Sport

Björgvin Karl níundi eftir aðra umferð

Atli Arason skrifar
Björgvin Karl Guðmundsson.
Björgvin Karl Guðmundsson. Mynd af Instagram-síðu hans

Björgvin Karl Guðmundsson er í níunda sæti á undanúrslitamótinu í CrossFit í Berlín eftir að annarri umferð af sjö lauk fyrir skömmu.

Í annarri umferð þurftu keppendur að gera að gera fimm umferðir af æfingum í hringjum (1 toe-to-ring, 1 muscle-up, 1 ring dip), 20 hnébeygjur á öðrum fæti og svo eins margar burpees og tími gafst til á þremur mínútum. Eftir þrjár umferðir af þessu, með einnar mínútu hléi á milli, gilti svo heildarfjöldi burpees til stigaskors.

Björgvin fékk alls 40 stig eftir 37 endurtekningar af burpees og var 25. í röðinni í annarri umferð en Björgvin varð í 6. sæti með 85 stig í fyrstu umferð. Björgvin er því samtals með 125 stig í 9. sæti.

Finninn Jonne Koski vann greinina í dag en hann náði alls 57 endurtekningum og er alls í 4. sæti með 160 stig. Serbinn Lazar Đukić er efstur allra keppanda með 191 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×