Ian Wright: Þetta myndi aldrei gerast í karlaboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2023 09:00 Alex Morgan kyssir HM-bikarinn eftir sigur bandaríska landsliðsins á HM 2019. Getty/Jose Breton Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur hótað því að Evrópubúar fái ekki að sjá heimsmeistaramót kvenna í fótbolta í sjónvarpinu í sumar. Ástæðuna segir hann vera nísku sjónvarpsstöðvanna sem vilja ekki borga alvöru upphæðir fyrir réttinn. Það hefur verið mikil pressa á FIFA að hækka verðlaunafé á HM sem hefur verið smá aurar í samanburði við milljónirnar sem fara til karlanna. Nú vill sambandið setja sömu kröfur á sjónvarpsstöðvarnar sem hafa fengið réttinn á kvennamótunum ódýrt. Infantino er þarna að tala um stóru markaðssvæðin eins og Bretland, Spán, Ítalíu, Þýskaland og Frakkland en eina leiðin til að HM fari í sjónvarpið þar er ef þau koma með mun betra tilboð í sjónvarpsréttinn. Infantino sagði þau tilboð sem komu inn hafi verið sannkallaður kinnhestur fyrir knattspyrnukonur heimsins. Arsenal-goðsögnin Ian Wright er hneykslaður á stöðunni sem er komin upp nú þegar aðeins eru sex vikur í heimsmeistaramót kvenna í fótbolta. Wright ræddi þetta mál í hlaðvarpsþætti sínum Wrighty’s House. Ensku stelpurnar eru ríkjandi Evrópumeistarar frá því í fyrra.Getty/Thor Wegner „Hvað sem er eiginlega í gangi hjá sjónvarpsstöðvunum og FIFA þá þarf fólk að setjast niður, ræða málið og finna lausn,“ sagði Ian Wright. „Hvernig getur HM kvenna í fótbolta ekki verið sýnt í Evrópu? Þetta myndi aldrei gerast hjá karlaboltanum. Nú eru bara sex vikur í þetta og við vitum ekki enn hver sé aðalútsendingaraðilinn,“ sagði Wright. „Við erum að reyna að redda þessu hér í Englandi, en þetta er líka í Þýskalandi, á Spáni og á Ítalíu. Sjáið tækifærin sem þessar stelpur hafa misst af þegar kemur að auglýsingasamningum. Það eru engin auglýsingaskilti sjáanleg og engar auglýsingar um mótið,“ sagði Wright. „Þetta lítur ekki vel út. Sex vikur í að konurnar fá að spila á sínu stærsta sviði. Þú gengur um göturnar og fólk hefur ekki hugmynd um þetta,“ sagði Wright en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Ian Wright (@wrightyofficial) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Það hefur verið mikil pressa á FIFA að hækka verðlaunafé á HM sem hefur verið smá aurar í samanburði við milljónirnar sem fara til karlanna. Nú vill sambandið setja sömu kröfur á sjónvarpsstöðvarnar sem hafa fengið réttinn á kvennamótunum ódýrt. Infantino er þarna að tala um stóru markaðssvæðin eins og Bretland, Spán, Ítalíu, Þýskaland og Frakkland en eina leiðin til að HM fari í sjónvarpið þar er ef þau koma með mun betra tilboð í sjónvarpsréttinn. Infantino sagði þau tilboð sem komu inn hafi verið sannkallaður kinnhestur fyrir knattspyrnukonur heimsins. Arsenal-goðsögnin Ian Wright er hneykslaður á stöðunni sem er komin upp nú þegar aðeins eru sex vikur í heimsmeistaramót kvenna í fótbolta. Wright ræddi þetta mál í hlaðvarpsþætti sínum Wrighty’s House. Ensku stelpurnar eru ríkjandi Evrópumeistarar frá því í fyrra.Getty/Thor Wegner „Hvað sem er eiginlega í gangi hjá sjónvarpsstöðvunum og FIFA þá þarf fólk að setjast niður, ræða málið og finna lausn,“ sagði Ian Wright. „Hvernig getur HM kvenna í fótbolta ekki verið sýnt í Evrópu? Þetta myndi aldrei gerast hjá karlaboltanum. Nú eru bara sex vikur í þetta og við vitum ekki enn hver sé aðalútsendingaraðilinn,“ sagði Wright. „Við erum að reyna að redda þessu hér í Englandi, en þetta er líka í Þýskalandi, á Spáni og á Ítalíu. Sjáið tækifærin sem þessar stelpur hafa misst af þegar kemur að auglýsingasamningum. Það eru engin auglýsingaskilti sjáanleg og engar auglýsingar um mótið,“ sagði Wright. „Þetta lítur ekki vel út. Sex vikur í að konurnar fá að spila á sínu stærsta sviði. Þú gengur um göturnar og fólk hefur ekki hugmynd um þetta,“ sagði Wright en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Ian Wright (@wrightyofficial)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira