„Mjög stoltur að geta kallað mig landsliðsþjálfara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2023 15:31 Snorri Steinn Guðjónsson skrifar undir samninginn við HSÍ. vísir/vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson segist stoltur yfir því að hafa verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Snorri var kynntur til leiks sem nýr landsliðsþjálfari á blaðamannafundi HSÍ í dag. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við HSÍ og verður í fullu starfi sem landsliðsþjálfari. „Mér líður mjög vel. Ég er mjög stoltur að geta kallað mig þetta, loksins. Þetta er búið að vera langt ferli og allt það og það er fínt að ég sé orðinn þetta,“ sagði Snorri í samtali við Stefán Árna Pálsson eftir blaðamannafundinn í dag. Engu er logið þegar sagt er að ferlið hafi verið langt en hundrað dagar eru síðan Guðmundur Guðmundsson var látinn fara sem landsliðsþjálfari. Leitin að eftirmanni hans tók sinn tíma en henni er loks lokið. Hef gert erfiðari hluti „Þetta var allt í lagi,“ svaraði Snorri hvernig það hafi verið að bíða eftir því að verða staðfestur sem landsliðsþjálfari. Snorri Steinn ásamt Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ.vísir/vilhelm „Ég var þjálfari Vals, maður reyndi að halda einhverju leyndu fyrir einhverjum en þetta tók þennan tíma og í sjálfu sér skiptir það mig engu máli í dag. Þetta var ekkert erfitt, þannig séð. Ég hef alveg gert erfiðari hluti. En það er fínt að þetta sé búið og ég geti formlega farið að starfa við það að vera landsliðsþjálfari. Þetta gekk þokkalega og er búið að liggja fyrir í töluverðan tíma. Í sjálfu sér hefur þetta ekki haft of mikil áhrif á mig.“ Sókndjarfur þjálfari Snorri er með skýra sýn á það hvernig handbolta hann ætlar að láta íslenska landsliðið spila. „Engin spurning. Þegar þú ferð í samtal um að taka við liðinu þarftu að skoða kosti og galla og mér fannst liðið og samsetningin á þeim leikmönnum sem standa mér til boða henta mér gríðarlega vel og að sama skapi henti ég þeim vel. Svo kemur það í ljós þegar við förum að spila leikina hvort ég hafi rétt fyrir mér,“ sagði Snorri. „Ég bakka ekkert með það að ég er sókndjarfur sem þjálfari og kem til með að vera það. Við verðum beinskeyttir og reynum að keyra upp hraðann. En það sem er frábrugðið því að vera með félagslið að núna hef ég ekki tímann með mér í liði. Hvort ég nái að innleiða allt sem ég vil gera verður að koma í ljós.“ Klippa: Viðtal við Snorra Steinn En getur íslenska landsliðið spilað jafn hraðan bolta og Valur gerði undir stjórn Snorra? „Ég tel, að því sem ég hef séð af landsliðinu og þessum leikmönnum með sínum félagsliðum, að þetta henti þeim. Þarna sá ég tækifæri og ég kem til með að láta reyna á þetta. Mér finnst þetta skemmtilegur handbolti og ég held að leikmönnunum finnist það líka. Ég óttast það ekkert,“ sagði Snorri. „Gleymum því ekki að það er margt annað í handboltanum en einhver hraðaupphlaup og við þurfum að huga að mörgum hlutum ef við ætlum að ná árangri.“ Alltaf sniðugt að stíga varlega til jarðar Snorri vill koma íslenska landsliðinu í allra fremstu röð en veit að bjartsýni og raunsæi þurfa að haldast í hendur. Hann vill koma íslenska liðinu í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í París 2024. „Þegar ég var áhugamaður sagði ég að þetta lið gæti barist um medalíur og það er kannski svolítið kjánalegt að bakka eitthvað með það þegar maður er tekinn við þessu. En það er samt alltaf sniðugt að stíga varlega til jarðar. Ég er ekki búinn að hitta liðið og við erum ekki búnir að setja okkur nein markmið,“ sagði Snorri. Ísland verður meðal þátttökuliða á EM í janúar á næsta ári.vísir/hulda margrét „En við erum á næsta stórmóti og það liggur fyrir að við þurfum framúrskarandi árangur þar til að komast í umspilið fyrir Ólympíuleikana. Það er líklegt að það verði miðpunktur einhvers markmiðs. Að fara á Ólympíuleika gerist sjaldan og er langt frá því að vera sjálfgefið. Á meðan það er tækifæri til þess þurfum við að horfa á það.“ Horfa má á viðtalið við Snorra í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
Snorri var kynntur til leiks sem nýr landsliðsþjálfari á blaðamannafundi HSÍ í dag. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við HSÍ og verður í fullu starfi sem landsliðsþjálfari. „Mér líður mjög vel. Ég er mjög stoltur að geta kallað mig þetta, loksins. Þetta er búið að vera langt ferli og allt það og það er fínt að ég sé orðinn þetta,“ sagði Snorri í samtali við Stefán Árna Pálsson eftir blaðamannafundinn í dag. Engu er logið þegar sagt er að ferlið hafi verið langt en hundrað dagar eru síðan Guðmundur Guðmundsson var látinn fara sem landsliðsþjálfari. Leitin að eftirmanni hans tók sinn tíma en henni er loks lokið. Hef gert erfiðari hluti „Þetta var allt í lagi,“ svaraði Snorri hvernig það hafi verið að bíða eftir því að verða staðfestur sem landsliðsþjálfari. Snorri Steinn ásamt Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ.vísir/vilhelm „Ég var þjálfari Vals, maður reyndi að halda einhverju leyndu fyrir einhverjum en þetta tók þennan tíma og í sjálfu sér skiptir það mig engu máli í dag. Þetta var ekkert erfitt, þannig séð. Ég hef alveg gert erfiðari hluti. En það er fínt að þetta sé búið og ég geti formlega farið að starfa við það að vera landsliðsþjálfari. Þetta gekk þokkalega og er búið að liggja fyrir í töluverðan tíma. Í sjálfu sér hefur þetta ekki haft of mikil áhrif á mig.“ Sókndjarfur þjálfari Snorri er með skýra sýn á það hvernig handbolta hann ætlar að láta íslenska landsliðið spila. „Engin spurning. Þegar þú ferð í samtal um að taka við liðinu þarftu að skoða kosti og galla og mér fannst liðið og samsetningin á þeim leikmönnum sem standa mér til boða henta mér gríðarlega vel og að sama skapi henti ég þeim vel. Svo kemur það í ljós þegar við förum að spila leikina hvort ég hafi rétt fyrir mér,“ sagði Snorri. „Ég bakka ekkert með það að ég er sókndjarfur sem þjálfari og kem til með að vera það. Við verðum beinskeyttir og reynum að keyra upp hraðann. En það sem er frábrugðið því að vera með félagslið að núna hef ég ekki tímann með mér í liði. Hvort ég nái að innleiða allt sem ég vil gera verður að koma í ljós.“ Klippa: Viðtal við Snorra Steinn En getur íslenska landsliðið spilað jafn hraðan bolta og Valur gerði undir stjórn Snorra? „Ég tel, að því sem ég hef séð af landsliðinu og þessum leikmönnum með sínum félagsliðum, að þetta henti þeim. Þarna sá ég tækifæri og ég kem til með að láta reyna á þetta. Mér finnst þetta skemmtilegur handbolti og ég held að leikmönnunum finnist það líka. Ég óttast það ekkert,“ sagði Snorri. „Gleymum því ekki að það er margt annað í handboltanum en einhver hraðaupphlaup og við þurfum að huga að mörgum hlutum ef við ætlum að ná árangri.“ Alltaf sniðugt að stíga varlega til jarðar Snorri vill koma íslenska landsliðinu í allra fremstu röð en veit að bjartsýni og raunsæi þurfa að haldast í hendur. Hann vill koma íslenska liðinu í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í París 2024. „Þegar ég var áhugamaður sagði ég að þetta lið gæti barist um medalíur og það er kannski svolítið kjánalegt að bakka eitthvað með það þegar maður er tekinn við þessu. En það er samt alltaf sniðugt að stíga varlega til jarðar. Ég er ekki búinn að hitta liðið og við erum ekki búnir að setja okkur nein markmið,“ sagði Snorri. Ísland verður meðal þátttökuliða á EM í janúar á næsta ári.vísir/hulda margrét „En við erum á næsta stórmóti og það liggur fyrir að við þurfum framúrskarandi árangur þar til að komast í umspilið fyrir Ólympíuleikana. Það er líklegt að það verði miðpunktur einhvers markmiðs. Að fara á Ólympíuleika gerist sjaldan og er langt frá því að vera sjálfgefið. Á meðan það er tækifæri til þess þurfum við að horfa á það.“ Horfa má á viðtalið við Snorra í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira