Heimir Óli: Það sýður á mér og þetta er ógeðslegt Smári Jökull Jónsson skrifar 31. maí 2023 21:56 Stuðningsmenn Hauka fjölmenntu til Eyja í kvöld. Vísir/Vilhelm Heimir Óli Heimisson var afar svekktur eftir tap Hauka gegn ÍBV í kvöld. Hann mun nú leggja skóna á hilluna og sagði endirinn á ferlinum súrsætan. „Ég veit það ekki, þeir unnu - til hamingju,“ sagði Heimir Óli í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik í kvöld aðspurður hvar leikurinn hefði farið frá Haukum í kvöld. Hann var ánægður með karakterinn í sínu liði en hélt aftur af sér þegar hann ræddi niðurstöðu leiksins. „Þvílíkur karakter í okkar liði og frábært hjá okkur. Ég veit það ekki, ég ætla ekki að segja of mikið. Það sýður á mér og þetta er ógeðslegt.“ Heimir Óli kom aftur inn í lið Hauka undir lok ágúst en hann hafði ætlað sér að hætta. Haukar voru í brasi í deildakeppninni en komust í bikarúrslit sem og í úrslit Olís-deildarinnar. „Ég kem aftur inn í þetta í lok ágúst og liðið er að smella seint saman. Deildakeppnin er erfið, menn í meiðslum að koma til baka en við finnum taktinn og komumst í bikarúrslitum. Við töpum, vorum góðir í 50 mínútur þar. Við komumst hingað og það hafði enginn trú á okkur þegar við komum inn í þetta. Við komumst hérna í oddaleik í Vestmannaeyjum. Þetta er ógeðslega súr endir á erfiðu og ströngu tímabili.“ Þjálfaraskipti urðu hjá Haukum í nóvember þegar Rúnar Sigtryggsson hætti þjálfun liðsins og Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson tóku við. „Ég vil þakka Rúnari Sigtryggssyni sem var frábær með okkur fyrri partinn. Svo koma Geiri og Vignir inn í þetta, frábærir og þvílíkir Haukastrákar. Ég hef engar áhyggjur með þá tvo í farteskinu, frábærir þjálfarar. Núna verður fínt að sitja upp í stúku og hafa skoðanir á leikmönnum og dómurum. Ég vill gera allt svo titilinn fari aftur á Ásvelli á næsta ári,“ bætti Heimir Óli við og nú fara skórnir hans upp á hillu. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri skrýtin. „Auðvitað súrsætt. Það eru tvö yndisleg börn sem bíða hérna, konan mín er hérna og fjölskyldan og tengdafjölskyldan hefur stutt mig í einu og öllu. Heilt yfir er ég ótrúlega ánægður þó ég sé svekktur í kvöld.“ Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Sjá meira
„Ég veit það ekki, þeir unnu - til hamingju,“ sagði Heimir Óli í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik í kvöld aðspurður hvar leikurinn hefði farið frá Haukum í kvöld. Hann var ánægður með karakterinn í sínu liði en hélt aftur af sér þegar hann ræddi niðurstöðu leiksins. „Þvílíkur karakter í okkar liði og frábært hjá okkur. Ég veit það ekki, ég ætla ekki að segja of mikið. Það sýður á mér og þetta er ógeðslegt.“ Heimir Óli kom aftur inn í lið Hauka undir lok ágúst en hann hafði ætlað sér að hætta. Haukar voru í brasi í deildakeppninni en komust í bikarúrslit sem og í úrslit Olís-deildarinnar. „Ég kem aftur inn í þetta í lok ágúst og liðið er að smella seint saman. Deildakeppnin er erfið, menn í meiðslum að koma til baka en við finnum taktinn og komumst í bikarúrslitum. Við töpum, vorum góðir í 50 mínútur þar. Við komumst hingað og það hafði enginn trú á okkur þegar við komum inn í þetta. Við komumst hérna í oddaleik í Vestmannaeyjum. Þetta er ógeðslega súr endir á erfiðu og ströngu tímabili.“ Þjálfaraskipti urðu hjá Haukum í nóvember þegar Rúnar Sigtryggsson hætti þjálfun liðsins og Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson tóku við. „Ég vil þakka Rúnari Sigtryggssyni sem var frábær með okkur fyrri partinn. Svo koma Geiri og Vignir inn í þetta, frábærir og þvílíkir Haukastrákar. Ég hef engar áhyggjur með þá tvo í farteskinu, frábærir þjálfarar. Núna verður fínt að sitja upp í stúku og hafa skoðanir á leikmönnum og dómurum. Ég vill gera allt svo titilinn fari aftur á Ásvelli á næsta ári,“ bætti Heimir Óli við og nú fara skórnir hans upp á hillu. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri skrýtin. „Auðvitað súrsætt. Það eru tvö yndisleg börn sem bíða hérna, konan mín er hérna og fjölskyldan og tengdafjölskyldan hefur stutt mig í einu og öllu. Heilt yfir er ég ótrúlega ánægður þó ég sé svekktur í kvöld.“
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Sjá meira