Fjögur hundruð umsóknir um litla stúdíóíbúð Jakob Bjarnar skrifar 26. maí 2023 11:50 Halldóra auglýsti litla stúdíóíbúð í Reykjavík til leigu fyrir vinafólk sitt og viðbrögðin voru ofsafengin. Hún segist hafa orðið fyrir áfalli því viðbrögðin lýsi algjöru ófremdarástandi meðal leigjenda. vísir/Fb/Vilhelm Svo virðist sem alger örvænting ríki meðal leigjenda. Halldóra Jónasdóttir auglýsti litla stúdíóíbúð á dögunum og áður en hún vissi af voru komnar 200 umsóknir – samdægurs. Þær fóru í að verða 400 þegar upp var staðið. Halldóra auglýsti íbúð fyrir hönd aðstandenda sinna og taldi fyrir fram það ekki eftir sér að standa í umstangi sem því fylgir: Að skoða umsóknir og ganga frá því að leigja íbúðina út. En viðbrögðin komu henni í opna skjöldu. Og uxu á augabragði henni nánast yfir höfuð. Halldóra telur þau til marks um að skelfilegt ástand ríki á leigu- og húsnæðismarkaði almennt. Um er að ræða 15 fermetra stúdíóíbúð í 102 Reykjavík. Það var slegist um íbúðina. Skilaboðin lýsa mikilli neyð „Mér var virkilega illa brugðið,“ segir Halldóra í samtali við Vísi. Hún segir að þó hún sjálf sé ekki leigjandi þá sé henni umhugað um þann hóp. „Mér ofbýður. Ég gæti alveg verið í þessari stöðu.“ Halldóra telur að leigjendur njóti ekki sannmælis, að almennt viðhorf sé að þeir geti að einhverju leyti sjálfum sér um kennt að vera á leigumarkaði, að þeir séu vandræðamanneskjur sem enginn vilji leigja, ógæfufólk og erfiðar manneskjur og séu þess vegna í vandræðum. „En þetta er ekki svoleiðis. Þetta er bara fólk sem er í fínustu stöðum, á ágætum launum sem er í vandræðum.“ Skilaboðin sem bárust Halldóru og fylgdu umsóknunum endurspegluðu mikla neyð. Þar kom fram að fólk svæfi í bílum sínum, væri á götunni. Umsóknirnar fóru í yfir fjögur hundruð áður en yfir lauk. Halldóra segir að það heyrist aldrei í þeim sem leigja út en hún geti bara ekki þagað yfir þessu. Slíku ófremdarástandi lýsir reynsla hennar. Örvæntingin vex dag frá degi Halldóra hefur verið báðum megin borðs, leigt og verið í þeirri aðstöðu að leigja út húsnæði en hún segir að ástandið hafi farið versnandi nánast dag frá degi. Hún hefur aldrei séð álíka viðbrögð og nú. „Fólk hefur verið mjög örvæntingarfullt. Það vantar afdrep, sárlega,“ segir Halldóra og lýsir því að umsækjendur margir hverjir hafi viljað sætta sig við að vera mörg í rými sem ekki er ætlað fleirum en einum. Halldóra metur það sem svo að nú sem aldrei fyrr sé að skapast algjör krísa á leigumarkaði. Húseigendur séu nú að vísa leigjendum frá og vilji gera út á ferðamenn en landið er hvellsprungið og öll gistirými upppöntuð.vísir/vilhelm Hún segir sögu af einum umsækjenda, konu nokkurri sem gaf sig út fyrir að vera ein á ferð en við nánari athugun kom í ljós að hún hafði ætlað sér að flytja í rýmið með mann, tvö börn, kött og hund. Án þess að hafa hátt um það við leigusala sinn. En íbúðin var auglýst sem einstaklingsíbúð. „Ég fékk áfall við þetta. Ég hafði auglýst áður, fyrir mánuði, en gat þá aðstæðna vegna ekki svarað umsóknum. Ég klikkaði. Og skammaðist mín fyrir það. Þegar ég svo auglýsti aftur varð allt tryllt. Örvæntingin er að vaxa svo hratt. Í byrjun apríl komu um hundrað umsóknir en mánuði síðar yfir fjögur hundruð. Mér finnst það benda til þess að nú sé verið að henda fólki út fyrir sumarið því til standi að græða á Airbnb.“ Hún telur ekki úr vegi að ástandið eigi enn eftir að versna. Kisukona fékk íbúðina Halldóra segir að íbúðin sé leigð út fyrir 160 þúsund krónur. „Mér fannst erfitt að sjá þetta svona hátt en þetta er lægsti punkturinn sem fannst út frá markaðsverði. Þetta hefur hækkað svo á stuttum tíma,“ segir Halldóra og bendir á að lán hafi vegna vaxta rokið upp á stuttum tíma og vísitalan með. Þannig sé óvarlegt að skrifa þetta ófremdarástand á leigusala alfarið. Halldóra er nú búin að ganga frá leigu á hinu eftirsótta húsnæði, fyrir vinafólk sitt. „Ég ákvað að bjarga kisufólkinu. Fólk með gæludýr fær yfirleitt ekki íbúð nema á uppsprengdu verði. Sú sem leigir nú er með kisur. Hún sagði mér að hún hafi ekki fundið neitt undir 280 þúsund krónum fyrir sig og kettina sína. Hún ætlar að leggja 120 þúsund kallinn fyrir – mismuninn – og safna sér fyrir útborgun í íbúð. Eins fljótt og henni er unnt,“ segir Halldóra sem telur stórhættulegt ástand vera að myndast vegna stöðunnar. Til að mynda það að óvandaðir einstaklingar geti hæglega hagnýtt sér neyðina með miður kræsilegum hætti – hún hafi heyrt dæmi þess. Leigumarkaður Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Neytendur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Halldóra auglýsti íbúð fyrir hönd aðstandenda sinna og taldi fyrir fram það ekki eftir sér að standa í umstangi sem því fylgir: Að skoða umsóknir og ganga frá því að leigja íbúðina út. En viðbrögðin komu henni í opna skjöldu. Og uxu á augabragði henni nánast yfir höfuð. Halldóra telur þau til marks um að skelfilegt ástand ríki á leigu- og húsnæðismarkaði almennt. Um er að ræða 15 fermetra stúdíóíbúð í 102 Reykjavík. Það var slegist um íbúðina. Skilaboðin lýsa mikilli neyð „Mér var virkilega illa brugðið,“ segir Halldóra í samtali við Vísi. Hún segir að þó hún sjálf sé ekki leigjandi þá sé henni umhugað um þann hóp. „Mér ofbýður. Ég gæti alveg verið í þessari stöðu.“ Halldóra telur að leigjendur njóti ekki sannmælis, að almennt viðhorf sé að þeir geti að einhverju leyti sjálfum sér um kennt að vera á leigumarkaði, að þeir séu vandræðamanneskjur sem enginn vilji leigja, ógæfufólk og erfiðar manneskjur og séu þess vegna í vandræðum. „En þetta er ekki svoleiðis. Þetta er bara fólk sem er í fínustu stöðum, á ágætum launum sem er í vandræðum.“ Skilaboðin sem bárust Halldóru og fylgdu umsóknunum endurspegluðu mikla neyð. Þar kom fram að fólk svæfi í bílum sínum, væri á götunni. Umsóknirnar fóru í yfir fjögur hundruð áður en yfir lauk. Halldóra segir að það heyrist aldrei í þeim sem leigja út en hún geti bara ekki þagað yfir þessu. Slíku ófremdarástandi lýsir reynsla hennar. Örvæntingin vex dag frá degi Halldóra hefur verið báðum megin borðs, leigt og verið í þeirri aðstöðu að leigja út húsnæði en hún segir að ástandið hafi farið versnandi nánast dag frá degi. Hún hefur aldrei séð álíka viðbrögð og nú. „Fólk hefur verið mjög örvæntingarfullt. Það vantar afdrep, sárlega,“ segir Halldóra og lýsir því að umsækjendur margir hverjir hafi viljað sætta sig við að vera mörg í rými sem ekki er ætlað fleirum en einum. Halldóra metur það sem svo að nú sem aldrei fyrr sé að skapast algjör krísa á leigumarkaði. Húseigendur séu nú að vísa leigjendum frá og vilji gera út á ferðamenn en landið er hvellsprungið og öll gistirými upppöntuð.vísir/vilhelm Hún segir sögu af einum umsækjenda, konu nokkurri sem gaf sig út fyrir að vera ein á ferð en við nánari athugun kom í ljós að hún hafði ætlað sér að flytja í rýmið með mann, tvö börn, kött og hund. Án þess að hafa hátt um það við leigusala sinn. En íbúðin var auglýst sem einstaklingsíbúð. „Ég fékk áfall við þetta. Ég hafði auglýst áður, fyrir mánuði, en gat þá aðstæðna vegna ekki svarað umsóknum. Ég klikkaði. Og skammaðist mín fyrir það. Þegar ég svo auglýsti aftur varð allt tryllt. Örvæntingin er að vaxa svo hratt. Í byrjun apríl komu um hundrað umsóknir en mánuði síðar yfir fjögur hundruð. Mér finnst það benda til þess að nú sé verið að henda fólki út fyrir sumarið því til standi að græða á Airbnb.“ Hún telur ekki úr vegi að ástandið eigi enn eftir að versna. Kisukona fékk íbúðina Halldóra segir að íbúðin sé leigð út fyrir 160 þúsund krónur. „Mér fannst erfitt að sjá þetta svona hátt en þetta er lægsti punkturinn sem fannst út frá markaðsverði. Þetta hefur hækkað svo á stuttum tíma,“ segir Halldóra og bendir á að lán hafi vegna vaxta rokið upp á stuttum tíma og vísitalan með. Þannig sé óvarlegt að skrifa þetta ófremdarástand á leigusala alfarið. Halldóra er nú búin að ganga frá leigu á hinu eftirsótta húsnæði, fyrir vinafólk sitt. „Ég ákvað að bjarga kisufólkinu. Fólk með gæludýr fær yfirleitt ekki íbúð nema á uppsprengdu verði. Sú sem leigir nú er með kisur. Hún sagði mér að hún hafi ekki fundið neitt undir 280 þúsund krónum fyrir sig og kettina sína. Hún ætlar að leggja 120 þúsund kallinn fyrir – mismuninn – og safna sér fyrir útborgun í íbúð. Eins fljótt og henni er unnt,“ segir Halldóra sem telur stórhættulegt ástand vera að myndast vegna stöðunnar. Til að mynda það að óvandaðir einstaklingar geti hæglega hagnýtt sér neyðina með miður kræsilegum hætti – hún hafi heyrt dæmi þess.
Leigumarkaður Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Neytendur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira