„Setur fleiri parsambönd úr skorðum en framhjáhald“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. maí 2023 21:51 Theodór Francis Birgisson félags- og fjölskylduráðgjafi Skjáskot/Stöð 2 „Streita í fjármálum setur fleiri parsambönd úr skorðum heldur en framhjáhald,“ segir Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi. Hann segist oftast hitta pör sem hafi áhyggjur af fjármálum. Lykilatriði sé samskipti. Verðbólga, stýrivaxtahækkanir, verkföll og húsnæðisvandi herja á landann þessi misserin. Í mörg horn er að líta þegar kreppir að og eru parsambönd þar ekki undanskilin. „Við heyrum mikið af þessum áhyggjum hjá þeim sem koma í viðtöl til okkar,“ segir Theodór sem var til viðtals um þessi mál á Reykjavík síðdegis. Hann segir að bæta þurfi samskipti para og foreldra, sem og samskipti foreldra og barna. „Þar koma snjalltæki og þessi dásamlega tækni inn, sem getur bitið okkur í rassinn á ýmsum stöðum.“ Theodór segir fjármál eitt af helstu sex atriðum sem helst komi parsamböndum í vandamál. „Streita í fjármálum setur fleiri parsambönd úr skorðum heldur en framhjáhald,“ segir Theódór. Önnur atriði séu samskipti, kynlíf, verkaskipting heima fyrir, samskipti við fjölskyldur og vinnustaðir. Ofan á fjármálaáhyggjur koma verkföll. Er þetta eitruð blanda? „Þetta er uppskrift að vandræðum. Því miður eru ótrúlega margir sem taka vitlausar ákvarðanir í þessu öngstræti, oft á tíðum er ákvörðunin sem er tekin eingöngu til þess fallin að auka á vandann. Til dæmis þegar við reynum að búa til ótrúlega flottar ferðir til að bæta upp tjónið,“ segir hann. Lykilatriði sé að átta sig á því hvað fólk vilji fá út úr því að vera fjölskylda. „Þar flaskar fólk ótrúlega oft.“ Theodór segist oftast hitta pör sem hafi áhyggjur af fjármálum. „Það eru óuppfylltar væntingar sem fólk er í vandræðum með. Væntingar verða óuppfylltar þegar annar aðilinn veit ekki ekki væntingar hins aðilans af því að það er ekki búið að tala um það,“ segir Theodór. Samskipti sé því lykilatriði. Ætti að vera skýr verkaskipting hjá pörum? „Já. Ég spyr oft hversu marga stjórnarfundi heldur fjölskyldan? Hversu oft sest fjölskyldan niður til að athuga hvað er að gerast í þessari viku, þessum mánuði? Hvaða framtíðarsýn höfum við? Ég hef á öllum mínum ferli komið með tvö slagorð. Annað er svona: Ef ég veit ekki hvert ég er að fara, þá er ólíklegt að ég komist þangað. Þetta á líka við um rekstur fjölskyldunnar. Ef ég veit ekki hvers er vænst af mér og ég veit ekki hvers ég vænti af maka mínum, þá náum við aldrei saman um það,“ segir Theodór. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum að ofan. Ástin og lífið Fjármál heimilisins Reykjavík síðdegis Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Sjá meira
Verðbólga, stýrivaxtahækkanir, verkföll og húsnæðisvandi herja á landann þessi misserin. Í mörg horn er að líta þegar kreppir að og eru parsambönd þar ekki undanskilin. „Við heyrum mikið af þessum áhyggjum hjá þeim sem koma í viðtöl til okkar,“ segir Theodór sem var til viðtals um þessi mál á Reykjavík síðdegis. Hann segir að bæta þurfi samskipti para og foreldra, sem og samskipti foreldra og barna. „Þar koma snjalltæki og þessi dásamlega tækni inn, sem getur bitið okkur í rassinn á ýmsum stöðum.“ Theodór segir fjármál eitt af helstu sex atriðum sem helst komi parsamböndum í vandamál. „Streita í fjármálum setur fleiri parsambönd úr skorðum heldur en framhjáhald,“ segir Theódór. Önnur atriði séu samskipti, kynlíf, verkaskipting heima fyrir, samskipti við fjölskyldur og vinnustaðir. Ofan á fjármálaáhyggjur koma verkföll. Er þetta eitruð blanda? „Þetta er uppskrift að vandræðum. Því miður eru ótrúlega margir sem taka vitlausar ákvarðanir í þessu öngstræti, oft á tíðum er ákvörðunin sem er tekin eingöngu til þess fallin að auka á vandann. Til dæmis þegar við reynum að búa til ótrúlega flottar ferðir til að bæta upp tjónið,“ segir hann. Lykilatriði sé að átta sig á því hvað fólk vilji fá út úr því að vera fjölskylda. „Þar flaskar fólk ótrúlega oft.“ Theodór segist oftast hitta pör sem hafi áhyggjur af fjármálum. „Það eru óuppfylltar væntingar sem fólk er í vandræðum með. Væntingar verða óuppfylltar þegar annar aðilinn veit ekki ekki væntingar hins aðilans af því að það er ekki búið að tala um það,“ segir Theodór. Samskipti sé því lykilatriði. Ætti að vera skýr verkaskipting hjá pörum? „Já. Ég spyr oft hversu marga stjórnarfundi heldur fjölskyldan? Hversu oft sest fjölskyldan niður til að athuga hvað er að gerast í þessari viku, þessum mánuði? Hvaða framtíðarsýn höfum við? Ég hef á öllum mínum ferli komið með tvö slagorð. Annað er svona: Ef ég veit ekki hvert ég er að fara, þá er ólíklegt að ég komist þangað. Þetta á líka við um rekstur fjölskyldunnar. Ef ég veit ekki hvers er vænst af mér og ég veit ekki hvers ég vænti af maka mínum, þá náum við aldrei saman um það,“ segir Theodór. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum að ofan.
Ástin og lífið Fjármál heimilisins Reykjavík síðdegis Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Sjá meira