Verkferlar í Reykjadal hafi verið bættir strax í haust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2023 19:44 Andrea Rói Sigurbjörns er forstöðumaður Reykjadals. Aðsend Verfkerlar í Reykjadal, sumarbúðum fyrir fötluð börn, hafa verið uppfærðir og þeir lagfærðir, eftir að stúlka sem dvaldi þar síðasta sumar sagði þroskaskertan starfsmann hafa beitt hana kynferðisofbeldi. Forstöðumaður segir athugasemdir við viðbrögðum teknar alvarlega. Málið kom upp síðasta sumar, þegar fötluð stúlka, sem var gestur í Reykjadal, greindi frá því á heimferðardegi að þroskaskertur starfsmaður sumarbúðanna hefði brotið á henni með því að snerta einkastaði hennar. Í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir að viðbrögð starfsmanna hafi verið ómarkviss, ámælisverð og alvarleg. Foreldrar stúlkunnar hafa fagnað skýrslunni og segja hana staðfesta það sem þeir hafi sagt um málið frá upphafi. Forstöðumaður Reykjadals segir að búið sé að uppfæra verkferla til að koma í veg fyrir slík mál í framtíðinni. „Við erum bara ótrúlega þakklát að Gæða- og eftirlitsstofnun hafi tekið þessi svona alvarlega, eins og við gerum líka. Við höfum fundað með stofnuninni og tökum öllum ábendingum þeirra mjög alvarlega,“ segir Andrea Rói Sigurbjörns, forstöðumaður Reykjadals. Litið hafi verið til athugasemda vegna mönnunar og teknir upp strax í haust. Þá hafi starfsfólk fengið víðtæka fræðslu um hvernig fyrirbyggja eigi mál sem þetta og hvernig bregðast beri við ef þau koma upp. Fyrsta skrefið þegar upp komi grunur um kynferðisofbeldi sé að hringja í strax lögregluna, sem var ekki gert samkvæmt skýrslu gæða- og eftirlitsstofnunar. Boðar bætt vinnubrögð Andrea segir viðbrögð starfsmanna hafa verið í samræmi við þá verkferla sem voru í gildi, sem þó hafi ekki verið nógu góðir. „Því miður var þetta það eina sem við vissum og þær upplýsingar sem við höfðum á þessum tíma. Núna vitum við betur og ætlum að gera betur í framtíðinni með því að styðjast við nýju verkferlana okkar.“ Stjórnendur ætli sér ekki að véfengja það sem foreldrar hafi sagt um málið. „Við erum sumarbúðir og okkur langar bara ótrúlega að vera til staðar fyrir gestina okkar og fjölskyldur þeirra og komum bara vel undirbúin í sumarið.“ Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Tengdar fréttir Viðbrögð starfsmanna hafi verið alvarleg, ómarkviss og ámælisverð Viðbrögð starfsmanna sumarbúðanna í Reykjadal voru ómarkviss, ámælisverð og alvarleg þegar níu ára stúka með fötlun sagði þroskaskertan starfsmann hafa brotið á sér kynferðislega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála þar sem úrbætur eru boðaðar. 1. júní 2023 19:01 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Málið kom upp síðasta sumar, þegar fötluð stúlka, sem var gestur í Reykjadal, greindi frá því á heimferðardegi að þroskaskertur starfsmaður sumarbúðanna hefði brotið á henni með því að snerta einkastaði hennar. Í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir að viðbrögð starfsmanna hafi verið ómarkviss, ámælisverð og alvarleg. Foreldrar stúlkunnar hafa fagnað skýrslunni og segja hana staðfesta það sem þeir hafi sagt um málið frá upphafi. Forstöðumaður Reykjadals segir að búið sé að uppfæra verkferla til að koma í veg fyrir slík mál í framtíðinni. „Við erum bara ótrúlega þakklát að Gæða- og eftirlitsstofnun hafi tekið þessi svona alvarlega, eins og við gerum líka. Við höfum fundað með stofnuninni og tökum öllum ábendingum þeirra mjög alvarlega,“ segir Andrea Rói Sigurbjörns, forstöðumaður Reykjadals. Litið hafi verið til athugasemda vegna mönnunar og teknir upp strax í haust. Þá hafi starfsfólk fengið víðtæka fræðslu um hvernig fyrirbyggja eigi mál sem þetta og hvernig bregðast beri við ef þau koma upp. Fyrsta skrefið þegar upp komi grunur um kynferðisofbeldi sé að hringja í strax lögregluna, sem var ekki gert samkvæmt skýrslu gæða- og eftirlitsstofnunar. Boðar bætt vinnubrögð Andrea segir viðbrögð starfsmanna hafa verið í samræmi við þá verkferla sem voru í gildi, sem þó hafi ekki verið nógu góðir. „Því miður var þetta það eina sem við vissum og þær upplýsingar sem við höfðum á þessum tíma. Núna vitum við betur og ætlum að gera betur í framtíðinni með því að styðjast við nýju verkferlana okkar.“ Stjórnendur ætli sér ekki að véfengja það sem foreldrar hafi sagt um málið. „Við erum sumarbúðir og okkur langar bara ótrúlega að vera til staðar fyrir gestina okkar og fjölskyldur þeirra og komum bara vel undirbúin í sumarið.“
Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Tengdar fréttir Viðbrögð starfsmanna hafi verið alvarleg, ómarkviss og ámælisverð Viðbrögð starfsmanna sumarbúðanna í Reykjadal voru ómarkviss, ámælisverð og alvarleg þegar níu ára stúka með fötlun sagði þroskaskertan starfsmann hafa brotið á sér kynferðislega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála þar sem úrbætur eru boðaðar. 1. júní 2023 19:01 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Viðbrögð starfsmanna hafi verið alvarleg, ómarkviss og ámælisverð Viðbrögð starfsmanna sumarbúðanna í Reykjadal voru ómarkviss, ámælisverð og alvarleg þegar níu ára stúka með fötlun sagði þroskaskertan starfsmann hafa brotið á sér kynferðislega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála þar sem úrbætur eru boðaðar. 1. júní 2023 19:01