„Drengir eru þögull hópur þolenda“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2023 20:30 Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, stóð fyrir ráðstefnunni. Vísir/Arnar Forsvarsmaður ráðstefnu sem fjallaði um kynferðisofbeldi gegn drengjum segir drengi ólíklegri til að stíga fram og segja frá en stúlkur. Afbrotafræðingur segir að til séu úrræði til að koma í veg fyrir að menn brjóti ítrekað af sér, og að þeim verði að beita. Ráðstefnan var haldin í Háskólanum í Reykjavík í dag, í samstarfi við Háskólann á Akureyri, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Fangelsismálastofnun og Barna- og fjölskyldustofu. Skipuleggjandi hennar segir ráðstefnuna öðrum þræði fjalla um kynferðisofbeldi gegn öllum börnum, þótt kastljósinu væri beint að drengjum. „Drengir eru á margan hátt ósýnilegur hópur kynferðisofbeldis. Ég segi gjarnan að stúlkur séu hljóður hópur þolenda, en drengir eru þögull hópur þolenda,“ segir Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, sem stóð fyrir ráðstefnunni. Markmið ráðstefnunnar væri að skoða hvað hægt væri að gera til að aflétta þögninni í kringum kynferðisbrot gegn drengjum. „Hvernig getum við skapað samfélag þar sem þolendur, og í þessu tilviki drengir, sem stíga miklu, miklu sjaldnar fram, finni til öryggis til að segja frá áföllum og sársauka af þessu tagi.“ Aðstoð eftir afplánun Á ráðstefnunni var einkum fjallað um þolendur og úrræði fyrir fyrir þá, en sjónum var einnig beint að gerendum og hvernig koma megi í veg fyrir að menn brjóti ítrekað af sér. Afbrotafræðingur segir slík úrræði til; það þurfi einfaldlega að beita þeim. „Aðstoð meðan á afplánun stendur, meðferð og ýmiskonar ráðgjöf sem brotamönnum stendur til boða. En það er líka með aðstoð eftir að afplánun sleppir,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. Helgi Gunnlaugsson er prófessor í afbrotafræði við HÍ.Vísir/Arnar Með slíkri eftirfylgni væri hægt að draga verulega úr líkunum á að menn brjóti af sér eftir að hafa lokið afplánun. Heiftarleg viðbrögð samfélagsins við brotum sem þessum geti valdið því að þolendur veigri sér við að stíga fram, sér í lagi þegar þeir væru tengdir geranda. „Það er þetta sem við þurfum að rjúfa, við þurfum að fá þessi brot upp á yfirborðið og við verðum að koma í veg fyrir brot af þessu tagi,“ segir Helgi. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Háskólar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Ráðstefnan var haldin í Háskólanum í Reykjavík í dag, í samstarfi við Háskólann á Akureyri, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Fangelsismálastofnun og Barna- og fjölskyldustofu. Skipuleggjandi hennar segir ráðstefnuna öðrum þræði fjalla um kynferðisofbeldi gegn öllum börnum, þótt kastljósinu væri beint að drengjum. „Drengir eru á margan hátt ósýnilegur hópur kynferðisofbeldis. Ég segi gjarnan að stúlkur séu hljóður hópur þolenda, en drengir eru þögull hópur þolenda,“ segir Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, sem stóð fyrir ráðstefnunni. Markmið ráðstefnunnar væri að skoða hvað hægt væri að gera til að aflétta þögninni í kringum kynferðisbrot gegn drengjum. „Hvernig getum við skapað samfélag þar sem þolendur, og í þessu tilviki drengir, sem stíga miklu, miklu sjaldnar fram, finni til öryggis til að segja frá áföllum og sársauka af þessu tagi.“ Aðstoð eftir afplánun Á ráðstefnunni var einkum fjallað um þolendur og úrræði fyrir fyrir þá, en sjónum var einnig beint að gerendum og hvernig koma megi í veg fyrir að menn brjóti ítrekað af sér. Afbrotafræðingur segir slík úrræði til; það þurfi einfaldlega að beita þeim. „Aðstoð meðan á afplánun stendur, meðferð og ýmiskonar ráðgjöf sem brotamönnum stendur til boða. En það er líka með aðstoð eftir að afplánun sleppir,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. Helgi Gunnlaugsson er prófessor í afbrotafræði við HÍ.Vísir/Arnar Með slíkri eftirfylgni væri hægt að draga verulega úr líkunum á að menn brjóti af sér eftir að hafa lokið afplánun. Heiftarleg viðbrögð samfélagsins við brotum sem þessum geti valdið því að þolendur veigri sér við að stíga fram, sér í lagi þegar þeir væru tengdir geranda. „Það er þetta sem við þurfum að rjúfa, við þurfum að fá þessi brot upp á yfirborðið og við verðum að koma í veg fyrir brot af þessu tagi,“ segir Helgi.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Háskólar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira