Annie mögnuð í sjöttu grein: Sara upplifði afar erfiða stund Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2023 09:23 Upplifun Ragnheiðar Söru og Anniear af sjöttu grein undanúrslitamótsins var gjörólík Vísir/Samsett mynd Annie Mist Þórisdóttir byrjaði daginn af krafti á undanúrslitamóti CrossFit í Berlín fyrir heimsleikana sem fara fram í ágúst. Annie endaði í 2. sæti í sjöttu grein mótsins og stendur afar vel að vígi fyrir lokagrein dagsins Annie hóf daginn í 2. sæti í heildarstigakeppni mótsins og í grein dagsins kom hún aðeins á eftir efstu konu á styrkleikalista CrossFit, hinni ungversku Laura Horvath. Árangur Anniear í sjöttu greininni færði henni alls 97 stig í heildarstigakeppninni og er hún áfram í 2. sæti mótsins, sextán stigum á eftir Gabriela Migala sem leiðir mótið fyrir lokagrein þess síðar í dag. Þuríður Erla Helgadóttir stóð sig frábærlega í sjöttu greininni og endaði í sjötta sæti. Hún vinnur sig upp um þrjú sæti milli greina. Þá gerði Sólveig Sigurðardóttir einnig vel í sjöttu greininni og endaði í 17. Sæti. Hún er sem stendur í 21. sæti mótsins. Sárt að horfa á Söru Á meðan að Annie og Þuríður áttu afar góðu gengi að fagna í sjöttu grein undanúrslitamótsins átti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir erfitt uppdráttar. Hún féll á tíma í sjöttu greininni eftir að hafa átt í erfiðleikum með einn hluta hennar, klifur upp og niður kaðal þar sem ekki mátti nota fæturna sér til stuðnings. Heyra mátti á lýsendum í beinni útsendingu á mótinu hversu mikið þeir fundu til með Söru á þessum tímapunkti. Íslenska valkyrjan sýndi þó styrk og þrautseigju með því að gefast ekki upp og halda áfram, aftur og aftur, að reyna klára greinina. Sara er sem stendur í 18. sæti undanúrslitamótsins en ellefu efstu keppendurnir í kvennaflokki tryggja sér sæti á heimsleikunum í ágúst. CrossFit Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Annie hóf daginn í 2. sæti í heildarstigakeppni mótsins og í grein dagsins kom hún aðeins á eftir efstu konu á styrkleikalista CrossFit, hinni ungversku Laura Horvath. Árangur Anniear í sjöttu greininni færði henni alls 97 stig í heildarstigakeppninni og er hún áfram í 2. sæti mótsins, sextán stigum á eftir Gabriela Migala sem leiðir mótið fyrir lokagrein þess síðar í dag. Þuríður Erla Helgadóttir stóð sig frábærlega í sjöttu greininni og endaði í sjötta sæti. Hún vinnur sig upp um þrjú sæti milli greina. Þá gerði Sólveig Sigurðardóttir einnig vel í sjöttu greininni og endaði í 17. Sæti. Hún er sem stendur í 21. sæti mótsins. Sárt að horfa á Söru Á meðan að Annie og Þuríður áttu afar góðu gengi að fagna í sjöttu grein undanúrslitamótsins átti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir erfitt uppdráttar. Hún féll á tíma í sjöttu greininni eftir að hafa átt í erfiðleikum með einn hluta hennar, klifur upp og niður kaðal þar sem ekki mátti nota fæturna sér til stuðnings. Heyra mátti á lýsendum í beinni útsendingu á mótinu hversu mikið þeir fundu til með Söru á þessum tímapunkti. Íslenska valkyrjan sýndi þó styrk og þrautseigju með því að gefast ekki upp og halda áfram, aftur og aftur, að reyna klára greinina. Sara er sem stendur í 18. sæti undanúrslitamótsins en ellefu efstu keppendurnir í kvennaflokki tryggja sér sæti á heimsleikunum í ágúst.
CrossFit Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira