Tekjuöflun ríkisins réði för við gjaldtöku með stuttum fyrirvara Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júní 2023 17:12 Jóhannes Þór segir sjónarmið um tekjuöflun hafa ráðið för við ákvörðun um gjaldtöku í Jökulsárlóni. Vegna stutts fyrirvara sé um að ræða skatt á ferðaþjónustufyrirtæki. Samsett/Vilhelm Gjaldtaka sem átti að hefjast í Jökulsárlóni í gær frestast fram í næstu viku. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar lýsir yfir vonbrigðum með stuttan fyrirvara fyrir gjaldtökuna og segir hana ekki fela í sér álagsstýringu heldur sé um að ræða tekjuöflun fyrir hið opinbera. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs, sagði í viðtali við Vísi að gjaldtakan frestist fram í næstu viku vegna „örlítilla tafa á aðföngum í verkefnið og af því það tekur smá tíma að finna iðnaðarmenn“. Stefnt sé að því að hefja gjaldtökuna fyrir næstu helgi. Hvað á þá eftir að gera fyrir gjaldtökuna? „Myndavélar og gjaldvélar verða settar upp á miðvikudaginn þannig að vonandi á fimmtudag eða föstudag er hægt að keyra þetta af stað,“ sagði Steinunn um upphaf gjaldtökunnar í næstu viku. Gjald verður innheimt með sama hætti og í Skaftafelli þar sem myndavélar mynda bílnúmer þeirra bíla sem koma inn á bílastæðin. Svo verður hægt að greiða þúsund króna gjaldið í greiðsluskýlum á aðalbílastæðinu við lónið eða með appi. Bílastæðið við Jökulsárlón er yfirleitt troðfullt af bílum enda einn vinsælasti áfangastaður landsins.Vísir/Vilhelm Stuttur fyrirvari vegna anna ráðuneytisins Aðspurð út í gagnrýni fulltrúa ferðaþjónustunnar á stuttum fyrirvari fyrir gjaldtökuna sagði Steinunn að gjaldtaka hafi legið fyrir lengi og það væri helst önnum í ráðuneytinu að kenna að ferðaþjónustan vissi ekki af henni fyrr. „Við erum búin að vera í góðu samtali við Samtök ferðaþjónustunnar síðustu mánuði. Vissulega fengu þau tilkynninguna með þriggja mánaða fyrirvara en þetta var búið að vera inni á borði Þjóðgarðsins síðan í nóvember og var sent inn til ráðuneytisins sem tillaga að breytingu í gjaldskrá í október í fyrra.“ „Þannig að þetta er nú kannski að hluta til vegna anna í ráðuneytinu,“ segir Steinunn um umhverfis- og loftslagsráðuneytið. „Engu að síður hefur þetta staðið til í langan tíma þó ekki sé farið í þessar framkvæmdir fyrr en núna og við erum í samtali við ferðaþjónustuna núna um þessi mál. Auðvitað má fyrirvarinn alltaf vera lengri en svona er þetta bara stundum,“ segir hún. „Þetta er gríðarlega dýrt í rekstri, þetta svæði, svo það er löngu tímabært að ráðast í framkvæmdir.“ Liggur fyrir hvernig peningurinn eigi að nýtast? „Þessar tekjur mega bara fara í viðhald á þeirri þjónustu sem veitt er. Þessi gjöld fara í bílastæðin, salernin, viðveru landvarða og fræðslu og ýmislegt sem við kemur rekstri á svæðinu. Það er kominn tími á endurnýjun salernisaðstöðu og við erum stöðugt að vinna í því.“ Falleg mynd frá Vestri Fellsfjöru við Jökulsárlón.Vísir/Vilhelm Stuttur fyrirvari og röng aðferðarfræði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýndi aðferðafræði yfirvalda við gjaldtökuna í færslu á Facebook í dag. Þar sagði hann að þegar opinber gjaldtaka er sett á við ferðamannastaði séu tvenns konar sjónarmið sem ráði för, annars vegar álagsstýring og hins vegar tekjuöflun opinberra aðila. Þessu tvennu væri oft ruglað saman í umræðunni en gjaldtaka sé hvorki ávísun á stýringu, né öfugt. Jóhannes sagði einnig að það væri í góðu lagi að ferðamenn greiði gjald fyrir þjónustu sem þeir njóta á ferðamannastöðum. Hins vegar væru tvö lykilprinsipp brotin varðandi „skynsamlega gjaldtöku af ferðamönnum“. Annars vegar væri verið að rukka ferðamenn fyrir þjónustu sem væri ekki enn komin. Hins vegar væri fyrirvarinn alltof stuttur, aðeins þrír mánuðir. Peningar hafi náð yfirhöndinni í stað skynsemi Í samtali við Vísi sagði Jóhannes að þetta væri mál sem „stjórnvöld þurfa að horfa til í heild sinni og er hluti af því hvernig er ætlað að horfa til þess að skipuleggja og stýra ferðaþjónustu sem atvinnugrein inn í framtíðina.“ Ferðaþjónustan væri mjög sammála því að uppbygging við Jökulsárslón sé nauðsynleg en þá þurfi þeir sem komi á staðinn að vera að greiða fyrir þjónustu sem sé þegar á staðnum en ekki fyrir framtíðarþjónustu. Jóhannes Þór segir ríkið brjóta tvö lykilprinsipp við skynsama gjaldtöku af ferðamönnum.Vísir/Arnar „Þegar einkaaðilar byggja upp ferðajónustu þá leggja þeir í fjárfestingu. Þeir byggja upp það sem þeir ætla að selja ferðamanninum og svo selja þeir það. Við teljum að ríkið eigi að hegða sér á sama hátt,“ sagði Jóhannes. Jóhannes segir að þegar fyrirvarinn sé svo stuttur þá beinist gjaldið að röngum aðilum. Í stað þess að verða gjald fyrir ferðamenn sem koma til landsins verði þetta að skatti fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Ætli ríkið að ráðast í gjaldtöku verði að gera það með lengri fyrirvara og leggur hann til að minnsta kosti átján mánaða fyrirvara. „Það er ráðherrans að sjá til þess að fyrirvarinn sé í lagi. Ég held einfaldlega að sjónarmið um að það vantaði peninga náð yfirhöndinni yfir það sem fólkið veit í Umhverfis- og loftslagsráðuneytinu, að það sé ekki skynsamleg að gera þetta með stuttum fyrirvara.“ Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Jökulsárlón í sumar Stefnt er að því að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þjóðgarðsvörður á svæðinu segir það vera löngu tímabæra aðgerð en fjármunirnir verða nýttir í viðhald á svæðinu og fleira. 20. mars 2023 10:26 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði áður verið brotið gegn ítrekað Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Sjá meira
Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs, sagði í viðtali við Vísi að gjaldtakan frestist fram í næstu viku vegna „örlítilla tafa á aðföngum í verkefnið og af því það tekur smá tíma að finna iðnaðarmenn“. Stefnt sé að því að hefja gjaldtökuna fyrir næstu helgi. Hvað á þá eftir að gera fyrir gjaldtökuna? „Myndavélar og gjaldvélar verða settar upp á miðvikudaginn þannig að vonandi á fimmtudag eða föstudag er hægt að keyra þetta af stað,“ sagði Steinunn um upphaf gjaldtökunnar í næstu viku. Gjald verður innheimt með sama hætti og í Skaftafelli þar sem myndavélar mynda bílnúmer þeirra bíla sem koma inn á bílastæðin. Svo verður hægt að greiða þúsund króna gjaldið í greiðsluskýlum á aðalbílastæðinu við lónið eða með appi. Bílastæðið við Jökulsárlón er yfirleitt troðfullt af bílum enda einn vinsælasti áfangastaður landsins.Vísir/Vilhelm Stuttur fyrirvari vegna anna ráðuneytisins Aðspurð út í gagnrýni fulltrúa ferðaþjónustunnar á stuttum fyrirvari fyrir gjaldtökuna sagði Steinunn að gjaldtaka hafi legið fyrir lengi og það væri helst önnum í ráðuneytinu að kenna að ferðaþjónustan vissi ekki af henni fyrr. „Við erum búin að vera í góðu samtali við Samtök ferðaþjónustunnar síðustu mánuði. Vissulega fengu þau tilkynninguna með þriggja mánaða fyrirvara en þetta var búið að vera inni á borði Þjóðgarðsins síðan í nóvember og var sent inn til ráðuneytisins sem tillaga að breytingu í gjaldskrá í október í fyrra.“ „Þannig að þetta er nú kannski að hluta til vegna anna í ráðuneytinu,“ segir Steinunn um umhverfis- og loftslagsráðuneytið. „Engu að síður hefur þetta staðið til í langan tíma þó ekki sé farið í þessar framkvæmdir fyrr en núna og við erum í samtali við ferðaþjónustuna núna um þessi mál. Auðvitað má fyrirvarinn alltaf vera lengri en svona er þetta bara stundum,“ segir hún. „Þetta er gríðarlega dýrt í rekstri, þetta svæði, svo það er löngu tímabært að ráðast í framkvæmdir.“ Liggur fyrir hvernig peningurinn eigi að nýtast? „Þessar tekjur mega bara fara í viðhald á þeirri þjónustu sem veitt er. Þessi gjöld fara í bílastæðin, salernin, viðveru landvarða og fræðslu og ýmislegt sem við kemur rekstri á svæðinu. Það er kominn tími á endurnýjun salernisaðstöðu og við erum stöðugt að vinna í því.“ Falleg mynd frá Vestri Fellsfjöru við Jökulsárlón.Vísir/Vilhelm Stuttur fyrirvari og röng aðferðarfræði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýndi aðferðafræði yfirvalda við gjaldtökuna í færslu á Facebook í dag. Þar sagði hann að þegar opinber gjaldtaka er sett á við ferðamannastaði séu tvenns konar sjónarmið sem ráði för, annars vegar álagsstýring og hins vegar tekjuöflun opinberra aðila. Þessu tvennu væri oft ruglað saman í umræðunni en gjaldtaka sé hvorki ávísun á stýringu, né öfugt. Jóhannes sagði einnig að það væri í góðu lagi að ferðamenn greiði gjald fyrir þjónustu sem þeir njóta á ferðamannastöðum. Hins vegar væru tvö lykilprinsipp brotin varðandi „skynsamlega gjaldtöku af ferðamönnum“. Annars vegar væri verið að rukka ferðamenn fyrir þjónustu sem væri ekki enn komin. Hins vegar væri fyrirvarinn alltof stuttur, aðeins þrír mánuðir. Peningar hafi náð yfirhöndinni í stað skynsemi Í samtali við Vísi sagði Jóhannes að þetta væri mál sem „stjórnvöld þurfa að horfa til í heild sinni og er hluti af því hvernig er ætlað að horfa til þess að skipuleggja og stýra ferðaþjónustu sem atvinnugrein inn í framtíðina.“ Ferðaþjónustan væri mjög sammála því að uppbygging við Jökulsárslón sé nauðsynleg en þá þurfi þeir sem komi á staðinn að vera að greiða fyrir þjónustu sem sé þegar á staðnum en ekki fyrir framtíðarþjónustu. Jóhannes Þór segir ríkið brjóta tvö lykilprinsipp við skynsama gjaldtöku af ferðamönnum.Vísir/Arnar „Þegar einkaaðilar byggja upp ferðajónustu þá leggja þeir í fjárfestingu. Þeir byggja upp það sem þeir ætla að selja ferðamanninum og svo selja þeir það. Við teljum að ríkið eigi að hegða sér á sama hátt,“ sagði Jóhannes. Jóhannes segir að þegar fyrirvarinn sé svo stuttur þá beinist gjaldið að röngum aðilum. Í stað þess að verða gjald fyrir ferðamenn sem koma til landsins verði þetta að skatti fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Ætli ríkið að ráðast í gjaldtöku verði að gera það með lengri fyrirvara og leggur hann til að minnsta kosti átján mánaða fyrirvara. „Það er ráðherrans að sjá til þess að fyrirvarinn sé í lagi. Ég held einfaldlega að sjónarmið um að það vantaði peninga náð yfirhöndinni yfir það sem fólkið veit í Umhverfis- og loftslagsráðuneytinu, að það sé ekki skynsamleg að gera þetta með stuttum fyrirvara.“
Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Jökulsárlón í sumar Stefnt er að því að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þjóðgarðsvörður á svæðinu segir það vera löngu tímabæra aðgerð en fjármunirnir verða nýttir í viðhald á svæðinu og fleira. 20. mars 2023 10:26 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði áður verið brotið gegn ítrekað Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Sjá meira
Hefja gjaldtöku við Jökulsárlón í sumar Stefnt er að því að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þjóðgarðsvörður á svæðinu segir það vera löngu tímabæra aðgerð en fjármunirnir verða nýttir í viðhald á svæðinu og fleira. 20. mars 2023 10:26
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum