Laganna vörður innan vallar sem utan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júní 2023 09:00 Soffía Ummarin Kristinsdóttir dæmir í Bestu deild kvenna. vísir/bjarni Soffía Ummarin Kristinsdóttir er ein fárra kvenna sem dæma fótboltaleiki á efsta getustigi hér á landi. Hún nýtur sín vel í dómarahlutverkinu og stefnir hátt. Ekki er langt síðan Soffía hellti sér út í dómgæsluna. „Ég byrjaði að dæma fyrir Breiðablik í yngri flokkunum og þar fékk ég áhugann á þessu. Svo hafði ég samband við KSÍ, fór á byrjendanámskeið og fékk héraðsdómararéttindi. Ég byrjaði að dæma í neðri deildunum og fannst það rosa skemmtilegt, að vera hluti af leiknum,“ sagði Soffía í samtali við Vísi. „Ég hélt áfram að vera dugleg að taka leiki og reyndi að standa mig eins vel og ég gat og hér er ég.“ Soffía dæmdi sína fyrstu leiki í Bestu deild kvenna í fyrra og hefur haldið því áfram í sumar. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá að dæma hjá þessum stelpum. Þær eru ótrúlega góðar í fótbolta og það er gaman að fá að fylgjast með þeim og reyna að stjórna leiknum aðeins.“ Soffíu langar að ná eins langt og mögulegt er í dómgæslunni. „Það væri ótrúlega gaman að komast á alþjóðastig, fá að dæma úti og landsleiki en maður verður bara að sjá hversu langt maður kemst,“ sagði Soffía. Klippa: Nýtur sín í dómarahlutverkinu Soffía er fyrrverandi leikmaður en hún lék meðal annars með Þrótti í efstu deild. Hún er nú komin aftur á fullt í boltann. „Þetta er mjög skemmtilegt að vera hluti af leiknum áfram. Þú stjórnar æfingatímanum betur sjálfur núna og þarft ekki að mæta á æfingar 6-7 sinnum í viku. Þú ert hluti af leiknum og færð að fljóta með í þessu. Þetta er líka góð hreyfing,“ sagði Soffía. En hvernig telur Soffía farsælast að fjölga konum í dómarastéttinni? „Að reyna að styðja hvor aðra í þessu, fá stuðning frá félögum og KSÍ. Það er ótrúlega gaman að vera í þessu og þetta er góður hópur. Það er mikilvægt að félögin styðji leikmenn sem hafa áhuga á þessu. Þetta getur oft orðið krefjandi og þá þarf maður oft að hafa einhvern stuðning og geta talað við einhvern og þá er gott að hafa stuðningsnet,“ sagði Soffía. Soffía er ekki bara laganna vörður inni á vellinum heldur einnig utan hans en hún starfar sem lögreglukona. „Ég held þetta fari nokkuð vel saman. Það eru oft einhver læti inni á vellinum og öskur og það er oft svipað í hversdagsvinnunni. Fólk er oft almennt ósátt við mann,“ sagði Soffía. Viðtalið við Soffíu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira
Ekki er langt síðan Soffía hellti sér út í dómgæsluna. „Ég byrjaði að dæma fyrir Breiðablik í yngri flokkunum og þar fékk ég áhugann á þessu. Svo hafði ég samband við KSÍ, fór á byrjendanámskeið og fékk héraðsdómararéttindi. Ég byrjaði að dæma í neðri deildunum og fannst það rosa skemmtilegt, að vera hluti af leiknum,“ sagði Soffía í samtali við Vísi. „Ég hélt áfram að vera dugleg að taka leiki og reyndi að standa mig eins vel og ég gat og hér er ég.“ Soffía dæmdi sína fyrstu leiki í Bestu deild kvenna í fyrra og hefur haldið því áfram í sumar. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá að dæma hjá þessum stelpum. Þær eru ótrúlega góðar í fótbolta og það er gaman að fá að fylgjast með þeim og reyna að stjórna leiknum aðeins.“ Soffíu langar að ná eins langt og mögulegt er í dómgæslunni. „Það væri ótrúlega gaman að komast á alþjóðastig, fá að dæma úti og landsleiki en maður verður bara að sjá hversu langt maður kemst,“ sagði Soffía. Klippa: Nýtur sín í dómarahlutverkinu Soffía er fyrrverandi leikmaður en hún lék meðal annars með Þrótti í efstu deild. Hún er nú komin aftur á fullt í boltann. „Þetta er mjög skemmtilegt að vera hluti af leiknum áfram. Þú stjórnar æfingatímanum betur sjálfur núna og þarft ekki að mæta á æfingar 6-7 sinnum í viku. Þú ert hluti af leiknum og færð að fljóta með í þessu. Þetta er líka góð hreyfing,“ sagði Soffía. En hvernig telur Soffía farsælast að fjölga konum í dómarastéttinni? „Að reyna að styðja hvor aðra í þessu, fá stuðning frá félögum og KSÍ. Það er ótrúlega gaman að vera í þessu og þetta er góður hópur. Það er mikilvægt að félögin styðji leikmenn sem hafa áhuga á þessu. Þetta getur oft orðið krefjandi og þá þarf maður oft að hafa einhvern stuðning og geta talað við einhvern og þá er gott að hafa stuðningsnet,“ sagði Soffía. Soffía er ekki bara laganna vörður inni á vellinum heldur einnig utan hans en hún starfar sem lögreglukona. „Ég held þetta fari nokkuð vel saman. Það eru oft einhver læti inni á vellinum og öskur og það er oft svipað í hversdagsvinnunni. Fólk er oft almennt ósátt við mann,“ sagði Soffía. Viðtalið við Soffíu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira