Synd að eina náttúrugripasýningin verði í skötulíki Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. maí 2023 14:00 Finnur harmar hvernig er komið fyrir stofnuninni. Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, óttast að starfsemi eina náttúrugripasafnsins á höfuðborgarsvæðinu verði í skötulíki eftir að öllu starfsfólki var sagt upp. Rannsóknarhluti safnsins verður lagður niður en reynt verður að halda sýningunni opinni á einum starfsmanni. „Miðað við það sem hefur verið þá verður í mínum huga frekar dregið úr þessum hluta starfseminnar þó að þau vilji meina að það eigi að efla þann hluta,“ segir Finnur. „Tíminn verður að leiða í ljós hvernig þeim tekst til að gera það.“ Rannsóknarhlutanum slaufað Á Náttúrufræðistofunni eru nú rúmlega fimm stöðugildi náttúrufræðinga sem starfa við sýningarhald, rannsóknir og fræðslu, svo sem fyrir nemendur grunnskóla og almenning. Það er 4,5 föst stöðugildi og einn starfsmaður sem er í 75 prósent starfi utan launaáætlunar. Á Náttúrufræðistofunni hefur verið föst grunnsýning um áratuga skeið.Náttúrufræðistofa Kópavogs Rannsóknirnar eru einkum á vatnavistfræði en Kópavogsbær vildi ekki halda þeim áfram. Að sögn Finns er verið að reyna að finna aðra stofnun sem er reiðubúin að taka yfir vistrannsóknirnar. Náttúrufræðistofan hefur verið starfrækt í um 40 ár og grunnsýningin hefur verið í sérhönnuðu húsnæði í Hamraborg frá árinu 2002. Áður var hún staðsett á Digranesvegi. Hefur það verið eina sýningin af þessum toga eftir að Náttúrugripasafn Íslands lokaði á Hlemmi árið 2008. Í sýningunni í Kópavogi er tekið heildstætt á jarðfræði og líffræði Íslands. Synd Finnur segist hafa heyrt að grunnsýningunni í Hamraborg verði haldið út þetta ár en eftir það verði einhvers konar skammtímasýningar. Bærinn ætli að reyna að halda í sýningargripina. Það sé synd hvernig farið hafi fyrir þessu. „Þeir ætla að reyna að halda í nafnið. Það verður samt enginn starfsmaður þarna og eini starfsmaðurinn mun heyra undir forstöðumann Gerðarsafns,“ segir Finnur. Kópavogur Söfn Dýr Vísindi Tengdar fréttir Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31 Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. 26. apríl 2023 17:24 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Rannsóknarhluti safnsins verður lagður niður en reynt verður að halda sýningunni opinni á einum starfsmanni. „Miðað við það sem hefur verið þá verður í mínum huga frekar dregið úr þessum hluta starfseminnar þó að þau vilji meina að það eigi að efla þann hluta,“ segir Finnur. „Tíminn verður að leiða í ljós hvernig þeim tekst til að gera það.“ Rannsóknarhlutanum slaufað Á Náttúrufræðistofunni eru nú rúmlega fimm stöðugildi náttúrufræðinga sem starfa við sýningarhald, rannsóknir og fræðslu, svo sem fyrir nemendur grunnskóla og almenning. Það er 4,5 föst stöðugildi og einn starfsmaður sem er í 75 prósent starfi utan launaáætlunar. Á Náttúrufræðistofunni hefur verið föst grunnsýning um áratuga skeið.Náttúrufræðistofa Kópavogs Rannsóknirnar eru einkum á vatnavistfræði en Kópavogsbær vildi ekki halda þeim áfram. Að sögn Finns er verið að reyna að finna aðra stofnun sem er reiðubúin að taka yfir vistrannsóknirnar. Náttúrufræðistofan hefur verið starfrækt í um 40 ár og grunnsýningin hefur verið í sérhönnuðu húsnæði í Hamraborg frá árinu 2002. Áður var hún staðsett á Digranesvegi. Hefur það verið eina sýningin af þessum toga eftir að Náttúrugripasafn Íslands lokaði á Hlemmi árið 2008. Í sýningunni í Kópavogi er tekið heildstætt á jarðfræði og líffræði Íslands. Synd Finnur segist hafa heyrt að grunnsýningunni í Hamraborg verði haldið út þetta ár en eftir það verði einhvers konar skammtímasýningar. Bærinn ætli að reyna að halda í sýningargripina. Það sé synd hvernig farið hafi fyrir þessu. „Þeir ætla að reyna að halda í nafnið. Það verður samt enginn starfsmaður þarna og eini starfsmaðurinn mun heyra undir forstöðumann Gerðarsafns,“ segir Finnur.
Kópavogur Söfn Dýr Vísindi Tengdar fréttir Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31 Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. 26. apríl 2023 17:24 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31
Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. 26. apríl 2023 17:24