Fjölgar í hópi leikmanna Man. United sem missa af bikarúrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2023 07:31 Anthony Martial með syni sínum eftir lokaleik Manchester United í deildinni sem var á móti Fulham á Old Trafford . Getty/Ash Donelon Manchester United spilar um næstu helgi stærsta leik sinn á tímabilinu og kannski einn af þeim stærri í sögu félagsins. United mætir þá nágrönnum sínum í Manchester City í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar en Manchester liðin eru að mætast í fyrsta sinn í bikarúrslitaleik á Wembley. Það er aðeins meira en titill í boði því Manchester City á enn möguleika á að jafna einstakt afrek Manchester United frá 1998-99 tímabilnu þegar United vann þrennuna. An injury update on @AnthonyMartial ahead of Saturday's #FACup final.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) May 30, 2023 City er orðið enskur meistari og líka komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. United getur tryggt það að United verði áfram eina enska félagið sem hefur unnið þrennuna með sigri í bikarúrslitaleiknum. Það reynir hins vegar á leikmannahópinn því Erik ten Hag hefur horft á eftir mörgum leikmönnum sínum á meiðslalistann. Síðastur til að detta út er franski framherjinn Anthony Martial. Martial tognaði aftan í læri í sigrinum á Fulham og verður ekki leikfær. Hann hafði komið inn á sem varamaður í leiknum og aðeins spilað síðustu 23 mínúturnar. Martial hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni en er með níu mörk í 29 leikjum í öllum keppnum. Þessi meiðsli hjálpa heldur ekki framtíð hans hjá félaginu en Ten Hag mun leita að nýjum framherja í sumar. Martial bætist í hóp þeirra Lisandro Martinez, Donny van de Beek og Marcel Sabitzer sem eru allir meiddir og missa af bikarúrslitaleiknum. Það eru samt vonir um að Brasilíumaðurinn Antony geti spilað leikinn þrátt fyrir að hafa verið borinn af velli í sigrinum á Chelsea í síðustu viku. Ökklameiðsli hans eru ekki eins alvarleg og óttast var. BREAKING: Anthony Martial is out of Saturday s Emirates FA Cup final against Manchester City due to injury. pic.twitter.com/a7tbg8B0Gx— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 30, 2023 Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Sjá meira
United mætir þá nágrönnum sínum í Manchester City í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar en Manchester liðin eru að mætast í fyrsta sinn í bikarúrslitaleik á Wembley. Það er aðeins meira en titill í boði því Manchester City á enn möguleika á að jafna einstakt afrek Manchester United frá 1998-99 tímabilnu þegar United vann þrennuna. An injury update on @AnthonyMartial ahead of Saturday's #FACup final.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) May 30, 2023 City er orðið enskur meistari og líka komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. United getur tryggt það að United verði áfram eina enska félagið sem hefur unnið þrennuna með sigri í bikarúrslitaleiknum. Það reynir hins vegar á leikmannahópinn því Erik ten Hag hefur horft á eftir mörgum leikmönnum sínum á meiðslalistann. Síðastur til að detta út er franski framherjinn Anthony Martial. Martial tognaði aftan í læri í sigrinum á Fulham og verður ekki leikfær. Hann hafði komið inn á sem varamaður í leiknum og aðeins spilað síðustu 23 mínúturnar. Martial hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni en er með níu mörk í 29 leikjum í öllum keppnum. Þessi meiðsli hjálpa heldur ekki framtíð hans hjá félaginu en Ten Hag mun leita að nýjum framherja í sumar. Martial bætist í hóp þeirra Lisandro Martinez, Donny van de Beek og Marcel Sabitzer sem eru allir meiddir og missa af bikarúrslitaleiknum. Það eru samt vonir um að Brasilíumaðurinn Antony geti spilað leikinn þrátt fyrir að hafa verið borinn af velli í sigrinum á Chelsea í síðustu viku. Ökklameiðsli hans eru ekki eins alvarleg og óttast var. BREAKING: Anthony Martial is out of Saturday s Emirates FA Cup final against Manchester City due to injury. pic.twitter.com/a7tbg8B0Gx— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 30, 2023
Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Sjá meira