Ein besta handboltakona Íslands hætti í handbolta í hálft ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2023 10:01 Elín Klara Þorkelsdóttir var frábær með Haukum í vetur og enn betri í úrslitakeppninni heldur en í deildarkeppninni. Vísir/Hulda Margrét Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir skaust upp á stjörnuhimininn í kvennahandboltanum í vetur eftir frábæra frammistöðu með Haukum í Olís deild kvenna, fyrst í deildinni en síðan enn frekar í úrslitakeppninni þar sem hið unga lið Hauka kom mjög á óvart. Elín Klara er að margra mati besta handboltakona tímabilsins og er án vafa á topplistum flestra. Það var því við hæfi að Sigurlaug Rúnarsdóttir endaði tímabilið hjá Kvennakastinu með því að ræða við þessa frábæru handboltakonu. Vísir/Vilhelm Elín heldur ekki upp á nítján ára afmælið sitt fyrr en í september en hún er þegar komin með talsverða reynslu af Olís deildinni. Í vetur var hún með 6,9 mörk og 3,8 stoðsendingar í leik og bjó því til meira tíu mörk að meðaltali í leik. Í úrslitakeppninni sló Haukaliðið Fram út í fyrstu umferð og fór síðan alla leið í oddaleik á móti deildar- og bikarmeisturum ÍBV. Elín skoraði 58 mörk í sjö leikjum í úrslitakeppninni eða 8,3 mörk í leik sem var mun meira en hún skoraði í deildarkeppninni. Var lengi að velja Silla spjallaði við Elínu Klöru um tímabilið, þjálfarbreytingar og framtíðina. Hún var líka í fótbolta og þurfti að velja á milli. Vísir/Hulda Margrét „Ég var lengi líka í fótbolta, æfði þá handbolta og fótbolta. Haukarnir unnu vel saman með handboltann og fótboltann en það var engin pressa á mér hvort ég ætti að velja handboltann eða fótboltann. Ég fann það bara sjálf,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir. „Ég var lengi í báðum greinum og út allan grunnskólann og svo á fyrsta ári í framhaldsskóla. Ég var mjög lengi að velja og hætti eiginlega í handbolta í hálft ár um það bil. ,“ sagði Elín Klara. Þakklát fyrir það í dag „Ég var bara í fótboltanum og ætlaði að velja fótboltann. Svo kom ég inn í Haukaliðið eftir ármótin 2020 og fann mig það vel að ég valdi handboltann,“ sagði Elín. „Ég var loksins búin að finna þessa tilfinningu. Pabbi var alltaf að tala um að þetta muni koma hjá þér en ég var ekki á því. Svo kom það og þetta varð bara handboltinn á endanum. Ég er alveg þakklát fyrir það í dag,“ sagði Elín Klara. Handboltaheili sem horfir mikið á handbolta Silla vildi fá að vita hvort að Elín Klara væri handboltaheili. „Ég horfi mikið á handbolta og mér finnst það hjálpa. Ég pæli líka mikið í hlutunum þegar ég horfi á leikina aftur. Ég skoða hvað ég gæti gert betur, skjóta þarna eða gefa boltann frekar inn á línu. Ég myndi því segja að ég væri handboltaheili,“ sagði Elín Klara. Elín Klara var að klára stúdentinn í Flensborg og mikill tími fer því íþróttir og skóla. Silla forvitnaðist um frekari áhugamál hjá stelpunni fyrir utan handboltann. Vísir/Sigurjón Gaman að elda og baka „Ég er náttúrulega bara í skóla en svo finnst mér mjög gaman að elda og baka. Ég er líka mikið fyrir það að ferðast. Inn á milli þá nær maður eitthvað að ferðast þótt að það sé mikið að gerast,“ sagði Elín. „Ég myndi samt frekar segja að baka en að elda. Ég baka oft bananabrauð og kanilsnúða. Ég passa upp á mataræðið, að borða vel og borða hollt. Ég passa mig á því að fá tvær stórar máltíðir yfir daginn. Maður þarf líka að passa upp á þetta þegar maður er að æfa mikið,“ sagði Elín. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Elín Klara er að margra mati besta handboltakona tímabilsins og er án vafa á topplistum flestra. Það var því við hæfi að Sigurlaug Rúnarsdóttir endaði tímabilið hjá Kvennakastinu með því að ræða við þessa frábæru handboltakonu. Vísir/Vilhelm Elín heldur ekki upp á nítján ára afmælið sitt fyrr en í september en hún er þegar komin með talsverða reynslu af Olís deildinni. Í vetur var hún með 6,9 mörk og 3,8 stoðsendingar í leik og bjó því til meira tíu mörk að meðaltali í leik. Í úrslitakeppninni sló Haukaliðið Fram út í fyrstu umferð og fór síðan alla leið í oddaleik á móti deildar- og bikarmeisturum ÍBV. Elín skoraði 58 mörk í sjö leikjum í úrslitakeppninni eða 8,3 mörk í leik sem var mun meira en hún skoraði í deildarkeppninni. Var lengi að velja Silla spjallaði við Elínu Klöru um tímabilið, þjálfarbreytingar og framtíðina. Hún var líka í fótbolta og þurfti að velja á milli. Vísir/Hulda Margrét „Ég var lengi líka í fótbolta, æfði þá handbolta og fótbolta. Haukarnir unnu vel saman með handboltann og fótboltann en það var engin pressa á mér hvort ég ætti að velja handboltann eða fótboltann. Ég fann það bara sjálf,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir. „Ég var lengi í báðum greinum og út allan grunnskólann og svo á fyrsta ári í framhaldsskóla. Ég var mjög lengi að velja og hætti eiginlega í handbolta í hálft ár um það bil. ,“ sagði Elín Klara. Þakklát fyrir það í dag „Ég var bara í fótboltanum og ætlaði að velja fótboltann. Svo kom ég inn í Haukaliðið eftir ármótin 2020 og fann mig það vel að ég valdi handboltann,“ sagði Elín. „Ég var loksins búin að finna þessa tilfinningu. Pabbi var alltaf að tala um að þetta muni koma hjá þér en ég var ekki á því. Svo kom það og þetta varð bara handboltinn á endanum. Ég er alveg þakklát fyrir það í dag,“ sagði Elín Klara. Handboltaheili sem horfir mikið á handbolta Silla vildi fá að vita hvort að Elín Klara væri handboltaheili. „Ég horfi mikið á handbolta og mér finnst það hjálpa. Ég pæli líka mikið í hlutunum þegar ég horfi á leikina aftur. Ég skoða hvað ég gæti gert betur, skjóta þarna eða gefa boltann frekar inn á línu. Ég myndi því segja að ég væri handboltaheili,“ sagði Elín Klara. Elín Klara var að klára stúdentinn í Flensborg og mikill tími fer því íþróttir og skóla. Silla forvitnaðist um frekari áhugamál hjá stelpunni fyrir utan handboltann. Vísir/Sigurjón Gaman að elda og baka „Ég er náttúrulega bara í skóla en svo finnst mér mjög gaman að elda og baka. Ég er líka mikið fyrir það að ferðast. Inn á milli þá nær maður eitthvað að ferðast þótt að það sé mikið að gerast,“ sagði Elín. „Ég myndi samt frekar segja að baka en að elda. Ég baka oft bananabrauð og kanilsnúða. Ég passa upp á mataræðið, að borða vel og borða hollt. Ég passa mig á því að fá tvær stórar máltíðir yfir daginn. Maður þarf líka að passa upp á þetta þegar maður er að æfa mikið,“ sagði Elín. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan.
Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira