Heimir Óli: Það sýður á mér og þetta er ógeðslegt Smári Jökull Jónsson skrifar 31. maí 2023 21:56 Stuðningsmenn Hauka fjölmenntu til Eyja í kvöld. Vísir/Vilhelm Heimir Óli Heimisson var afar svekktur eftir tap Hauka gegn ÍBV í kvöld. Hann mun nú leggja skóna á hilluna og sagði endirinn á ferlinum súrsætan. „Ég veit það ekki, þeir unnu - til hamingju,“ sagði Heimir Óli í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik í kvöld aðspurður hvar leikurinn hefði farið frá Haukum í kvöld. Hann var ánægður með karakterinn í sínu liði en hélt aftur af sér þegar hann ræddi niðurstöðu leiksins. „Þvílíkur karakter í okkar liði og frábært hjá okkur. Ég veit það ekki, ég ætla ekki að segja of mikið. Það sýður á mér og þetta er ógeðslegt.“ Heimir Óli kom aftur inn í lið Hauka undir lok ágúst en hann hafði ætlað sér að hætta. Haukar voru í brasi í deildakeppninni en komust í bikarúrslit sem og í úrslit Olís-deildarinnar. „Ég kem aftur inn í þetta í lok ágúst og liðið er að smella seint saman. Deildakeppnin er erfið, menn í meiðslum að koma til baka en við finnum taktinn og komumst í bikarúrslitum. Við töpum, vorum góðir í 50 mínútur þar. Við komumst hingað og það hafði enginn trú á okkur þegar við komum inn í þetta. Við komumst hérna í oddaleik í Vestmannaeyjum. Þetta er ógeðslega súr endir á erfiðu og ströngu tímabili.“ Þjálfaraskipti urðu hjá Haukum í nóvember þegar Rúnar Sigtryggsson hætti þjálfun liðsins og Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson tóku við. „Ég vil þakka Rúnari Sigtryggssyni sem var frábær með okkur fyrri partinn. Svo koma Geiri og Vignir inn í þetta, frábærir og þvílíkir Haukastrákar. Ég hef engar áhyggjur með þá tvo í farteskinu, frábærir þjálfarar. Núna verður fínt að sitja upp í stúku og hafa skoðanir á leikmönnum og dómurum. Ég vill gera allt svo titilinn fari aftur á Ásvelli á næsta ári,“ bætti Heimir Óli við og nú fara skórnir hans upp á hillu. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri skrýtin. „Auðvitað súrsætt. Það eru tvö yndisleg börn sem bíða hérna, konan mín er hérna og fjölskyldan og tengdafjölskyldan hefur stutt mig í einu og öllu. Heilt yfir er ég ótrúlega ánægður þó ég sé svekktur í kvöld.“ Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
„Ég veit það ekki, þeir unnu - til hamingju,“ sagði Heimir Óli í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik í kvöld aðspurður hvar leikurinn hefði farið frá Haukum í kvöld. Hann var ánægður með karakterinn í sínu liði en hélt aftur af sér þegar hann ræddi niðurstöðu leiksins. „Þvílíkur karakter í okkar liði og frábært hjá okkur. Ég veit það ekki, ég ætla ekki að segja of mikið. Það sýður á mér og þetta er ógeðslegt.“ Heimir Óli kom aftur inn í lið Hauka undir lok ágúst en hann hafði ætlað sér að hætta. Haukar voru í brasi í deildakeppninni en komust í bikarúrslit sem og í úrslit Olís-deildarinnar. „Ég kem aftur inn í þetta í lok ágúst og liðið er að smella seint saman. Deildakeppnin er erfið, menn í meiðslum að koma til baka en við finnum taktinn og komumst í bikarúrslitum. Við töpum, vorum góðir í 50 mínútur þar. Við komumst hingað og það hafði enginn trú á okkur þegar við komum inn í þetta. Við komumst hérna í oddaleik í Vestmannaeyjum. Þetta er ógeðslega súr endir á erfiðu og ströngu tímabili.“ Þjálfaraskipti urðu hjá Haukum í nóvember þegar Rúnar Sigtryggsson hætti þjálfun liðsins og Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson tóku við. „Ég vil þakka Rúnari Sigtryggssyni sem var frábær með okkur fyrri partinn. Svo koma Geiri og Vignir inn í þetta, frábærir og þvílíkir Haukastrákar. Ég hef engar áhyggjur með þá tvo í farteskinu, frábærir þjálfarar. Núna verður fínt að sitja upp í stúku og hafa skoðanir á leikmönnum og dómurum. Ég vill gera allt svo titilinn fari aftur á Ásvelli á næsta ári,“ bætti Heimir Óli við og nú fara skórnir hans upp á hillu. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri skrýtin. „Auðvitað súrsætt. Það eru tvö yndisleg börn sem bíða hérna, konan mín er hérna og fjölskyldan og tengdafjölskyldan hefur stutt mig í einu og öllu. Heilt yfir er ég ótrúlega ánægður þó ég sé svekktur í kvöld.“
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira