„Þetta verður önnur íþrótt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. júní 2023 13:00 Óskar Hrafn segir von á skemmtun á Kópavogsvelli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, segir sína menn klára í slaginn fyrir leik kvöldsins við Víking á Kópavogsvelli. Blikar geta minnkað forskot Víkings á toppi Bestu deildarinnar. „Þetta er einn af þeim stærri. Það hafa verið hörkurimmur á milli þessara liða undanfarin ár, mikill hiti og ástríða. Það er kannski óþarfi að segja að þetta sé stærsti leikur sumarsins þar sem Valsmenn hafa verið að spila mjög vel líka. En stór er hann og mikilvægur,“ segir Óskar Hrafn um leik kvöldsins. Hann segir Blika þá þurfa að mæta af fullum krafti í verkefnið. „Við nálgumst leikinn bara eins og við nálgumst alla leiki. Við munum sækja og við ætlum að sjá til þess orkustigið okkar sé hærra en þeirra. Þessir leikir sem við höfum spilað undanfarin ár hafa verið hörkuleikir og þeir hafa ráðist á því hvaða lið er yfir í baráttunni, hleypur meira, er með hærra orkustig og hvaða lið nær frumkvæðinu. Við þurfum að sjá til þess að það verði okkar í kvöld,“ segir Óskar Hrafn. Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Keflavík í síðasta leik sínum. Sá leikur fór fram við erfiðar aðstæður, í miklu roki og rigningu, á þungum grasvelli í Reykjanesbæ. Allt annað verði upp á teningunum í kvöld. „Þetta verður önnur íþrótt bara. Sá leikur er búinn og við mætum núna á gervigras og bara toppaðstæður. Það er allt til alls til að þetta verðir frábær leikur og frábær skemmtun,“ segir Óskar Hrafn. „Ég er ekki Arnar Grétarsson“ Víkingur hafði unnið fyrstu níu leiki sína í deildinni en tapaði í síðustu umferð, 3-2 fyrir Val. Aðspurður hvort Blikar hafi getað lært eitthvað af Völsurum í þeim leik segir Óskar: „Við erum ekki Valur, við erum ekki með sömu leikmenn og Valur og ég er ekki Arnar Grétarsson. Þannig að við verðum að passa það að halda í okkar einkenni og trúir okkar sjálfsmynd. Vissulega er það þannig að Víkingsliðið er með marga styrkleika en þeir eru líka með veikleika,“ „Þetta er bara sama gamla sagan. Þeir eru mjög öflugt lið en við þurfum að reyna að gera styrkleika þeirra hlutlausa og nýta okkur svo veikleikana þeirra. Við þurfum að ná þeim út úr þægindarammanum og það eru nokkrar leiðir til þess,“ segir Óskar. Þurfi aga, dug og hug Aðspurður hvort hann eigi einhverja ása uppi í erminni fyrir kvöldið segir Óskar Blikaliðið þurfa að vera sannt sínu. „Það eru alltaf einhverjar áherslubreytingar hvort sem um er að ræða Víking, Val, Fram, Fylki eða FH. En í grunninn þurfa menn að vera trúir kjarnanum í því sem þeir eru að gera daginn út og daginn inn. Ég get alveg lofað því að við munum pressa þá hátt á vellinum og reyna að taka þá út úr þeirra takti. Auðvitað er það þannig að þú stendur ekki hátt á Víkingana í 90 mínútur. Þetta mun skiptast á, það munu verða áhlaup. En við þurfum bara að gera vel það sem við erum góðir í, vera agaðir, duglegir og hugrakkir,“ segir Óskar Hrafn. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stúkan er á dagskrá klukkan 21:25 þar sem öll umferðin verður gerð upp af Guðmundi Benediktssyni og sérfræðingum. Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
„Þetta er einn af þeim stærri. Það hafa verið hörkurimmur á milli þessara liða undanfarin ár, mikill hiti og ástríða. Það er kannski óþarfi að segja að þetta sé stærsti leikur sumarsins þar sem Valsmenn hafa verið að spila mjög vel líka. En stór er hann og mikilvægur,“ segir Óskar Hrafn um leik kvöldsins. Hann segir Blika þá þurfa að mæta af fullum krafti í verkefnið. „Við nálgumst leikinn bara eins og við nálgumst alla leiki. Við munum sækja og við ætlum að sjá til þess orkustigið okkar sé hærra en þeirra. Þessir leikir sem við höfum spilað undanfarin ár hafa verið hörkuleikir og þeir hafa ráðist á því hvaða lið er yfir í baráttunni, hleypur meira, er með hærra orkustig og hvaða lið nær frumkvæðinu. Við þurfum að sjá til þess að það verði okkar í kvöld,“ segir Óskar Hrafn. Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Keflavík í síðasta leik sínum. Sá leikur fór fram við erfiðar aðstæður, í miklu roki og rigningu, á þungum grasvelli í Reykjanesbæ. Allt annað verði upp á teningunum í kvöld. „Þetta verður önnur íþrótt bara. Sá leikur er búinn og við mætum núna á gervigras og bara toppaðstæður. Það er allt til alls til að þetta verðir frábær leikur og frábær skemmtun,“ segir Óskar Hrafn. „Ég er ekki Arnar Grétarsson“ Víkingur hafði unnið fyrstu níu leiki sína í deildinni en tapaði í síðustu umferð, 3-2 fyrir Val. Aðspurður hvort Blikar hafi getað lært eitthvað af Völsurum í þeim leik segir Óskar: „Við erum ekki Valur, við erum ekki með sömu leikmenn og Valur og ég er ekki Arnar Grétarsson. Þannig að við verðum að passa það að halda í okkar einkenni og trúir okkar sjálfsmynd. Vissulega er það þannig að Víkingsliðið er með marga styrkleika en þeir eru líka með veikleika,“ „Þetta er bara sama gamla sagan. Þeir eru mjög öflugt lið en við þurfum að reyna að gera styrkleika þeirra hlutlausa og nýta okkur svo veikleikana þeirra. Við þurfum að ná þeim út úr þægindarammanum og það eru nokkrar leiðir til þess,“ segir Óskar. Þurfi aga, dug og hug Aðspurður hvort hann eigi einhverja ása uppi í erminni fyrir kvöldið segir Óskar Blikaliðið þurfa að vera sannt sínu. „Það eru alltaf einhverjar áherslubreytingar hvort sem um er að ræða Víking, Val, Fram, Fylki eða FH. En í grunninn þurfa menn að vera trúir kjarnanum í því sem þeir eru að gera daginn út og daginn inn. Ég get alveg lofað því að við munum pressa þá hátt á vellinum og reyna að taka þá út úr þeirra takti. Auðvitað er það þannig að þú stendur ekki hátt á Víkingana í 90 mínútur. Þetta mun skiptast á, það munu verða áhlaup. En við þurfum bara að gera vel það sem við erum góðir í, vera agaðir, duglegir og hugrakkir,“ segir Óskar Hrafn. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stúkan er á dagskrá klukkan 21:25 þar sem öll umferðin verður gerð upp af Guðmundi Benediktssyni og sérfræðingum.
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira