið að sjá á einhverjum líka. Margir þeirra orðnir 50 til 60 ára,“ segir Helena. Vagnarnir eru mjög flottir og vel með farnir.Aðsend En hvað er svona merkilegast við Silver Cross barnavagna að mati hennar? „Það er glæsileikinn, það er svo mikill stíll að vera með svona vagn. Þetta voru vagnar, sem voru mikið í notkun, gríðarlega mikið, það þekkja það allir.“ Hverjum barnavagni fylgir saga hans, sem Helena hefur tekið saman. „Já, ég fékk að hitta vagnaeigendur og fara aðeins yfir af hverju þær keyptu sér Silver Cross til að byrja með. Þeir eru allir rosalega flottir á litinn, rauðir, grænir, bláir og brúnir svo dæmi séu tekin,“ segir Helena. Íbúum á Skagaströnd og þar í nágrenninu, ásamt gestum sem eru á ferðinni geta barð vagnanna augum í dag á milli 16:00 og 18:00, sjómannadaginn. Og að lokum hvetur Helena eigendur Silver Cross barnavagna sem eru með vagna sína inn í geymslu að safna ryki að hafa samband við sig, hún geti alltaf bættum vögnum við í safnið sitt. Helena segist alltaf geta bætt á sig Silver Cross vögnum ef einhverjum vantar að losa sig við slíkan vagn. Þá er bara að setja sig í samband við hana.Aðsend
Skagaströnd Börn og uppeldi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sjá meira